Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 96

Fréttablaðið - 02.03.2006, Side 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Einn léttur ÍSKALDUR! ���������� ���������� Dauðinn er skringilegur hluti af lífinu. Fæstir hugsa neitt um hann en sjá hann meira sem eitthvað sem við þurfum að hafa áhyggjur af seinna. Maðurinn lifir, verður gamall og deyr svo saddur lífdaga. En það er ekki alltaf þannig. Sumir deyja ungir. Og stundum deyja lítil börn sem voru aðeins rétt byrjuð að lifa. Það er okkur mönnunum óskiljanlegt þegar ung manneskja deyr. EN í rauninni erum við sjálf börn. Við höldum að við séum svo miklu þroskaðri en börnin. En við erum það ekki. Við erum bara börn eins og þau, sem skiljum ekki gang lífs- ins nema að takmörkuðu leyti. Líf okkar er bara sekúndubrot af tíma heimsins. Við millilendum bara hér á leið okkar annað. ÞESSI heimur er ekkert sérstak- lega góður staður að vera á. Hann er ekki barnvænn. Hann er upp- fullur af erfiðleikum, sjúkdómum, sársauka og dauða. Hér bíður okkar bara dauði. Lífið er þjáning í eðli sínu. En eftir dauðann er bara kærleikur og friður. Þetta líf er eins og myndbrotin sem sýnd eru í bíó áður en alvöru myndin byrjar. Að þurfa ekki að horfa á þau er jafnvel léttir. LÍTIÐ barn sem fer til útlanda með mömmu sinni getur ekki skil- ið hvað er að gerast. Það þarf þess ekki. Það þarf ekki að óttast. Því nægir að treysta. Og eins er með okkur. Ef við treystum Guði þá þurfum við ekkert að óttast. Dauð- inn er enginn endir. Hinn látni er ennþá til og heyrir í okkur. Við getum talað við hann eins og áður. Fyrir honum er allt jafn raunveru- legt og fyrir okkur. Hann er á sama stað og er djúpt inni í okkar eigin hjarta, þar sem kærleikur- inn á heima. LÍFIÐ er blekking. Það er leikrit. Hið raunverulega líf leikarans er ekki á sviðinu. Sviðsmyndin er plat. En hún verður að vera því annars væri lítið varið í leikritið og enginn kæmi að sjá það. trúin frelsar okkur. Trúin er forsenda kærleikans. Guð er til og hann elskar okkur. Kærleikurinn deyr aldrei. Kærleikurinn sigraði dauð- ann. Og dauðinn er ekki til. NOTUM dauðann. Hann er tæki- færi fyrir okkur til að læra að meta hvert annað betur. Elskum hvert annað. Gleymum öllum barnalegum ágreiningi. Notum tækifærið til að fyrirgefa og vera saman á meðan við getum. ■ Dauðinn er ekki til

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.