Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 16
 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR16 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Héðinn Ólafsson kafari er einstak- lega hrifinn af vatni. „Mér líður best í vatni og vil helst hvergi annars staðar vera. Þetta er svo rólegt og stresslaust umhverfi.“ Héðinn er vitaskuld, og sem betur fer, alveg laus við vatnshræðslu en að sama skapi þekktur fyrir að vera svolítið blautur. „Ég byrjaði að kafa 1999 og það varð ekki aftur snúið. Ég setti stefnuna á þetta þegar ég var strákur, þá sá ég kafara og ákvað að þetta væri eitthvað fyrir mig.“ Og Héðinn kafar ekki bara í vatni, hann drekkur það líka. „Ég drekk mjög mikið vatn, ég er alveg laus við kaffið en drekk þeim mun meira af vatni.“ Líður best í vatni HÉÐINN ÓLAFSSON KAFARI Rúrí myndlistarmaður hefur unnið markvisst með vatn undanfarin tíu ár. „Ég hef kannski meðvitaðri áhuga á vatni en margir en öll höfum við mik- inn áhuga á vatni þegar við upplifum vatnsskort.“ Rúrí finnst við fara illa með vatn. „Mér finnst við sólunda því. Við þurfum að gæta að hvernig við nýtum vatnið. Við þurfum að hugsa okkar gang.“ Og hún líkir vatninu við gersemar. „Það mætti tala um vatn sem bláa gullið. Olía verður ekki gull framtíðar- innar heldur vatn.“ En það er ekki allt slæmt. „Vatnið er svo yndislegt. Hver upplifir ekki unað við að fara í sturtu að morgni eða stinga sér í laug? Svo maður tali nú ekki um náttúrulega laug.“ Vatn er yndislegt RÚRÍ MYNDLISTARKONA Júlíus Sigurjónsson sjómaður byrjaði að róa á unglingsárunum. „Ég hef verið á sjó síðan ég var fjórtán eða fimmtán ára. Fyrst réri ég bara á sumrin en nú allt árið.“ Honum líður vel á sjó. „Ég kann vel við vaggið. Annars finn ég svo sem ekki mikið fyrir því.“ En hann er alltaf votur. „Ég er alltaf rennandi blautur upp fyrir haus og þess vegna alltaf kvefaður. En ég er hættur að finna fyrir því.“ Og þegar Júlíus er í landi sækir hann áfram í vatnið. „Ég fer daglega í sund. Og svo drekk ég mikið vatn. Það er það eina sem ég drekk þegar ég er á sjó. Syndir í landi JÚLÍUS SIGURJÓNSSON SJÓMAÐUR Dagur vatnsins er í dag. Með því að tileinka vatni einn dag á ári vilja Samein- uðu þjóðirnar vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi vatns og nauðsyn þess fyrir menningu okkar og líf. „Vatn og menning“ er þema dags vatnsins að þessu sinni og fram- kvæmd hans því á forræði Menn- ingar- og vísindastofnunar Samein- uðu þjóðanna (UNESCO). Stofnunin minnir heimsbyggð- ina á mikilvægi vatns og þær stað- reyndir að fjórir fimmtu hlutar mannslíkamans eru vatn og að tveir þriðju hlutar af yfirborði jarðar eru þaktir vatni. Dagurinn er notaður til að beina athygli fólks að því að hægt er að skoða, virða og nota vatnið með eins fjölbreyttum hætti og fjölbreyttar menningar- legar hefðir um víða veröld segja til um. Í stuttri hugvekju UNESCO er mikilvægi vatnsins lýst svo: „Borg- ir okkar eru settar nálægt vatni; við böðum okkur í vatni; við leikum okkur í vatni; við vinnum með vatn. Hagkerfi okkar eru byggð á opnum siglingaleiðum um vatn – og vör- urnar sem við kaupum og seljum eru allar vatn að hluta til, bæði beint og óbeint. Daglegt líf mótast af aðgangi okkar að vatni. Án vatnsins er umlykur okkur – sem raki í lofti, sem straumur í ánni, sem bunan úr vatnskrananum – væri líf okkar ómögulegt. Á síðast- liðnum árum höfum við misst sjón- ar á mikilvægi vatnsins. Það er ekki lengur heilagt og verndað, heldur neysluvara eins og hvað annað. Vatn er undirstaða menn- ingar okkar og lífs.