Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 84

Fréttablaðið - 02.03.2006, Page 84
 2. mars 2006 FIMMTUDAGUR44 Alena Akhmadullina er 28 ára rúss- neskur fatahönnuður sem hefur vakið talsverða og verðskuldaða athygli í tískuheiminum. Hún sýndi nýjustu línu sína á tískuvikunni í París sem nú stendur yfir. Alena hefur notað heimaland sitt mikið í innblástur hönnunar sinnar. Að þessu sinni báru allar fyrirsæt- urnar furðulega steypta hárkollu sem minnti á hárgreiðslur á þriðja ára- tugnum og teiknimyndapersónuna Betty Boop. Fötin voru í frekar gamaldags stíl, mikið af flaueli og kjólum í anda þriðja áratugarins en í bland við nýtískulegri efni og snið. Einkennilegar hárkollurnar í vetrarlínunni komu engum á óvart því í sumarlínu sinni sótti hún innblástur í sveita- lífið og báru sumar fyrirsæt- urnar dýragrímur á meðan aðrar minntu á bóndakonur með rauðar gervilegar hár- kollur og undirspilið ein- kenndist af traktorahljóðum og svínahrínum. Egyptaland Luxor 10 daga VISA ferð 21. apríl –1. maí Fyrsta flokks gisting á glæsilegu hóteli, spennandi skoðunarferðir og íslensk fararstjórn. Um er að ræða 10 nátta ferð á vit ævintýra í Egyptalandi. 79.940 kr. Verð: á mann í tvíbýli á Luxor Sheraton Innifalið: Beint leiguflug, flugvallarskattar, gisting með morgunverði í 10 nætur og íslensk fararstjórn. Plúsferðir · Hlíðasmára 15 · 200 Kópavogur · Sími 535 2100 · www.plusferdir.is SÉRKENNILEGUR HATTUR Þessi er eins og skúlptúr. AP IMAGE Teiknimyndapersónur þriðja áratugarins ALENA AKHMADULLINA Var með nýja línu í París á dögunum. Stjórnmálaheimspeki eftir Hannes Hólmstein Gissurarson og Vafamál eftir Atla Harðarson Ég keypti þessar tvær vegna þess að ég er að skrifa litla bók núna þar sem ég þarf aðeins að huga að rétti ríkisvaldsins til að fylgjast með þegnunum; báðar koma aðeins inn á það. Undir bárujárnsboga eftir Eggert Þór Bernharðsson Braggabókina keypti ég hins vegar vegna þess að mig hefur alltaf langað í hana en ekki tímt að kaupa. Núna er hún á góðu verði og þetta er bók sem sameinar það sem mér finnst að gott sagnfræðirit eigi að hafa; vel unna fræðilega rannsókn og skemmtilega framsetningu. ÁPRENTANIR sem minna á þriðja áratuginn PERLUR Í PERLUNNI Guðni Th. Jóhannesson sagn- fræðingur fór á bókamarkað BLEIKT FLAUEL Dragt í kven- legum stíl. Það verður blásið til mikillar veislu í Laugardalshöllinni laugar- daginn 29. apríl. Þá mun ein helsta vonarstjarna okkar Íslendinga, Garðar Thór Cortes, syngja með björtustu von Breta í sígildri tón- list, Katherine Jenkins. Faðir Garðars og nafni mun stjórna 32 manna hljómsveit og hefst miða- sala um miðjan mars. Garðar var að vonum mjög spenntur að stíga á svið með þess- ari miklu stjörnu en síðasta plata söngkonunnar fékk Brit-verðlaun- in í flokki sígildrar tónlistar. „Við vorum á sama tíma í skólanum úti í Englandi og ég hef fylgst með ferli hennar þótt við séum engir vinir,“ segir Garðar sem syngur um þessar mundir í Öskubusku við góðan orðstír. Hann sagðist vera mjög spenntur fyrir þessu verkefni enda ekki á hverjum degi sem íslenskum tónlistarmönnum gefst færi á að fylla Höllina. „Jenkins er mjög vinsæl í Bret- landi og þeir virðast halda mikið upp á hana,“ bætir Garðar við. Sjálfur situr söngvarinn geð- þekki ekki með tvær hendur tómar, var á dögunum í Feneyjum í prufusöng og þegar sýningum á Öskubusku lýkur heldur hann til London og syngur í óperunni La Rondine eftir Puccini. „Þetta er minna þekkt verk en í svipuðum stíl og Madame Butterfly og La Bohéme,“ útskýrir Garðar en tölu- verð ferðalög fylgja því að vera tónlistarmaður í sígildri tónlist. „Ég nýt þess bara enn meira að vera heima fyrir,“ segir Garðar og viðurkennir að heima sé alltaf best. - fgg Syngur með vonar- stjörnu Breta GARÐAR OG KATHERINE Söngfuglarnir tveir verða með tónleika í Laugardalshöll laugardaginn 29.apríl. Miðasala á tónleika Iggy Pop and the Stooges hinn 3. maí hefst næst- komandi sunnudag. Rúm þrjátíu ár eru liðin síðan The Stooges hætti starfsemi en Iggy Pop hefur allt frá árinu 1977 átt farsælan feril upp á eigin spýtur. Endur- komu sveitarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu en hún hætti þegar leikurinn stóð sem hæst 1974. Miðasalan fer fram í Bókabúð Máls og menningar í Reykjavík, Pennanum á Akureyri, Hljóðhús- inu á Selfossi, Hljómvali í Kefla- vík og í Tónspili í Neskaupstað. Miðaverð er 5.900 krónur í stúku og 4.900 í stæði. Miðasala að hefjast IGGY POP Miðasala á tónleika Iggy Pop and the Stooges hefst á sunnudag.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.