Fréttablaðið - 22.03.2006, Side 28

Fréttablaðið - 22.03.2006, Side 28
MARKAÐURINN S Ö G U H O R N I Ð 22. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Roger Enoksen, orku- og olíumálaráðherra Noregs, sagði á norska þinginu á dögunum að ekki væri hægt að bíða lengur eftir því að fjárfesta í vind- orku. Hefði ríkisstjórnin í bígerð að setja aukinn kraft í nýtingu vinds til raforkuframleiðslu. Enoksen var gagnrýndur fyrir það harðlega á norska þinginu á dögunum að ríkisstjórnin hefði engar áætlanir á takteinum um það hvernig hún ætli að bregðast við aukinni raforkuþörf í fram- tíðinni. „Þeir sem ætla sér að fjárfesta í vindorku hafa enga ástæðu til þess að halda að sér hönd- um,“ sagði Enoksen en á meðal þess sem norsk stjórnvöld hafa í hyggju er að nýta Enova, raforkufyrirtæki sem m.a. er í eigu norska ríkisins, til að leggja grunninn að því að nýta vindorku til raforkufram- leiðslu. Sagði hann vindorkuna vistvænan kost sem muni verða ódýrari kostur en önnur raforku- framleiðsla. - jab Norsk vindorka Norska hugbúnaðarfyrirtæk- ið Opera Software hefur gert samning við GrameenPhone, eitt stærsta farsímafyrirtækið í Bangladess, um notkun Opera Mini vafrans í farsímum fyrirtækisins. GrameenPhone hefur 62 prósenta markaðs- hlutdeild í Bangladess og mun bjóða viðskipta- vinum sínum upp á hala niður staðfærðri útgáfu af vafranum án endurgjalds. Viðskiptavinir GrameenPhone eru 5,5 milljónir tals- ins. Þá kveður samn- ingurinn á um að farsímafyrirtækið muni jafnframt auglýsa vafrann í Bangladess en það er talið víst að muni auka notkun hans til muna. „Við erum mjög ánægðir yfir áhuga farsímafyrirtækja á Opera Mini vafranum,“ sagði Timo Bruns, aðstoðarframkvæmda- stjóri farsímadeildarinnar hjá Opera Software, og bætti við að æ fleiri far- s ímafyrirtæki sæju kosti þess að bjóða við- s k i p t a v i n u m sínum upp á Opera Mini Vegur vafr- ans hefur vaxið mikið en rúm- lega 1,7 milljónir farsímanotenda hafa halað honum niður síðan hann varð aðgengilegur almenningi í janúar á þessu ári. - jab Opera í Bangladess FARSÍMI Margar gerðir far- síma geta notað vafrann frá Opera Software. Hleypt hefur verið af stokkunum nýju fjarskiptafyrirtæki „af næstu kynslóð“ í Bretlandi og Evrópu, en það er fyrir- tækið VoipSmart. Fyrirtækið býður netsímaþjónustu og varð til með sam- runa spænska net- símafyrirtækisins Telecoms Solutions og hóps fjárfesta í Bretlandi og víðar í Evrópu, að því er segir í Communications News. Þar spáir greiningarfyrirtækið Analysys að útgjöld muni aukast vegna netsímafyrirtækja og -þjónustu um sautján prósent á ári næstu fimm árin. VoipSmart segist gera ráð fyrir að velta 100 milljónum evra á sínu fyrsta starfsári. - óká Nýtt fyrirtæki með netsíma VOIPSMART Á NETINU VoipSmart ætlar að bjóða símaþjón- ustu í Evrópu sem byggir á netstöðlum. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Tölvuleikurinn Godfather, um hinn ítalskættaða Don Corleone, kom á markað í Bandaríkjunum í gær. Leikurinn hefur verið lengi í þróun og hefur valdið útgefanda hans, tölvuleikjaframleiðandanum, Electronic Arts (EA), miklum vandræðum. Þegar EA tryggði sér rétt á tölvuleiknum fyrir um þremur árum var búist við að hann myndi slá öll met. Þróun hans hófst fljótlega og léði leikarinn Marlon Brando persónunni Don Corleone, sömu per- sónu og hann lék í samnefndum kvikmyndum, rödd sína. Mikið vatn er runnið til sjávar en leikarinn lést um mitt ár 2004. EA er sagt hafa fram til þessa eytt á bilinu 10 til 20 milljónum Bandaríkjadala í gerð leiksins. Þá hefur gengi hlutabréfa í EA sömuleiðis lækkað nokkuð en í júlí sl. lækkaði gengi fyrirtækisins um 5 