Fréttablaðið - 25.05.2005, Side 72

Fréttablaðið - 25.05.2005, Side 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500 ® Þakviðgerðir Nánari upplýsingar á www.pace.is Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 Öllum n‡jum Subaru Legacy bílum fylgir nú 50.000 króna úttekt í Intersport e›a Nevada Bob. Bættu vi› tjaldi, grilli, golfsetti e›a flugustöng og borga›u ekki krónu! 50.000 króna gjafabréf ÍSLANDSVINUR 12:00–16:00 2.220.000 kr. 2.320.000 kr. Legacy Sedan: Legacy Wagon: Ver› frá: Subaru Legacy er ekki mest seldi bíll í heimi. En hann er konungur á nor›ursló›um og ber höfu› og her›ar yfir keppinauta sína í fjalllendi. Frábær fjórhjóladrifstækni Subaru er sérhönnu› fyrir landsvæ›i flar sem vegir eru misjafnir og ve›ur válynd. Legacy er nautsterkur og stö›ugur á vegi. Hann er sannur Íslandsvinur. Fjárfestu í n‡jum Subaru Legacy fyrir fer›alög sumarsins og flú fær› frábæran kaupauka frá Intersport e›a Nevada Bob til a› gulltryggja eftirminnilegt sumar fyrir alla fjölskylduna. Fer›agasgrill fylgir öllum n‡jum Subaru Legacy. Gu› blessi rá›herrana Áhyggjurnar eru að fara með mig.Stundum er það hvað verðmæt- ast sem hefur ekki kostað krónu. Þannig er með vináttuna. Ég á fínan vin. Hann er bara fjögurra ára og til að undirstrika hvað hann er góður vinur minn hefur hann sæmt mig sæmdarheitinu afi. Samt vitum við báðir, ég og Benjamín, að það er ekki rétt. Ég er ekki afi hans, en það er þegjandi samkomulag okkar á milli að vera ekki að gera neitt með þessa staðreynd. Afi minn var ekki afi minn en samt var hann afi minn og ekki orð meira um það. Þannig er þessu háttað hjá okkur Benjamín. ÁHYGGJURNAR hef ég vegna þess að þeir sem öllu ráða eru á móti því að fólk yfir kjörþyngd ættleiði börn. Ég ætla ekki að ættleiða hann Benjamín, enda alls ekki þörf á því. Hann býr á fínu heimili og líður vel, alltaf brosandi og hefur nóg fyrir stafni. Þar sem ég er óneitanlega yfir kjörþyngd finnst mér sem mér og Benjamín standi ógn af þessu öllu saman. Ég er alltaf í megrun og þó eitthvað miði stundum er langt í þessa skrambans kjörþyngd. ÁHYGGJURNAR eru sennilega ekki ástæðulausar. Vissulega er ekk- ert sem bannar að Benjamín kalli mig afa, þó ég sé ekki afi og sé of þungur, það er heldur ekkert sem bannar mér að taka við þessu fína sæmdarheiti. Eins var ekkert sem bannaði að Íslendingur yrði ástfang- inn af útlendingi, jafnvel sem væri ekki orðinn tuttugu og fjögurra ára. Ráðherrunum líkaði ekki þannig ástir og hafa bannað þær. Þeir vilja líka að símar okkar séu hleraðir og skráð við hverja við tölum í síma og hvað við gerum á tölvunum okkar. Og hvers vegna ekki að banna að menn sem eru yfir kjörþynd séu kallaðir afar ef þeir eru það ekki? ÁHYGGJURNAR eru sennilega ástæðulausar. Þannig er að einn ráð- herranna hefur sagt að lög um jafn- rétti kynjanna séu barn síns tíma og annar að jafnréttismál séu gervimál. Úff, hvað mér er létt. Þannig að þetta með börnin og þunga fólkið mun sennilega aldrei eiga við um okkur karlana, bara kerlingarnar. Benjamín getur áfram horft á mig af hrifningu og kallað tveggja daga hýjung skegg, af því hann sér afa sinn sem þykk- skeggjaðan og glæsilegan þó karlinn hafi aðeins dregið raksturinn í tvo daga. Guð blessi ráðherrana. ■ BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.