Fréttablaðið - 22.03.2006, Page 33

Fréttablaðið - 22.03.2006, Page 33
MARKAÐURINN MIÐ- Framleiðslufyrirtækið ZikZak hefur verið afkastamikið undanfarin ár og hefur staðið að framleiðslu níu mynda frá árinu 1999. Af síðustu afrekum fyrirtækisins standa hæst stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna og kvikmyndin Voksne mennesker eftir Dag Kára sem hefur fengið fjöld- ann allan af verðlaunum og tilnefn- ingum. MEÐ MÖRG JÁRN Í ELDINUM Kjarninn í viðskiptamódeli ZikZak gengur að miklu leyti út á áhættu- dreifingu. Fyrirtækið er með mörg verkefni í þróun og fjármögnun í einu því margt þarf að ganga upp á sama tíma til þess að framleiðsla kvikmynd- ar í fullri lengd gangi upp. „Við erum að þróa og undirbúa fjármögnun á öllum tegundum af kvikmyndum. Það sem skiptir okkur höfuðmáli er að við séum í góðu langtímasamstarfi við þann höfund eða leikstjóra sem kemur að verkefninu ásamt því vissulega að við höfum trú á sögunni. Ljóst er að möguleikarnir eru að aukast ár frá ári, dreifimöguleikar eru fleiri en áður með tilkomu netsins, farsíma og þess háttar. En þrátt fyrir allar nýjar dreifileiðir þá er innihald það sem skiptir meginmáli, það nennir enginn að horfa á eitthvað nema það sé áhugavert,“ segir Skúli, sem árið 1995 stofnaði ZikZak í félagi við Þóri S. Sigurjónsson. BREYTINGAR TIL HINS BETRA Skúli segir ýmsar breytingar hafa orðið á undanförnum árum sem stuðli að jákvæðri þróun á íslenskum kvik- myndamarkaði. Lögin sem kveða á um 12 prósenta endurgreiðslu kostnaðar sem til fellur á Íslandi hafi haft góð áhrif og að sama skapi breytt fyrirkomulag úthlutunar úr Kvikmyndasjóði, þegar Kvikmyndamiðstöð Íslands varð til og sjóðurinn fór að afgreiða umsóknir allt árið um kring í staðinn fyrir að gera það einungis einu sinni á ári. Hann segir jafnframt starfsfólk hér á landi vera orðið sjóað og því sé hægt að manna margar myndir í einu með góðu fagfólki með mikla reynslu sem hefur atvinnu af því að gera kvik- myndir og auglýsingar. SJÓNVARPSSTÖÐVAR TAKA LÍTINN ÞÁTT Í FJÁRMÖGNUN Þrátt fyrir ýmsar jákvæðar breyt- ingar segir Skúli engum blöðum um það að fletta að ytri skilyrði til kvik- myndagerðar hér á landi eru að mörgu leyti erfið. Smæð heimamarkaðarins spili þar stórt hlutverk og fjármögnun verkefna sé snúin. Sjónvarpsstöðvar taki líka mjög lítinn þátt í fjármögnun kvikmynda fyrirfram, til dæmis gegn sjónvarpsrétti og hlutdeild í hagnaði. „Alls staðar á Norðurlöndunum taka ríkisstöðvarnar þátt í verkefnum frá fyrsta degi, það gerist vart hér á landi sem er mjög bagalegt,“ segir Skúli og bendir á að framleiðslufyrirtækjum hafi því miður ekki fjölgað svo nokkru nemi hér á landi sökum erfiðra mark- aðsskilyrða og mikillar áhættu. Það leiði meðal annars til þess að það sé skortur á framleiðendum sem einbeiti sér eingöngu að þróun, framleiðslu og dreifingu kvikmynda. KVIKMYNDAFRAMLEIÐSLA GETUR VERIÐ ARÐBÆR Skúli segir að þótt framleiðsla kvik- mynda hafi menningarlegt mikilvægi breyti það því ekki að dæmið þurfi að ganga upp viðskiptalega. Fjármögnun þurfi að fara rétt fram með