Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 18

Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 20. ágúst 1978 Viðurkenning fyrir snyrtir Þaö er orðin föst venja aö minnast afmælis Reykjavíkur- borgar, sem er 18. ágúst, meö þeim hætti aö vekja athygli á þvi sem vel hefur veriö gert og er til fyrirmyndar i snyrtimennsku og umgengni borgarbúa. Valin er fegursta gata Reykjavikur, hús ársins og viöurkenning er veitt fyrir frábæra snyrtimennsku stofnunar eöa atvinnufyrirtækis. Nú i ár, sem er 192. afmælisár borgarinnar frá þvi aö hún öðlað- ist kaupstaðaréttindi áriö 1786, ákvaö Umhverfismálaráö Reykjavikur, aö gatan Heiöarbær skyldi hljóta þann heiöur aö vera nefnd fegursta gata Reykjavikur i ár. Veröur nú merki Umhverfis- málaráðs sett upp viö götuna og hún fær aö halda þvi næstu tiu árin ab þvi tilskildu, aö þar hald- ist áfram sami hreinleiki og lauf- skrúö, sem nú setur svip á um- hverfið. — A þessu ári eru tiu ár frá þvi aö fyrsta gatan var valin fegursta gata ársins, en þaö var Safamýri. Aö þessu sinni völdu götuna sem hlýtur fegrunar- skjöldinn i ár þeir Einar Þ. Asgeirsson hönnuöur, Pétur Hannesson deildarstjóri og Hafliöi Jónsson garöyrkjustjóri, og voru þeir tilnefndir af Umhverfismálaráöi. Hús ársins völdu arkitektarnir Hjóbjartur Hróbjartsson og Þór- arinn Þórarinsson, tilnefndir af Arkitektafélagi tslands, og Guö- mundur Sigfússon fulltrúi á skrif- stofu borga(rverkfræðings, tilnefndur af Umhverfismálaráöi. Umhverfismálaráö féllst á tillögu þeirra um aö hús norska sendi- ráösins aö Fjólugötu I7i hafi allt til að bera aö vera valið hús ársins 1978. Öll efnismeðferð á húsi og á lóö er vönduð og smekkleg og fell- ur mjög vel aö gömlu og grónu umhverfi sinu. Hönnuöur hússins er Ulrik Arthúrsson. Gróörastöðin Mörk aö Stjörnu- gróf 8 fær viðurkenningu fyrir mjög ákjósanlega umgengni og útlit, og má segja meö sanni aö fyrirtækið sé alveg I sérflokki hvaö snertir fegrun og umgengni. — Samkvæmt tilmælum Umhverfismálaráös tilnefndu Neytendasamtökin Gunnlaug Pálsson arkitekt, Félag islenskra iönrekenda tilnefndi Magnús Helgason forstjóra og Umhverfis- Hús norska sendiráösins aö Fjólugötu 17 I Reykjavik. Tlmamynd Róbert. TRABANTINN er þekktur á Islandi frá árinu 1963 og eru all- margar Trabant bifreiðar af þeirri árgerð enn i notkun. Ef miðað er við verð, afskriftir og eyðslu er ódýrara að aka Trabant en að fara i strætisvagni. Fólksbilar eða station á verði sem er ótrúlegt i dag. TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ Vonarlandi við Sogaveg — Símar 8-45-10 & 8-45-11 tsw&iir Gróörarstööin Mörk fékk verölaun „fyrir mjög ákjósanlega um gengni.” 11. landsþing Þingiö var haldiö i sambandi viö sýninguna Hafnex-78, sem haldin var í Hafnarfiröi, nánar til tekið i Víöistaðaskóla. Setti forseti þingiö , flutti skýrslusina og lýsti þvi yfir aö hann tækiekki endurkjöri, heföi enda setið f 11 ár i þessum stóli, þvi væri kominn timi til aö nýir menn tækju viö. Þá fann forseti mjög aö rekstri Landssam- bandsins. t.d. heföi teikningum að jólamerkjum verið skilaö i september, en þeir sem áttu aö sjá um útgáfu þeirra komu þeim út á Þorláksmessu viö illan leik. Kennslubók sú i frimerkjasöfn- un,sem mikiövarlagtupp úr aö gefin yröi út kom út á árinu, en var aðeins dreift til tveggja frimerkjaverslana og ekki séö um aö hún væri fáanleg þar aö jafnaöi. Fæst hún þvf aðeins á Akureyri, að önnur frimerkja- verslunin hefir hana þar i um- boössölu sinni. Þessu næst gat forseti þess, aö oft hefði veriö kalt á þessum svo álitna heföartindi i félagsstarfi frimerkjasafnara, en þar sem hann væri enn dkalinn á hjarta, ætlaði hann aö foröa sér ofan af honum, áöur en svo færi. Gætu þeir er nú tækju viö fengiö aö reyna hversu viröulegt sætiö væri og aö uppfylla allar þær skyldur er þvi fylgdu. Hin fyrsta heföi verib að senda sýningar- efni til CAPEX-78 nógu snemma, sem ekki heföi veriö gert. Þessu næst las gjaldkeri reikninga Landssambandsins. Siöan hófust umræður. Var margt rætt um reikningana, en siöan voru bæöi þeir og skýrsla forseta samþykkt samhljóöa. Engir nýir klúbbar gengu inn á þessu þingi. Næst voru svo lagabreyting- ar. Voru samþykktar breyting- ar á 3. 8. og 11. grein og ný 17. grein um frimerkjasýningar. Höfubbreytingarnar voru á 11. grein, þar sem samþykkt var, aö öll stjórnin skyldi aðeins kosin til 1 árs. Þá fóru fram kosningar: Formaöur var kosinn Siguröur P. Gestsson, varaform. Sigfús Gunnarsson, ritari er Hálfdán Helgason og gjaldkeri Páll Asgeirsson. Varamenn i stjórn voru kosnir, Sveinn Jónsson og Þórður Reykdal, en meöstjórn- endur, Sigurður Agústsson, Hartvig Ingólfsson og Jón Aðal- steinn Jónsson. Margt var rætt undir liönum önnur mál, en þar sem þinggerð hefir ekki borist enn, er þetta er ritað, 17/7/1978, erekki hægt aö gera þeim málum skil hér og veröur þaö aö biöa betri tima. Þess má geta aö þingið var haldiö laugardaginn 3. júni þ. á. t þingllok bauð svo fráfarandi forseti, hinn nýkjörna formann velkominn til starfa, en hét hon- um og öörum stjórnarmönnum, að hann myndi fylgjast vel meö störfum, og ekki siður minna á hvaö ógert eöa illa væri gert heklur en hann heföi misk- unnarlaust veriö áminntur um sjálfur. Gæta skyldu menn,og aö þvi, aö ef hlutirnir ættu að komast i framkvæmd, þá yröi aö vinna þá, ekki væri nóg að styðjast viö innantómar sam- þykktir. Og oftast heföi forset- inn sjálfur oröið aö standa aö framkvæmdum hingaö til, nú

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.