Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 2

Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 2
2 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 ����������������������������� ������������������� SLYS Jónas Kristjánsson, ökumað- ur jeppans sem féll niður um sprungu á Hofsjökli á laugardag- inn var, er kominn af gjörgæslu Landspítala - háskólasjúkrahúss og er líðan hans góð eftir atvikum. Meiðsl hans eru ekki eins alvar- leg og óttast var í fyrstu. Hann tognaði og er talsvert bólginn auk þess sem hann hlaut ýmsa minni áverka. Hefur hann sjálfur óskað eftir að verða fluttur á Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri til hvíldar og aðhlynningar við fyrsta tæki- færi en hann og Tómas Ýmir Ósk- arsson, sem lést í slysinu, eru báðir frá Akureyri. - aöe Slysið á Hofsjökli: Ökumaðurinn áfram á spítala LÖGREGLUMÁL Játning liggur fyrir vegna hins vopnaða ráns í lyfja- versluninni Apótekaranum að Smiðjuvegi í síðustu viku og telst málið upplýst að sögn lögreglu í Kópavogi sem fór með rannsókn málsins. Ógnaði maðurinn starfsfólki í lyfjaversluninni með búrhnífi og komst á brott með talsvert magn rítalíns þótt fyrir liggi að hann var á höttunum eftir sterkari lyfjum. Hann hefur margoft áður komist í kast við lögin. - aöe Ránið í Apótekaranum: Játning liggur fyrir í málinu FUGLAFLENSAN Fræðimenn óttast ekki að fuglaflensan geti orðið það skæð að heilu fuglastofnunum stafi ógn af henni. Ólafur Níelsen, fuglafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, segir ástæðulaust að óttast að flensan geti útrýmt tegundum. „Fuglar deyja eins og önnur dýr úr veikindum og það eru til mörg dæmi um að fuglar hafi dáið tugum og jafnvel hundruð þúsundum saman úr sjúkdómum án þess að það hafi haft áhrif á stofna.“ Ólafur segir fuglastofna sjaldn- ast í kyrrstöðu, þeir ýmist stækki eða minnki og ekki verði miklar breytingar á þeim til lengri tíma litið. - bþs Fjölmargar tegundir veikjast: Fuglastofnar ekki í hættu BRESKIR SPÖRFUGLAR Fuglafræðingar hafa ekki áhyggjur af afdrifum heilu fuglastofn- anna þrátt fyrir fuglaflensu. NORDICPTHOTOS/GETTY IMAGES STJÓRNMÁL Nýr stjórnmálaflokk- ur, Framfylkingarflokkurinn, hefur verið stofnaður á Akureyri og mun flokkurinn bjóða fram lista á Akureyri í sveitarstjórn- arkosningunum í vor. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun Hólmar Örn Finns- son, eftirlitsfulltrúi skattstjórans á Akureyri, að líkindum skipa efsta sæti framboðslistans en unnið er að niðurröðun á listann. Framboðslistinn verður ein- göngu skipaður ungu fólki og helstu baráttumál Framfylking- arflokksins lúta að bættum hag ungra Akureyringa. - kk Bæjarpólitíkin á Akureyri: Nýr flokkur í bæjarmálin SPURNING DAGSINS Hefðum við unnið landsleik- inn ef við hefðum bara spilað við Trínidad? Nei, það hefðum við ekki gert. En þetta staðfestir það enn á ný hvað tóbak er óhollt. Eggert Skúlason er óhress með tap íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Trínidad og Tóbagó á þriðjudag. MOSKVA, AP Íranar og Rússar virt- ust upp á kant hverjir við aðra í upphafi nýrra viðræðna í Moskvu í gær varðandi sameiginlegt verk- efni þeirra um auðgun úrans í Rússlandi. Slík samvinna gæti auðveldað eftirlit með kjarnorku- áætlun Írana. Rússar hafa farið fram á að Íranar stöðvi alla auðgun úrans á heimavelli áður en til samvinnu getur komið, en við komuna til Moskvu í gær sagði Ali Larijani, helsti talsmaður Írana í þessum viðræðum, það af og frá að Íranar gengju að slíku samkomulagi. - smk Kjarnorkumál Írans: Íranar standa fast á sínu KJARNAKLJÚFUR Starfsmenn vinna við kjarnakljúf í Íran. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STÓRIÐJA Tryggvi Þór Herberts- son, forstöðumaður Hagfræði- stofnunar Háskóla Íslands, telur efnahagsleg áhrif Fjarðaáls og Kárahnjúkavirkjunar á þenslu ofmetin og segir breytingar á fjár- málamarkaði og vanbúinni hag- stjórn um að kenna. Á upplýsingafundi Landsvirkj- unar um Kárahnjúkavirkjun í gær ræddi Tryggvi um þjóðhagsleg áhrif Fjarðaáls og Kárahnjúka- virkjunar. Snemma árs 2007 verður Fjarðaál tilbúið og sala raforku frá Kárahnjúkavirkjun mun hefj- ast samkvæmt áætlunum. Full starfsemi mun hefjast í október sama ár. 200 milljarða kostnaður við framkvæmdirnar mun dreif- ast á tímabilið milli 2003 og 2007. Tryggvi telur efnahagsleg áhrif geta valdið þenslu til skamms tíma ef stjórnvöld halda ekki rétt á spil- unum og bendir á að farvegir pen- ingamálastefnunnar séu ekki að virka sem skyldi í dag. En hann segir önnur áhrif vega þyngra en framkvæmdirnar og nefnir sem dæmi lækkun bindiskyldu Seðla- bankans 2002, skuldabréfaútgáfu útlendinga 2005 og ýmis hag- stjórnarmistök. Aðaláhrifin séu þó breytingar á íbúðalánamark- aði, innkoma