Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 22.03.2006, Blaðsíða 32
MARKAÐURINN 22. MARS 2006 MIÐVIKUDAGUR12 Ú T T E K T Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, segir að gróf- lega megi merkja fjóra vendipunkta í þróun kvikmyndaframleiðslu á Íslandi. Fyrst beri að nefna þegar Kvikmyndasjóður var stofnaður árið 1979. Annar vendipunktur hafi orðið í kringum 1985 þegar Hrafninn flýgur var gerð með þátttöku Svía með breiðari fjármögnun en áður þekktist. Árið 1992 þegar Börn náttúr- unnar voru tilnefnd til Óskarsverðlauna vakn- aði fyrst verulegur áhuga fagaðila á íslenskri kvikmyndagerð og því fylgdi frekara samstarf. Fjórði punkturinn var svo samningur sem gerð- ur var árið 1998 milli menntamálaráðuneytis og fjármálaráðuneytis um stefnumörkun til að auka fjárframlög og fjölda kvikmynda á Íslandi. Sá samningur var gerður til fjögurra ára ener útrunninn núna og verið er að vinna í því með menntamála- og fjármálaráðuneyti að fá hann endurnýjaðan sem og samning við Félag kvikmyndagerðarmanna. 378 MILLJÓNIR TIL KVIKMYNDA Í ÁR Miðað við hve miklu er varið til hinna ýmsu lista- og menningargreina er hlutur kvikmynda heldur rýr. „Í fyrra voru 378 milljónir ætlað- ar kvikmyndageiranum sem er ívið minna en fer til dæmis til Þjóðleikhússins eingöngu,“ segir Laufey. Í þeirri upphæð er allt er snýr að kvikmyndamálum. Til dæmis framleiðsla á kvikmyndum, þar með talið heimilda- og stutt- myndum, handritastyrkir, kynningar á íslensk- um myndum í útlöndum og þátttaka í alþjóð- legu starfi. Þetta þykir Laufeyju lítið fjármagn miðað við hvað framleiðendur leggja á móti til íslenskrar menningar, fyrir utan þá landkynn- ingu og þann slagkraft sem verður til við kvik- myndagerð, enda hefur Kvikmyndamiðstöð verið gagnrýnd fyrir að veita ekki hærri styrki í hvert verkefni. Laufey útskýrir það með því að Kvikmyndamiðstöðin hafi sjálf undanfarin ár einungis haft um 170 milljónir árlega sem eru eyrnamerktar beinum framlögum til handa bíómyndum. Færu allir þeir peningar í eina eða tvær myndir dygði það engan veginn til að halda lágmarksstarfsemi til þess að iðnaðurinn, með lágmarksfagþekkingu og -reynslu, fái þrif- ist hér á landi. Eins má nefna lög um 12 prósent endurgreiðslur vegna framleiðslukostnaðar sem til fellur hér á landi. BRANSINN KALLAR Á FJÁRMAGN Kvikmyndagerð er dýr og sérhæfður bransi og mjög háður fjármagni. Þess vegna leita kvikmyndagerðarmenn út fyrir landsteinana eftir því fjármagni sem upp á vantar. Laufey segir íslenska kvikmyndagerðarmenn í raun hafa verið arkitekta að því evrópska samfram- leiðslumódeli sem algengt er í dag. Dæmigert framleiðslumódel hér á landi sé þannig að 25 til 40 prósent kostnaðar er borgaður með inn- lendum styrkjum og restina verður að sækja annars staðar frá. Aðrar þjóðir hafa tekið sér þetta módel til fyrirmyndar. Til að mynda þótti eðlilegt á Norðurlöndunum fyrir tíu árum að ríkið styrkti um 90 prósent af framleiðslu- kostnaði. Nú er það hlutfall komið mun neðar og er kannski í 30 til 40 prósentum eins og hér- lendis. „Munurinn milli landanna er helst sá að erlendir framleiðendur fá breiðari fjármögnun í heimalandi sínu. Kvikmynd í Danmörku sem kostar 150 til 170 milljónir í framleiðslu fær til dæmis um 50 milljónir í styrk úr þarlendum Kvikmyndasjóði. Því til viðbótar fást 30 til 35 milljónir frá sjónvarpsstöð. Þessu er ekki fyrir að fara hér, íslenskir framleiðendur fá kannski 2 til 5 milljónir frá sjónvarpsstöðvunum ef þeir eru heppnir. Hér borga sjónvarpsstöðvarnar langtum minna en þær eru að fá fyrir pening- ana sem þær leggja í framleiðsluna.“ Kynningar erlendis eru veigamikill þáttur í markaðssetningu kvikmynda og Kvikmyndamiðstöð tekur þátt í þeim. Þær nýt- LAUFEY GUÐJÓNSDÓTTIR, FORSTÖÐUMAÐUR KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS Íslenskir kvikmyndaframleiðendur arkitektar evrópskrar samframleiðslu Ýmislegt í umhverfi íslenskrar kvikmyndagerðar hefur breyst á síðastliðnum fimmtán árum. Flestar breytingarn- ar hafa verið jákvæðar þótt smæð markaðarins og skortur á fjármagni standi framförum fyrir þrifum. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir talaði við þrjá einstaklinga sem lifa og hrærast í heimi kvikmyndanna. F R A M L E I Ð S L U S T Y R K I R K V I K M Y N D A S J Ó Ð S 2 0 0 6 Fyrirtæki Titill Leikstjóri/Höfundur Upphæð Kakali Óvinafagnaður Friðrik Þór Friðriksson 72.000.000 Taka Utan þjónustusvæðis Ari Kristinsson 25.000.000 Zik Zak Good Heart Dagur Kári 45.000.000 Storm Virkjunin Björn Br. Björnsson 40.000.000 Saga Film The Journey Home Liv Ullmann 15.000.000 Sögn Mýrin Baltasar Kormákur 45.000.000 Kvikmyndafélag Íslands Astrópía Otto G. Borg / Ævar Grímsson 37.000.000 Umbi Veðramót Guðný Halldórsdóttir 45.000.000 Í fyrra voru 378 milljónir ætlaðar kvikmyndageir- anum, sem er ívið minna en fer til dæmis til Þjóðleikhússins eingöngu ... í þeirri upphæð er allt er snýr að kvikmyndamál- um. Til dæmis framleiðsla á kvikmyndum, handritastyrk- ir, kynningar á íslenskum mynd- um í útlöndum og þátttaka í alþjóð- legu starfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.