Fréttablaðið - 22.03.2006, Side 18

Fréttablaðið - 22.03.2006, Side 18
 22. mars 2006 MIÐVIKUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Skeifan 4 • s. 5881818 betra bragð betri gæði betra verð Allt í tælenska matinn Tilfelli þar sem börn eru hrist til bana eru fleiri en margan grunar, en þó segir ríkissaksóknari Bret- lands að dómarar verði að fara hægar í sakirnar þegar dæmt er í slíkum málum. Ástæðan er sú að stundum eru áverkar svo óljósir að yfirvöld geta haldið vöggudauða vera manndráp. Hvernig deyja þessi börn? Hrist börn, eða það sem nefnt hefur verið á ensku „shaken baby syndrome,“ eru smábörn sem deyja af völdum áverka sem þau hljóta er einhver hristir þau með ofsa. Oft eru þetta við- brögð þeirra sem annast barnið við óstöðvandi grátköstum þess. Hafi barnslík ákveðna áverka rannsaka yfirvöld dauða þess nánar. Heilbrigðis- og dóms- málayfirvöldum ber ekki saman um hvers konar áverkum beri að leita eftir, en oftast er leitað eftir ákveðnum innvortis áverkum sem barnið gæti ekki hafa hlotið við eðlilega meðhöndlun. Það eru meðal annarra heilablæðingar, blæðingar á bak við augu og skemmdir á taugaþráðum í heila. Hvernig er dæmt í þessum málum? Mál þessi eru afar viðkvæm því oft eru það foreldrar barnsins sem eru ákærðir og fátt þykir hryllilegra í þjóðfélagi okkar en móðir sem drepur barn sitt. Á undanförnum árum hafa yfirvöld talið að fyrrnefndir áverkar bendi nær undantekningalaust til þess að barnið hafi verið hrist með slíku offorsi að það hafi látist. En rannsóknir sem hafa staðið yfir síðustu fjögur ár í Bretlandi sýna að sumir þessara áverka geta verið til komnir af allt öðrum ástæðum sem koma ofbeldi ekkert við. Til dæmis getur heila- blæðing orsakast af súrefnisskorti og ástæðan fyrir honum þarf ekki að vera af glæpsamlegum toga, eins og kemur fram í rannsóknum Helenar Whitwell frá Sheffield-háskólanum í Englandi og Jennian Geddes við Konunglega sjúkrahúsið í London. Í janúar 2004 lét ríkissaksóknari Bretlands endurskoða alla dóma sem fallið hafa seinustu 10 árin í málum þar sem talið er að barn undir tveggja ára aldri hafi verið hrist til bana. Það varð til þess að Angela Canning, móðir sem dæmd hafði verið fyrir að hafa drepið tvö börn sín, var sýknuð af báðum ákærum. Synir hennar höfðu látist af vöggudauða. Mál þetta vakti mikla athygli og enn er verið að endur- skoða 88 dóma í Bretlandi. FBL GREINING: SHAKEN BABY SYNDROME Börn oftar hrist til bana en fólk grunar Sala á lóðum í fyrstu búgarðabyggð hér á landi hefst í dag. Lóðirnar eru hugsaðar fyrir fólk sem vill búa í sveit en njóta þjónustu á við þéttbýlinga. Hönnunin á þessari búgarðabyggð á engan sinn líka en svæðinu verður skipt í klasa. Í Kaldaðarnesi, mitt á milli Eyrarbakka og Selfoss, mun rísa á þessu ári rúmlega 600 hektara búgarðabyggð. Þar geta íbúar byggt sér heilsárshús en jafn- framt verið með aðstöðu fyrir hesta eða aðrar skepnur. Einnig eru góðir möguleikar til ræktun- ar en ekki er gert ráð fyrir sum- arhúsum í þessari byggð. Jörundur Gauksson, fram- kvæmdastjóri Búgarðabyggðar, sem hefur umsjón með verkefn- inu, segist vongóður um að kaupendur geti farið að byggja strax í maí á þessu ári. Deili- skipulag hefur verið afgreitt en enn er beðið eftir að umhverfisráðherra staðfesti aðalskipulagið. „Ég hef sett inn auglýsingu til að minna fólk á það að lóðirnar fara í almenna sölu í dag og sím- inn hefur varla stöðvað hjá okkur en fólk hringir unnvörpum og spyr um þetta,“ segir Jörundur. „Það er mikið til fólk um fimm- tugt sem er að velta þessu fyrir sér. Margt af því er af höfuðborg- arsvæðinu en það vill þá komast úr skarkalanum í sveitina, en hér verður tækifæri til að búa í sveit en njóta sömu þjónustu og fólk í þéttbýli nýtur enda höfum við náð samningum við Árborg þess efnis. Til dæmis verður börnum á skólaaldri ekið héðan í sinn skóla í Árborg. Svo hafa náðst samning- ar við hitaveituna um að þjónusta svæðið hér svo menn vanhagar ekki um neitt.