réttu sam- blandi úr sjóðum, forsölum, endur- greiðslum og áhættufjármagni. Takist það geti framleiðsla kvikmynda verið mjög arðbær. Það taki hins vegar lang- an tíma að skilja aðferðafræðina, öðl- ast samböndin erlendis og þekkinguna á uppsetningu fjármagnsins. Því sé nauðsynlegt að vinna enn frekar að því að gera umhverfi til kvikmynda- framleiðslu hagstætt hér á landi. „Við það má bæta að kvikmyndafram- leiðslufyrirtæki þurfa á þolinmóðu fjármagni frá fjárfestum að halda. Þumalputtareglan er að ein af hverj- um tíu myndum gangi mjög vel, tvær af hverjum tíu gangi nokkuð vel og hinar sjö gangi einungis bærilega. ZikZak er að fara að gera sína tíundu mynd á árinu.“ Kvikmyndir geta malað gull SKÚLI MALMQUIST, ANNAR TVEGGJA STOFNENDA ZIKZAK Segir ytri skilyrði hér á landi að mörgu leyti erfið en á móti komi að hér sé mikið af duglegu hæfileikafólki. ast framleiðendum einnig vel við að auðvelda hugsanlega fjármögnun á næstu mynd. Laufey er ánægð með frammistöðu Íslendinga á þessum hátíðum. „Íslenskir kvikmyndagerðarmenn eru að gera alveg ótrúlega hluti miðað við hvað allt er skorið við nögl hjá okkur. Þetta vekur athygli erlendis, það eru kannski 2-3 íslenskar myndir á öllum helstu kvikmyndahátíðum á meðan það var til dæmis ein frá Finnlandi í fyrra.“ VILJI RÁÐAMANNA RÆÐUR ÚRSLITUM Fyrir utan framlög úr Kvikmyndasjóði endur- greiðir ríkið 12 prósent af öllum kostnaði sem til fellur vegna framleiðslu kvikmynda sem fer fram hér á landi. Um þessar mundir eru uppi umræður um að framlengja þau lög en þau renna út í árslok 2006. Menntamálaráðherra, sagði á síðustu Edduhátíð að framlag ríkisins myndi aukast. Laufey tekur fram að mjög mikilvægt sé fyrir iðnaðinn í heild sinni að einhver samningur eða rammi verði gerður utan um fjárveitingar til að landslagið verði skýrara á næstu árum og allir viti hvað er til skiptanna. „Þetta er lykilatriði. Þannig minnkar óöryggi, menn þurfa að vita að hverju þeir ganga innan bransans. Það vantar svolítið upp á það ennþá, en það hangir ef til vill á því samkomulagi sem er í burðarliðnum við ráðuneytið,” segir Laufey, sem telur nær útilokað að hér væri hægt að halda úti kvik- myndabransanum ef ekki væri fyrir aðstoð hins opinbera. Íslenskir kvikmyndaframleiðendur arkitektar evrópskrar samframleiðslu Ýmislegt í umhverfi íslenskrar kvikmyndagerðar hefur breyst á síðastliðnum fimmtán árum. Flestar breytingarn- ar hafa verið jákvæðar þótt smæð markaðarins og skortur á fjármagni standi framförum fyrir þrifum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir talaði við þrjá einstaklinga sem lifa og hrærast í heimi kvikmyndanna. Friðrik Þór Friðriksson, kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri, hefur verið lengur að en flestir á íslenskum kvikmynda- markaði. Hann segir umhverfið sem íslenskir kvikmyndagerðarmenn búa við í dag allt annað en fyrir um fimmtán árum síðan, um það leyti sem kvikmynd hans, Börn náttúrunnar, var tilnefnd til Óskarsverðlauna en hún var einmitt fyrsta íslenska kvikmyndin til að hljóta styrk úr evrópskum kvikmyndasjóði. Fram