Fréttablaðið - 23.03.2006, Page 39

Fréttablaðið - 23.03.2006, Page 39
FIMMTUDAGUR 23. mars 2006 Edik er sótthreinsandi og lyktareyðandi efni. Ef það er vond lykt af einhverju heima hjá þér er mjög líklegt að edikið hreinsi óþefinn í burtu. Ef vonda lyktin er af einhverju með hörðu yfirborði þarf aðeins að blanda ediki við vatn, bleyta tusk- una í blöndunni og strjúka af hlutnum. Ef vonda lyktin kemur af fötum eða mjúkum hlutum þarf að leggja hlutina í bleyti eða setja smá edik í þvottavélina. Edikið virkar líka vel til að ná burt vondri lykt í dýnum en þá er hellt blöndu af vatni og ediki yfir dýnuna. Ediklyktin hverfur fljótt úr hlutunum sem eru hreinsaðir með því en ekki úr tuskunni sem var notuð og því skal skella henni í þvottavélina eftir notkun. Losnað við óþef Edik eyðir flestum fnyk. Flokkun og endurvinnsla sorps er eitt mikilvægasta skrefið í því að minnka ágang á auðlindir jarðar- innar. Þar sem sorpflokkun er frekar ný af nálinni hérlendis getur það vafist fyrir fólki að flokka réttan úrgang saman. Á heimasíðu Sorpu, www. sorpa.is, má finna upplýsingar um endurvinnsluflokka og leiðbein- ingar um hvað fer í hvaða flokk og hvernig beri að skila úrgangi til endurvinnslu. Á sama stað eru upplýsingar um hvað verður um úrganginn eftir að honum hefur verið skilað. Flokkum sorpið rétt Endurvinnsluflokkar Sorpu Rusl er ekki bara rusl. Það er lykilatriði að flokka úrgang til endurvinnslu rétt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFAN Úrgangsflokkar Sorpu: Bylgjupappi - fyrirtæki Bylgjupappi - heimili Dagblöð/tímarit Fernur og pappírsumbúðir Filmuplast - fyrirtæki Föt og klæði Garðaúrgangur Gler og postulín Hjólbarðar Húsbúnaður Jarðvegur og steinefni Kertavax Kjötvinnslu- og sláturúrgangur Kælitæki Lyf Málmur Net, kaðlar og troll Plastumbúðir - fyrirtæki Plastumbúðir - heimili Rafeindatæki Skilagjaldsskyldar umbúðir Skrifstofupappír, hvítur afskurður Skór Spilliefni Timbur Trúnaðargögn

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.