“ ■ Vatn er undirstaða lífs ÁFRAM STREYMIR Íslendingum er eðlislægt að líta á vatn til allra nota sem sjálfsögð þægindi enda streymir það áfram í ám og fljótum, sprettur upp úr lindum og liggur í vötnum. Víða á jörðinni eru vatnsbirgðir takmarkaðar og meðal helstu verka hjálparstofnana er að grafa brunna. UNESCO hvetur fólk til að virða vatn á degi vatnsins. TÍMINN OG VATNIÐ eftir Stein Steinarr Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund míns sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund míns sjálfs. Þið hafið nú átt það hingað til „Við eigum ekkert öruggt sæti í samfélaginu.“ ANNA KRISTINSDÓTTIR BORGAR- FULLTRÚI UM STÖÐU FRAMSÓKN- ARFLOKKSINS. FRÉTTABLAÐIÐ. Þarf ekki einu sinni loftnet? „Sambandið er þráðlaust, uppsprettan eilíf, þú ert sítengdur. SIGURBJÖRN ÞORKELSSON RIT- HÖFUNDUR UM LÍFIÐ OG TRÚNA. MORGUNBLAÐIÐ. Besta mál „Ég held að það gæti verið hið besta mál,“ segir Sigrún Ármanns Reynis- dóttir, formaður Samtaka gegn fátækt, um hugmyndir manna um flutning Landhelgisgæslunnar á Suðurnesin í kjölfar brottflutnings hersins. „Mér sýnist fljótt á litið að það gæti orðið gott fyrir atvinnulífið suður frá og skapað þar störf,“ segir hún. Sigrún Ármanns telur ekki nauðsynlegt að stofnun á borð við Landhelgisgæsl- una hafi aðsetur í Reykjavík. „Það held ég ekki. Gæslan getur vel verið annars staðar.“ SJÓNARHÓLL FLUTNINGUR GÆSLUNNAR TIL SUÐURNESJA SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR Flestir tengja Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlis- fræðing við jarðfræði og eru blaðamanni í fersku minni stórskemmtileg og spaugileg kennslu- myndbönd úr jarðfræðitímum í framhaldsskóla. En Ari Trausti er að vasast í ýmsu ótengdu jarðfræði þessa dagana. Þegar blaðamaður sló á þráðinn var hann á leið austur á Flúðir til að taka upp sjónvarpsefni. „Ég er að vinna að þáttum um íslenska tónlist þar sem portrett er málað af því helsta sem er að gerast hjá Íslendingum bæði heima og erlendis.“ Í þáttunum verða allar tegundir tónlistar teknar fyrir, allt frá rappi til kóratónlistar og var Ari Trausti einmitt að fara að hitta Karlakór Hreppamanna á Flúðum. Ari Trausti er handritshöfundur og kynnir í þáttunum og vinnur þá með vini sínum Valdimar Leifssyni. Þetta verða níu þættir með tveimur ólíkum innslögum þar sem viðtal verður tekið við sitthvorn tónlistarmanninn. Ekki verður einungis talað við þekktustu tónlistarmenn Íslands heldur er stefnan að blanda saman þekktum einstakl- ingum og fólki sem fáir þekkja. Serían verður ekki á dagskrá fyrr en í fyrsta lagi um áramót að sögn Ara Trausta. Tónlistarþættirnir eru ekki það eina sem er í vinnslu hjá Ara Trausta sem var á leiðinni til útgefanda síns vegna hugsanlegarar útkomu á nýrri ljóðabók. Hann hefur áður gefið út ljóðabók- ina Í leiðinni sem kom út árið 2004. „Þetta eru bara hugleiðingar um lífið og tilveruna og ekkert framúrstefnurit,“ segir Ari Trausti þegar blaðamað- ur reynir að fiska eftir því hvaða ljóðastefnu hann fylgi. „Ljóðin eru að miklu leyti um útlönd, það er eitt og annað sem hægt er að koma til skila í gegnum ljóð, ekki þarf alltaf að hafa ferðasögur.“ Jarðfræðin er þó aldrei langt undan hjá Ara Trausta sem er að ganga frá upplýsingariti um jarðfræði fyrir útlendinga sem mun koma út á ensku og þýsku. „Þetta er hálfvísindabók,“ segir Ari Trausti og er hún hugsuð til að fólk geti kynnt sér á einum stað það helsta í jarðfræði Íslands. Ritið er unnið með ferðamenn sem hafa jarðfræði sem sérstakt áhugamál í huga og einnig erlenda nemendur sem koma hingað til lands. „Eftir þá miklu törn sem er fram undan er næst á dagskrá að fara í þriggja vikna frí með konunni eitthvert út í heim,“ segir Ari Trausti áður en hann kveður og leggur af stað austur fyrir fjall að hlýða á fagran kórsöng. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON JARÐEÐLISFRÆÐINGUR Þættir um íslenska tónlist í vinnslu Ari Trausti Guðmundsson JÁTAÐI OG VAR DÆMDUR Í SKILORÐSBUNDIÐ FANGELSI Herra Ísland gripinn með kókaín heima ARNÓR DIEGO Í FÍKNIEFNAMISFERLI 2x15 21.3.2006 20:20 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.