“ Lóðunum er skipt í þríhyrn- inga og tígla sem eru á bilinu einn til sex hektarar en sex lóðir verða í sérstökum klasa. Þessir klasar eru sexhyrndir og mun hringtorg vera í þeim miðjum. Stórtækir menn geta því tekið sig til og keypt heilan klasa og hafa því sex lóðir til umráða. „Við höfum það tvennt að leið- arljósi að hafa skilyrðin sem fæst og að hafa engar sameignir á svæðinu,“ segir Jörundur. „Eina skilyrðið er að þarna verði heils- ársbyggð en engir sumarbústað- ir. Að öðru leyti er þetta frjálst. Fyrstur kemur fyrstur fær. Við munum ekkert vasast í því hverj- ir eru að kaupa og hversu margar lóðir þeir kaupa. En hinsvegar bjóðum við væntanlegum kaup- endum uppá 80 prósenta lán til 40 ára svona til að auðvelda mönn- um kaupin.“ Mikil eftirspurn hefur verið eftir jörðum úti á landi og svo virðist sem menn vilji koma upp aðstöðu fyrir hesta eða annari tómstundaaðstöðu næst heimili sínu. Jörundur segir að búgarða- byggðin muni anna þessari eftir- spurn. Sjálfur er hann borinn og barn- fæddur í Kaldaðarnesi þar sem hann er enn búsettur. „Ég fer aldrei héðan og mér þykir það sérlega ljúft að sjá fram á það að fólk geti notið þess að búa hér á þessum fallega stað.“ ■ Fyrsta búgarðabyggðin í sölu BÚGARÐABYGGÐ Í KALDAÐARNESI Búgarðabyggðin verður mitt á milli Eyrabakka og Sel- foss. Hún verður rúmlega 600 hektarar en henni verður skipt í klasa sem samanstanda af sex lóðum sem hver um sig verður á blilinu einn til sex hektarar. KLASI Í BÚGARÐABYGGÐINNI Svona mun einn klasi líta út í búgarðabyggðinni. Sex lóðir eru í einum klasa og svo er hringtorg er í miðjunni. JÖRUNDUR GAUKSSON Í KALDAÐARNESI Þarna verður búgarðabyggðin á æsku- slóðum athfnaskáldsins en Jörundur segist aldrei ætla að flytja úr þessari sveit. MYND/EGILL BJARNASON Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lét hafa eftir sér í Fréttablaðinu í gær að hrista þyrfti verulega upp í for- ystu Framsóknar- flokksins ef flokk- urinn ætlaði ekki hreinlega að deyja. Jakob Hrafnsson er formaður Sambands ungra Framsóknarmanna og bróðir Björns Inga Hrafnssonar, sem skipar efsta sæti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Gæti Framsóknarflokkurinn dáið? Framsóknarflokkurinn verður 90 ára á þessu ára og er flokkur með í kring- um tíu þúsund félagsmenn. Þetta er fjölmennur flokkur þar sem áhersla er lögð á öflugt málefnastarf. Nei, Fram- sóknarflokkurinn getur ekki dáið. Hvar liggja helstu sóknarfæri Fram- sóknarflokksins? Helstu sóknarfæri flokksins núna liggja í Reykjavík. Listi flokksins í Reykjavík er kraftmikill og höfðar sterklega til ungu kynslóðarinnar. Fólki sem starfað hefur innan flokks- ins eru gefin tækifæri á því að bjóða sig fram og starfa ötullega fyrir hönd flokksins í Reykjavík. Ég er sannfærð- ur um að Framsóknarflokkurinn getur náð góðum árangri í kosningunum í vor. SPURT&SVARAÐ STAÐA FRAMSÓKNAR Flokkurinn lifir áfram JAKOB HRAFNSSON, FORMAÐUR SUF > Fjöldi hrossa á Íslandi Svona erum við 1990 2000 2004 71 .6 93 73 .9 95 72 .2 22

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.