bankanna á fast- eignamarkað 2004, hækkað láns- hlutfall og lágmarkslán. - sdg TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON OG FRIÐRIK SOPHUSSON FORSTJÓRI LANDSVIRKJUNAR Tryggvi Þór var einn af fimm framsögu- mönnum og Friðrik var fundarstjóri á fund- inum sem fór fram á Hótel Loftleiðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR Upplýsingafundur Landsvirkjunar um Kárahnjúkavirkjun: Efnahagsleg áhrif ofmetin AFGANISTAN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn til Afganistans í gær. Hét hann þar því að Bandaríkja- menn myndu standa við gefin lof- orð um stuðning við uppbyggingu þar í landi og myndu ekki „flýja af hólmi“ þótt andóf ykist gegn veru bandarískra hermanna þar. Hann spáði því enn fremur að Osama bin Laden myndi nást, þrátt fyrir að fjögurra ára leit að honum hafi enn ekki skilað árangri. „Ég er vongóður um að hann náist,“ sagði Bush á sameiginleg- um blaðamannafundi með Hamid Karzai, forseta Afganistans, í garði embættisseturs hans í Kabúl. Bush reyndi enn fremur að stappa stálinu í bandaríska her- menn sem þjóna við erfiðar aðstæður í Afganistan og lýsti samstöðu með ríkisstjórn Karzai, en hún er mjög háð stuðningi Vest- urlanda. Bush talaði við banda- ríska hermenn á Bagram-flugvelli við Kabúl, ásamt því að eiga við- ræður við Karzai og fleiri afganska ráðamenn. Bush hét því að bin Laden, leið- togi al-Kaída, og aðrir skipuleggj- endur hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin yrðu eltir uppi og dregnir til ábyrgðar. „Þetta er ekki spurning um hvort, heldur hvenær,“ sagði hann. Þetta var fyrsta heimsókn bandarísks forseta til Afganistans síðan her Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í NATO réðst inn í landið í kjölfar 11. september- árásanna haustið 2001 og steyptu talibanastjórninni alræmdu, en bin Laden byggði upp al-Kaída-hryðju- verkanetið í skjóli hennar. Bush hafði rúmlega fjögurra stunda viðdvöl í Afganistan áður en hann flaug áfram frá Kabúl til Indlands. Á fyrsta viðkomustað hans þar í landi, Nýju Delhí, söfn- uðust tugþúsundir manna saman til að mótmæla komu hans. Samn- ingar um kjarnorkumálasamstarf landanna eru efst á baugi viðræðna Bush við indverska ráðamenn. Loks mun Bush heimsækja Pak- istan í vikulokin áður en hann held- ur aftur heim á leið. Gríðarlegur öryggisviðbúnaður er í kringum þetta ferðalag bandarísku forseta- hjónanna, enda kynda herskáir múslimar undir hatri á Bandaríkj- unum, ekki síst í Pakistan. audunn@frettabladid.is SENDIRÁÐ ENDUROPNAÐ Bandarísku forsetahjónin Laura og George W. Bush, Condol- eezza Rice utanríkisráðherra, Ron Neumann, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, og afganski forsetinn Hamid Karzai klippa á borða í nýrri sendiráðsbyggingu Bandaríkjanna í Kabúl í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Bush hvetur Karzai til dáða í Afganistan Bush Bandaríkjaforseti lagði leið sína óvænt til Afganistans í gær áður en hann hóf boðaða heimsókn sína til Indlands. Hann sagði Bandaríkjamenn „ekki myndu flýja af hólmi“ þótt andóf ykist gegn veru bandarísks herliðs í landinu. LENTUR Í NÝJU-DELHÍ Bush og indverski forsætisráðherrann Manmohan Singh heilsast við komuna til Nýju-Delhí í gær- kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ALDRAÐIR Hjúkrunarheimilið Sól- tún gerði heilbrigðisráðuneytinu tilboð fyrir tveimur árum um að fjölga hjúkrunarrýmum á lóðinni Sóltún 2-4 í Reykjavík um meira en helming en engin afgerandi svör fengust frá ráðuneytinu. Til- boðið hefur verið margítrekað. „Það liggur í augum uppi að við værum búin að byggja og værum að fara að opna þetta heimili ef við hefðum fengið svar. Við höfum talað við ráðherra og stjórnmála- menn og fengið góðan hljóm- grunn,“ segir Anna Birna Jens- dóttir, forstöðumaður Sóltúns. Hún segir að viðbygging við Sóltún gæti rúmað alla þá rúmlega 80 sem nú eru í bið á Landakoti en hátt í 500 eldri borgarar bíði eftir rými á hjúkrunarheimili á höfuð- borgarsvæðinu. Legudagurinn kosti 30-50 þúsund krónur og Sól- tún geti gert þetta mun ódýrara. „Það þarf ekki mikinn reikn- ingshaus til að átta sig á því að þetta er þjóðhagslega hagkvæmt. Okkur hefur fundist með eindæm- um að þeir sem fara með ríkisfé skuli ekki átta sig á þessu og við- halda því að fólk bíði við lítil lífs- gæði á göngum sjúkrahúsa og flakki þar jafnvel milli deilda.“ - ghs SÓLTÚN OG NÁGRENNI Um 1.000 íbúar í Sóltúni og nágrenni gætu leitað stuðnings og þjónustu í tengibyggingu sem yrði reist tæki heilbrigðisráðuneytið tveggja ára tilboði Sóltúns um að ríflega tvöföldun hjúkrunarrýma. Hjúkrunarheimilið Sóltún býðst til að tvöfalda hjúkrunarrými: Gæti tæmt Landakot

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.