Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 22.03.2006, Qupperneq 21
Krónan óhentug | Sigurður Einarsson, stjórnarformaður KB banka, segir krónuna ekki henta bankanum og skoðað verði hvort bankinn verður íslenskur eða evr- ópskur í framtíðinni. Framtíðin opin | Forstjóri Kauphallar Íslands segir ekki útilokað að Kauphöllin sameinist OMX-kauphöllinni í framtíðinni en eins og staðan er núna sé óbreytt starfsemi hagstæðari. Gera tilboð | Actavis sendi króatíska lyfjafyrirtækinu PLIVA óformlegt tilboð um kaup á öllum hlutum félagsins, sem er skráð í London og Króatíu. Tekist á | Á aðalfundi Kögunar áttust tvær fylkingar við um meirihluta, stjórnendalið Kögunar með liðsinni Straums-Burðaráss og tveir stærstu hluthafarnir, Síminn og Exista. Endurheimta traust | Vaxtaálag á skuldabréf bankanna náði hámarki 13. mars og hefur farið lækkandi síðan, sem endurspegl- ar meðal annars jákvæðari tón í skrifum greiningardeilda. Styrk staða | Landsbanki Íslands sendi frá sér upplýsingar um stöðu bankans og áréttaði að lausafjár- staða væri sterk og grunnafkoma hefði sérstaklega batnað frá árinu 2003. Breytt áfallaviðmið | Fjármálaeftirlitið hefur breytt reglum um áfallaviðmið fjármála- stofnana vegna innlendrar hluta- bréfaeignar og stóðust bankarnir settar kröfur í nýju álagsprófi. Íslenskir kvikmyndagerðarmenn Arkitektar að evrópskri samframleiðslu 12-13 Kauphöll Íslands Hugað að útrás og stækkun 22 Kögun Beðið við Símann 10 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 22. mars 2006 – 11. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Gott til síðasta dropa „Þegar greiningardeild Merril Lynch gaf út skýrslu um íslensku bankana þann 7. mars hófst atburðarrás sem stóð í 10 daga og verður ekki líkt við neitt annað en bankaáhlaup (e. bank run),“ segir Ágeir Jónsson, hagfræð- ingur í grein sem hann ritar í Markaðinn í dag. Ásgeir rekur atburðarás að undanförnu þar sem hart var sótt að íslenskum skuldabréfum. Hann gagnrýnir vinnubrögð erlendra greiningardeilda og viðbrögð fjölmiðla við þeim. Hann segir staðreyndavillur greiningardeilda í kjölfar skýrslu Fitch auðleiðréttanlegar með lestri ársreikninga bankanna. „Afleiðingin var sú að óðagot var á góðri leið með að myndast hérlendis þar sem almenningur var farinn að efast um styrkleika bankanna og óttast hrun hérlendis,“ segir Ásgeir í grein sinni. - hh sjá síðu 16. Áhlaup á bankana Fyrrum stjórn Kögunar hafði sett niður á lista nokk- ur erlend hugbúnaðarfyrirtæki, sem félagið hafði áhuga að fjárfesta í, og átti að auka hlutafé fyrirtæk- isins til að fjármagna slík kaup. Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé um allt að 85 milljónir króna að nafnverði, sem hefði gefið félaginu fimm milljarða í kassann, var dregin til baka á aðalfundi í síðustu viku þegar ljóst þótti að hún myndi ekki fá stuðning tveggja þriðju hluta atkvæða. Samkvæmt heimildum var búið að ákveða að semja við Straum-Burðarás um hlutafjáraukning- una á grundvelli tilboða sem hafði verið óskað eftir. Örn Karlsson, stjórnarformaður Kögunar, dró tillöguna til baka eftir að Brynjólfur Bjarnason, for- stjóri Símans, sem er stærsti hluthafinn, benti á að sú heimild til útgáfu nýs hlutafjár sem væri til stað- ar væri nægjanleg. Þar sem núverandi hluthafar áttu ekki að fá forkaupsrétt til kaupa að nýju hlutafé hefði útgáfa þess minnkað eignarhlut Símans og annarra hluthafa. sjá síðu 10 / -eþa Ætluðu sér aukið hlutafé til frekari fyrirtækjakaupa Óli Kristján Ármannsson skrifar Óánægja er innan TM Software með hvernig staðið var að sölunni á 58,7 prósenta hlut í EJS Group, og víðar í upplýsingatæknigeiranum setja menn spurn- ingamerki við hvernig salan fór fram. Straumur- Burðarás fjárfestingabanki hélt utan um söluferlið. Áður en til þess kom að fyrirtækjasamstæðan EJS Group var seld Skýrr var hún í formlegu söluferli hjá Straumi-Burðarási fjárfestingabanka. Seljandi var eignarhaldsfélagið DZ, sem er í eigu Kers og fleiri fjárfesta. Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS Group sunnudaginn 12. síðasta mánaðar. Fimmtudeginum áður voru opnuð í vitna viðurvist tilboð frá TM Software og öðru fyrirtæki. TM Software átti hæsta boð og leit svo á að gengið yrði til samninga í kjölfarið. Friðrik Sigurðsson forstjóri TM Software staðfestir að atburðarás hafi verið með þessum hætti, en segist lítið vilja tjá sig um málið enda ekki hans háttur að vera „í hlutverki spælda mannsins“. Hjá TM Software litu menn svo á að EJS væri í formlegu söluferli sem hefði átt að ljúka með því að tilboð væru opnuð síðdegis 9. september og helstu atriði þeirra lesin upp. Þá hefur Markaðurinn fyrir því heimildir að á föstudeginum 10. hafi borist inn á borð Nýherja upplýsingar um að enn væri hægt koma að tilboðum. Á laugardegi voru svo fulltrúar TM Software boðaðir á fund og greint frá því að tvö önnur tilboð væru komin fram, annað munnlegt. Fyrirtækinu var boðið að ganga til samninga um kaupin gegn því að falla frá ákveðnum fyrirvörum sem gerðir höfðu verið um kaupin, en á það var ekki fallist. Svanbjörn Thoroddsson, forstöðumaður við- skiptaþróunarsviðs Straums-Burðaráss, segir mis- skilning að EJS Group hafi verið í útboðsferli sem loka hefði átt á ákveðnum tímapunkti. „Við vorum með fyrirtækið í sölumeðferð þar sem leitað var tilboða hjá nokkrum aðilum. Tilboð bárust svo ekki öll um leið þótt þannig hafi viljað til að opnuð voru samhliða tilboð sem bárust á sama tíma. Daginn eftir barst svo annað tilboð. Í framhaldinu mátum við tilboðin og seljandi tók því hagstæðasta. Í því ferli var ekkert skrítið eða óeðlilegt,“ segir hann og kveður ekki hafa verið leitað fleiri tilboða eftir að þau fyrstu voru opnuð. HÖFUÐSTÖÐVAR EJS VIÐ GRENSÁSVEG Í REYKJAVÍK Skrifað var undir samninga um kaup Skýrr á EJS snemma í síðasta mánuði, en kaupin gengu svo í gegn um miðjan þennan mánuð að lokinni áreiðanleikakönnun. MARKAÐURINN/ANTON BRINK Óánægja með söluferli EJS Group TM Software taldi sig fá að kaupa EJS eftir opnun tilboða í fyrirtækið. Söluferlið hélt hins vegar áfram og EJS selt Skýrr. Straumur-Burðarás sá um söluna. Hlutabréf í Fiskeldi Eyjafjarðar voru þau hlutabréf sem fóru sjaldnast í gegnum viðskiptakerfi Kauphallar Íslands á síðasta ári, aðeins þrisvar sinnum, og námu heildarviðskiptin alls 145 þúsund krónum. Til samanburðar voru 14.866 viðskipti með hlutabréf í KB banka í fyrra samkvæmt árbók Kauphallarinnar. Veltuhraði hlutabréfa í Fiskeldi Eyjafjarðar, sem segir til um hversu oft heildarhlutafé hlutafélagsins skiptir um hendur á einu ári, var því nánast enginn árið 2005. Aðeins tuttugu viðskipti voru með bréf Sláturfélags Suðurlands í nærri 360 milljóna króna veltu. Veltuhaði hlutafjár var hins vegar 129 prósent, sem var með því hæsta sem þekktist í Kauphöllinni á síðasta ári. 32 viðskipti voru með bréf Fiskmarkaðs Íslands í 115,5 milljóna króna veltu. Veltuhraði hlutafjár var 29 prósent. - eþa Misvinsæl hlutabréf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.