Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. ágúst 1978 n sker storm” héldu efnahagskerfi Tékka f járn- greipum hafta, millifærslna og miöstýringar. I menningarmál- um var stefnt aö þvi aö auka frelsi skapandi listamanna, háskólar fengu aö ráöa slnum málum sjálfir, fólk fékk sjálft aö ákveöa hvaöa störf þaö vildi vinnaog ritskoöun átti aö aflétta. Harkaleg gagnrýni Þegár Novotny haföi beöiö lægra hlut fyrir Dubcek kom aö því, aö hann varö einnig aö láta af forsetaembættinu. í staö hang var Ludvig Svoboda kjörinn forseti. Svoboda haföi veriö yfirmaöur hersveita Tékka, sem böröust meö Sovétmönnum. Hann átti aö vera trygging fyrir góöri sambilö viö Sovétríkin þótt landiö færi aörar leiöir en þau i efnahags- málum. A útmánuöum 1968 samþykkti miöstjórn kommúnistafokksins stefnuskrá, sem i reynd var harkaleg gagnrýni á tuttugu ára stjórnkommUnista álandinu. Þar sagöi m.a., aö efnahagsstefnan, sem fylgt haföi veriö, heföi gert aö engu auölindir landsins, bæöi hvaö snerti fólk og náttúrugæöi. Landiö heföi dregist aftur Ur öör- um iönrikjum, ibúöabyggingar væru í ólestri, samgöngukerfiö i molum, vörur og þjónusta léleg, menningarleysi væri rikjandi, lifskjör heföu versnaö og stöönun rikti á flestum sviöum. Bændur og iönverkamenn Tékkóslóvakiu voru sagöir hafa veriö til fyr- irmyndar um langan aldur aö þvi er snerti dugnaö og verklagni, en nú væri öldin önnur: nú væru all- ir áhugalausir og framtakslausir og ynnu aöeins skylduverk sin undir stjórn hugmyndasnauöra og óhæfra verkstjóra. En nú skyldi byggöur upp sósialismi meö manneskjulegum svip. Manneskjulegur sósíalismi Þetta varö slagorö hlákunnar miklu I Tékkóslóvakiu voriö og sumariö 1968: „manneskjulegur sósialismi” varö þaö, sem koma skyldi, lausnin á vanda kerfis- þrælkunar sósialismans i Aust- ur-Evrópu, — manneskjulegur sósialismi er sá arfur, sem evró- kommUnisminn hefur þegiö frá Prag, aö visuillskiljanlegur en þó meöþeim blæ, sem gerir, aö hann nær tilhjartna allra þeirra mörgu vinstri sinna, sem velta fyrir sér vanda ófrelsins sem sifellt viröist vera fylgifiskur sósialsks hag- kerfis. A þessu vori varö beinlinis vakning i landinu. Þaö var eins og ótal skapandi öfl leystust Ur læö- ingi, ritskoöun var i reynd aflétt þótt lög um þaö efni biöu sumars- ins. Skyndilega heyröust þúsund raddir þar, sem áöur var ein skoöun, ein stefna, einn vilji, en | þeir, sem ekki vildu fylgja meö, uröu aö tala undir rós. Franz Kafka, sem bjó I Prag, var upp- götvaöur upp á nýtt af bókmenntamönnum Tékkósló- vakiu, en bækur hans höföu árum saman veriö ófáanlegar I landinu. Sagt hefur veriö, aö Tékkar hafi fundiö sterklega til þess, hve verk Kafka eru sannspá um þaö kerfi, sem rlkjandi var I Tékkóslóvaklu undir stjóm kommúnistanna eftir 1948. SameigiDlegar heræfingar En hvernig tóku Sovétmenn þessari þiöu i nágrannalandinu? Fyrst I staö geröist fátt. Þó var boöaö tíl fundar i Dresden 23. mars 1968,þar sem Tékkar geröu Framhald á bls. 2(9. aðdragandi og áhrif og tilraunir þeirra til aö efla sam- band við vestræn riki, bæöi á sviði viðskipta og menningar, gátu einnig fjarlægt þá öðrum rikjum i Austur-Evrópu. Vafalaust hafa Sovétmenn einnig talið mögulegt, aö vestræn riki reyndu að þrengja sér i það tómarúm, sem myndað- ist ef Tékkar hættu þátttöku i Varsjárbandalaginu, eöa a.m.k. drægju úr þátttöku sinni i sam- eiginlegum vörnum bandalags- ins. Tékkóslóvakiu á greiðar leiö- ir bæði inn i Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu. Hernaöarlega er Tékkóslóvakia þvi Sovétrikjun- um ákaflega mikilvæg, á sama hátt og hún var Þjóðverjum ómetanleg á sinum tima, — enda þótt Bretar skildu þaö ekki til fulls vorið 1938. Fyrst og siöast er þó aöalástæö- an fyrir innrásinni sú, að Sovét- menn og nágrannar Tékka, Pól- verjar og Austur-Þjóðverjar, vildu ekki eiga á hættu, aö gerð væri nein tilraun með „manneskjulegan sósialisma” \! nágrenni við þá. Smithættan frá Framhald á bls. 29- A fundi i Bratislava 3. ágúst 1968 komu leiötogar Varsjárbandalagsrikjanna, aö undanskildum Kúmenum, saman til aö þrýsta á Tékka aö láta af stefnu sinni i efnahags- og menningarmálum. Myndin sýnir leiötogana viö minnismerki um fallna sovéska hermenn. Taliö frá vinstri: Zirkov frá Búlgariu, Svoboda, forseti Tékkóslóvakiu, Bresjnev, formaöur Kommúnistaflokks Sovétrikjanna, Gomulka, flokksforingi i PóIIandi, Walter Ulbricht, flokksleiötogi I Austur-Þýzkalandi og Alexander Dubcek. Nýja kynslóðin 6945 drif á öllum hjólum Nú getum við boðið enn nýja gerð af ZETOR dráttarvél 6945 sem er fjórhjóladrifin Með tollalækkun á fjórhjóladrifnum dráttarvélum getum við nú boðið á hlutfallslega lægra verði en aðrar ZETOR dráttavélar eða á kr. um 3,000.000.- Fyrsta sending væntanleg siðari hluta sumars. Við fáum aðeins afgreitt takmarkað magn á þessu hagkvæma verði og þvi nauðsynlegt að bændur panti sem fyrst. . ZETOR 6945 dráttarvélarnar eru með sama fuilkomna útbún- aðinum og aðrar gerðir af ZETOR dráttarvélum. umboðió: JSTiKK" íslensk-tekkneska verslunarfelagió h.f. Lágmúla 5, Simi 84525. Reykjavik

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.