að þeim tíma tíðkaðist ekki að erlendir meðframleið- endur kæmu að íslenskum myndum. Í dag eru hins vegar allar stærri kvikmyndir „meðframleiddar“. DJÖFLAEYJAN ÓHUGSANDI NÚ TIL DAGS Friðrik segir að aðsókn í kvikmynda- hús hafi dregist saman undanfarin ár og að tekjur af aðsókn að íslenskum myndum hafi minnkað mikið. Hann segir þetta meðal annars stafa af því að íslensku kvikmyndirnar séu nú marg- ar hverjar á ensku. „Eina leiðin til að fjármagna mynd á íslensku er að gera mynd sem gerist í nútímanum. Þetta takmarkar kvikmyndagerðarmanninn mjög mikið. Það er til dæmis óhugsandi fyrir óþekktan leikstjóra að gera mynd á borð við Djöflaeyjuna í dag, mynd sem fékk á sínum tíma góða aðsókn. Það eru ekki peningar til þess að fjár- magna slíkar myndir á íslensku.“ SJÓNVARPIÐ ÆTTI AÐ LEGGJA MEIRA TIL „Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi hefur alla burði til þess að blómstra og hann mun gera það ef ríkið styður við hann, annað hvort með skattaívilnun eða með því að fara þá leið sem Danir fara, að skylda Ríkissjónvarpið og jafnvel einkasjónvarpið líka til að taka þátt í kvikmyndaiðnaðinum af mun meiri myndarskap en í dag.“ Friðrik segir kvikmyndagerðarmenn beinlínis hafa verið að styrkja Ríkissjónvarpið og aðrar sjónvarpsstöðvar með því að sýna myndir sínar hjá þeim. „Þegar Ríkissjónvarpið til að mynda keypti Djöflaeyjuna var það að greiða tíu þús- und krónur fyrir útsendinguna á mín- útuna á meðan það var að framleiða sjónvarpsleikhús sem kostaði 180 þús- und á mínútuna. Verðmæti okkar fram- leiðslu var samt sem áður tuttugu sinnum meira.“ KRÓNAN MARGFALDAST Friðrik segir erlenda aðila skapa meira en sjötíu pró- sent af veltunni á íslensk- um kvikmyndamarkaði. „Ef ríkið leggur eina krónu í kvikmynd fær það fjórar krónur á móti. Ríkið ósköp einfaldlega stórgræðir á því að hlúa vel að kvik- myndaiðnaðinum. Alls staðar í heiminum eru menn búnir að komast að þessu, til dæmis á Írlandi og Englandi, en þar kepp- ast menn við að laða til sín kvikmyndagerð með alls kyns skattaívilnunum og öðru.“ Friðrik segir tólf prósentin sem ríkið endurgreiðir af útlögðum kostn- aði hér á landi gott dæmi um hvernig megi styðja við iðnaðinn. Hann nefnir dæmi um kvikmyndina Bjólfskviðu sem kostaði milljarð í framleiðslu og er öll tekin á Íslandi. „Skattarnir sem sátu eftir í landinu voru marg- falt hærri en sem nemur styrknum sem við fengum. Bara skattar af mat, hóteli, gistingu og slíku skipta tugum milljóna. Svo má ekki gleyma óbeinu tekjunum af því að milljónir munu sjá myndina. Um leið og íslensk mynd er sýnd í sjónvarpi í Þýskalandi hrúgast inn fyrirspurnir um Ísland. Íslensk tónlist sem heyrist í myndinni nær líka til eyrna áhorfenda. Af þessu verða mikil allsherjaráhrif sem erfitt er að mæla beint.“ FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON, KVIKMYNDAFRAMLEIÐANDI OG LEIKSTJÓRI Segir ríkið fá fjórar krónur í kassann við hverja krónu sem það leggur til kvikmynda- iðnaðarins. Kvikmyndaframleiðendur styrkja sjónvarpsstöðvarnar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.