Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 31

Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 31
FIMMTUDAGUR 2. mars 2006 3 Frizz-Ease Curl Around er sérhannað fyrir liðað og krullað hár. Gefur hárinu silkimjúka áferð, raka og fallegan gljáa. Úfið hár heyrir sögunni til. Það kann að vera að Porsche-bílar detti aldrei úr tísku. Það sama á hins vegar ekki við um fata og tískulínu Porsche, sem átti miklum vinsældum að fagna á níunda áratugnum en hvarf í byrjun þess tíunda. Það sem var inni árið 1985 er að koma aftur og það ætlar Porsche að nýta sér. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina verið duglegt að hanna vörur í sam- vinnu við aðra og hægt er að nálgast allt frá skóm og úrum til baðherbergja og tannlækna- stóla sem eiga rætur að rekja til hönnuða Porsche. Tískuvörur frá fyrirtækinu voru gríðarvinsælar á árunum 1980 til 1990 og eru að verða það aftur. 28. febrúar næstkom- andi mun Porsche opna nýja búð í New York og er þess beðið með eftirvæntingu. Ítalski hönnuðurinn og arki- tektinn Matteo Thun á veg og vanda að hönnunarlínu Porsche sem til sölu verður í búðinni. Auk allra græjanna hefur Porsche, í samstarfi við ítalska tískumerkið Belfe, hannað fata- línu þar sem gallaefni, pólóbol- ir og peysur eru mest áber- andi. Fyrir þá sem eru ekki til- búnir að ganga í fötum merkt- um bílaframleiðanda bendum við á Porsche-sólgleraugun, sem fara vel við Porsche-vind- lingahulstrið og Porsche-brauð- ristina í eldhúsinu. Porsche snýr aftur í tískuna Vorið nálgast óðum með birtu og yl sem allir þrá eftir veturinn þó mildur hafi verið. Í fatatískunni fylgja nýjar áherslur nýjum árstíðum og sem fyrr verða líflegir bjartir litir hvað mest áberandi í bland við hvítt þetta sumarið. Bleikur, gulur og grænn verða sterkir í sumar og rósrauði liturinn kryddar litablönduna skemmtilega. Rauð- ar flíkur og fylgihlutir eru klassík í tísku- heiminum og passa jafnvel með vetrar- og sumaRlínum hvers árs. Rósrauði liturinn hefur líka djúpa tilfinningalega merk- ingu, hann táknar rómatík, ást og vin- áttu, kvenlegar dyggðir, ástríðu og gleði. Fæst allt í Ilse Jac- obsen. Rósrauðar vorvörur Kjóll 19.500 kr. Taska 10.450 kr. Belti 7.900 kr. Stígvél 19.990 kr. Snyrtitaska 3.200 kr. SMÁRALIND www.jbj.is - fyrir árshátíðina

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.