prósent þar sem leikurinn kom ekki á markað um sumarið eins og fyrirhugað var. EA tilkynnti í síðasta mánuði að leikurinn kæmi út í lok þessa mánaðar og myndi hann kosta 49,95 dollara út úr búð. Fljótlega sáu forsvarsmenn EA hins vegar að fáir voru tilbúnir til að opna veskið og lækkuðu verðið um tíu dollara. Leikurinn er sagður vera einn af flóknustu leikj- um í framkvæmd til þessa. Þátttakendur færast ekki á milli borða eins og í flestum leikjum heldur geta þeir reynt fyrir sér í hinum ólíku greinum mafíu- heimsins. Þá eru þrenn ólík endalok í leiknum, þ.á.m. ein sem svipa til endis fyrstu kvikmyndarinnar. „Þetta hefur verið mjög erfitt verkefni en okkur hefur tekist að breyta leiknum frá því að vera hefð- bundinn til þess að vera óvenjulegur,“ sagði David De Martini, einn af yfirmönnum teymisins sem þróaði leikinn, í samtali við breska blaðið Financial Times. Leikurinn um Guðföðurinn kemur út í Evrópu á föstudag. Guðfaðirinn veldur Electronic Arts vandræðum Erfiður í þróun en ólíkur hefðbundnum tölvuleikjum. Á sunnudag voru liðin 111 ár síðan fyrsta kvikmyndin var tekin upp. Um var að ræða 45 sekúndna myndskeið sem bræð- urnir Louis og Auguste Lumiére tóku af starfsmönnum Lumiére fjölskylduverksmiðjunnar á heimleið að loknum vinnudegi. Bræðurnir, sem voru rétt rúm- lega þrítugir þegar þeir gerðu myndina, höfðu unnið hjá föður sínum við ljósmyndun og fram- köllun. Fyrirtæki föður þeirra var mjög stórt á þess tíma mæli- kvarða og var á tímabili eitt af stærstu ljósmyndafyrirtækjum í heimi á eftir Kodak. Það mun hafa verið faðir þeirra, Antoine Lumiére, sem sá eina af fyrstu sýningarvélunum í París og heillaðist af hugmyndinni. Vélin, sem samstarfsmaður Thomasar Edisons fann upp, sýndi margar samhangandi ljósmyndir í hring. Ræman með myndunum var ekki löng og birtust þær því aftur eftir skamma stund. Það var hins vegar fjarri að margir gætu notið myndanna því áhorfandi þurfti að horfa ofan í lítið gat til að virða herlegheitin fyrir sér. Svo hrifinn varð Lumiére eldri að hann skipaði sonum sínum að ná myndunum úr kassanum. Þegar faðirinn settist í helgan stein árið 1892 hófust bræðurnir handa við að búa til hreyfimynd- ir. Eitt af mikilvægustu uppfinn- ingum þeirra voru hök í film- unum, sem gerðu það að verk- um að hægt var að rúlla filmu í gegnum sýningarvél á tannhjóli. Fengu þeir einkaleyfi fyrir þessa merkilegu uppfinningu sína, auk tækis sem hægt var að nota jafnt til upptöku og sýninga í febrúar- mánuði 1895. Notuðu þeir sömu vél við upptöku fyrstu myndar- innar, sem var frumsýnd í París 28. desember sama ár. Bræðurnir ferðuðust víða um heim með kvikmyndatökuvélina og tóku upp fjölda mynda svo sem stutta myndskeið af lest sem kemur að lestarstöð. Þegar á leið fannst bræðr- unum sem kvikmyndirnar ættu sér litla framtíð. Svo ómerkileg fannst þeim uppfinningin að þeir sáu ekki tilgang þess að taka kauptilboði Georges Méliés, franska frumkvöðulsins á sviði kvikmyndalistarinnar, og lögðu skóna á hilluna til að snúa sér að þróun litaljósmyndunar. Árið 1903, átta árum eftir að þeir frumsýndu fyrstu kvikmyndina, fengu þeir svo einkaleyfi fyrir ákveðið vinnsluferli á sviði lita- ljósmynda. Það er ljóst að Lumiérebræðurnir höfðu held- ur en ekki rangt fyrir sér hvað framtíð kvikmyndanna varðar en þær hafa lifað góðu lífi síðastlið- in 111 ár. Fyrsta kvikmyndin tekin upp KVIKMYNDATÖKUVÉL INGMARS BERGMAN Vélarnar hafa breyst mikið frá því Lumiére-bræður tóku fyrstu kvik- myndirnar. ÚR TÖLVULEIKNUM Til að gera leikinn sem raunverulegastan léði Marlon Brando persónunni Don Corleone rödd sína.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.