Fréttablaðið - 22.03.2006, Page 44

Fréttablaðið - 22.03.2006, Page 44
Mogginn virðist trúa öllu hinu versta upp á stjórnendur Kaupþings banka. Þannig mátti sjá í Staksteinum fullvissu rit- stjóra blaðsins um að bankinn hefði tekið afstöðu gegn íslensku krónunni. Birti blaðið mynd af Hreiðari Má og aðra af hinum kunna fjárfesti George Soros sem vann það sér til frægðar að fella breska pundið. Innan Kaupþings telja menn saman- burðinn við Soros óverðskuldað- an, en á það hefur verið bent að þótt Hreiðari sé þar að ósekju líkt við Soros teljist þessi konungur spákaupmannanna til fyrrum starfsmanna Kaupþings banka. Soros vann nefnilega á árum áður hjá Singer og Friedlander sem er að fullu í eigu Kaupþings banka. Líkt við fyrrum starfsmann 20 4,7 3/5milljarða verðmæti í bréfum í Exista sem hluthafar KB banka fá í sérstakan arð. milljarða evra lausafjárstaða Landsbanka Íslands. hlutar fulltrúa í stjórn Kögunar sem stjórnendur og stærstu hluthafar tókust á um á aðalfundi. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð K V I T T U N F Y L G I R Á V I N N I N G U R ! B E N S Í N D Í S E L w w w . e g o . i s Ódýrt eldsneyti + ávinningur! Hvar er þitt EGO? RÚÐUVÖKVI loftjafnari& Nýtt! Á öllum EGO-stöðvunum! Ör uggari í a k stri 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Dýr myndi Glitnir allur Boðað hefur verið til hluthafa- fundar í Glitni, eða Íslandsbanka eins og bankinn heitir víst enn. Aðalefni fundarins er tillaga stjórnar um að heiti bankans breytist í Glitni. Um tvo þriðju hluta atkvæða fundarmanna þarf til að breyta samþykkt- um félagsins og verður að telja nokkuð líklegt að svo takist. Fari svo að hluthafar hafni tillögunni væru ófáar milljónirnar foknar út í buskann, enda hefur aug- lýsingaherferð bankans ekki farið framhjá neinum. Þar hefur meðal annars tekist að breyta viðteknum skoðunum í reikningi, börnum til mikillar armæðu. Staksteinar héldu áfram og full- yrtu að ef svo væri að bankar væru að taka stöðu gegn krón- unni væri það almenningur sem borgaði. Nú er það svo að þrátt fyrir að stórir aðilar hafi fært áhættu úr krónunni er núver- andi staða krónunnar langt því frá að vera óeðlileg. Hitt benda menn á að úr því að farið sé að tala um á hverju almenn- ingur tapi og á hverju hann græði, þá hafi fréttir þar sem dregnir voru fram neikvæð- ustu þættir í neikvæðri skýrslu Merrill Lynch valdið hræðslu hjá smáum fjárfestum sem hafi selt sig út af markaðnum, án þess að tilefni lækkunarinnar væri annað en svartsýni rit- stjóra Moggans. Smáir fjárfest- ar ganga líka stundum undir nafninu almenningur. Borgun almennings

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.