Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 29

Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 29
Sunnudagur 20. ágúst 1978 29 O Sá sem grein fyrir stefnu sinni i innan- landsmálum. Austur-bjóöverjar og Pólverjar virtust þó langtum meira uggandi vegna þróunar- innar en ráöamennirnir 1 Kreml. 1 mai'mánuóifóruDubcek og helstu samstarfsmenn hans til fundar i Moskvu. Hann fullvissabi Sovét- menn um, aö kommúnistaflokk- urinn yröi áfram ráöandi afl i landinu og mundi hann berjast gegn andsósialiskum öflum. bá bauöhann Sovétmönnum til sam- eiginlegra heræfinga i Tékkóslóvakiu. beir voru ekki seinir aö þiggja þaö boö og i júni- mánuöi flykktust sovéskir herfor- ingjar til Tékkóslóvakiu til aö undirbúa heræfingarnar. bað sýndi sig siðar, aö þeir höföu not- að timann vel og undirbúiö hernám landsins i smáatriöum. 2000-oröa ávarpið Hópur menntamanna birtí i júnilok ávarp sem kallaö var 2000-oröa ávarpiö. Lýstu þeir þar ugg vegna eftirgjafar gagnvart Sovétrikjum og töldu, aö ekki væri útilokað, aö erlend riki réð- ust inn í landiö. betta ávarp haföi hin verstu áhrif á Sovétstjórnina. bess var krafist aö Dubcek kæmi til Moskvu til viöræöna viö Kremlherrana, og liössafnaður hófst viö landamæri Tékkó- slóvakiu. Varjárbandalagsrikin héldu fund, sem Tékkar sátu ekki. bar var samþykkt yfirlýsing, sem kvað svo aö oröi, að banda- lagsrikin heföu rétt á aö koma bræöraþjóðum til hjálpar, ef hinni sósfalisku skipan væri ógn- að. bessu var auövitaö beint að Tékkum. Fundurinn í Cierna Dagana 29. júli til 1. ágúst var svo haldinn fundur Tékka og Sovétmanna í landamærabænum Cierna. barna voru æðstu menn Sovétrik janna, Brésjnef, Kosygin, Podgorny og Suslov. Dubcek, Svoboda og Cernik forsætisráöherra töluðu máli Tékka. Tékkar biöu úrslita þessa fund- ar með mikilli óþreyju. Ekkertsi- aðist út af þvi, sem fram fór. Fundurinn var haldinn i rúss- neskum járnbrautarvagni, innan landamæra Tékkóslóvakiu. Á kvöldin ók lestin inn i Sovétrikin, bannig aö Kremlherrarnir sváfu jafnan á sovésku landi. Loks linnti taugaspennunni, og Dubcek tilkynnti, að Tékkóslóvakía mundi alls ekki ganga úr Varsjárbandalaginu, en neföi á hinn bóginn fengið frjáls- ar hendur til aö halda sinu fram innanlands. Eftir annan fund i Bratislava nokkrum dögum sið- ar, var sagt, að allur misskilning- ur væri nú úr sögunni. Allt virtist falliði ljúfa löö. En nokkrum dög- um siðar, aðfaranótt 21. ágúst, hélt 600.000 manna her frá Sovét- rikjunum, Póllandi, Aust- ur-býskalandi, Ungverjalandi og Búlgariu inn i Tékkóslóvakiu. Fimm ríki ráðast inn í landið Um kvöldið 20. ágúst var mið- nefnd kom múnistaflokksins á fundi. Tuttugu minútum fyrir miðnættí var Cernik forsætisráö- herra kallaöur i simann. Hann kom aftur eftir stutta stund og sagöi: „Hersveitirfimm Varsjár- bandalagsrikja hafa fariö yfir landamærin og eru aö hernema landiö”. Fregnin kom eins og þruma úr heiðskiru lofti. Dubcek var sýni- lega úr jafnvægi. Hann dró upp bréf, sem hann haföi fengið frá Brésnjef nóttina áöur, en ekki sagt neinum frá. 1 bréfinu stóö, aö flokksforystan i Tékkóslóvakiu heföi ekki staöiö við samkomu- lagiö frá Cierna nad Tisou og Bratislava og leyföi þar aö auki andbyltingaröflum aö hreiöra um sig I landinu. Dubcek bætti við, að honum hefði aldrei getaö komið tíl hugar að slikt og þvilíkt gæti gerst. Ahrif innrásarinnar voru i fyrstu, að tékkneska þjóöin sam- einaðist til þögullar andspyrnu. Taliö er, aö um 1000 manns hafi fallið I átökum tékkneska hersins og innrásarsveitanna. Nú hófst timi ömurleika og angistar, ekki bara i Tékkóslóvakiu, sem enn einu sinni haföi glataö raunveru- legu sjálfstæöi sinu. brjátiu árum eftir aö henni var fórnaö á skák- boröi Evrópuveldanna, var hún nú fórnarlamb valdatafls stór- veldanna. Dubcek var enn um sinn formaöur kommúnistaflokksins, en i april 1969 tók Gustav Husak viö embætti hans og hefur veriö helstí ráöamaöur landsins siöan. Dubcek var skipaöur sendiherra i Tyrkiandi, en siðar fluttist hann heim og starfar nú viö skógar- vörslu aö þvi er næst veröur kom- ist. Hér hefur I örstuttu máli veriö skýrtfrá nokkrum atriöum varö- andi innrás Varsjárbandalags- rikjanna I Tékkóslóvakiu i ágúst 1968.1 annarrigrein er sagt nánar frá ástæöum fyrir innrásinni og afleiöingum hennar. O Guðrún hefur i raun tekist nær fullkom- lega aö framfylgja þessari stefnu. Viö skulum alla vega fylgjast ná- kvæmlega meö viöbrögöum NATO-herranna i sambandi viö þann sögulega atburö, að sósial- ista hefur nú verið faliö aö mynda rikisstjórn, en þaö hefur ekki áö- ur gerst I sögu NATO. O Margrét áhrif innrásarinnar i Tékkó- slóvakiu. Hvaö varöar áhrifin annars staöar,legg ég mest upp úr þeim hræringum, sem oröiöhafa meðal evrópskra sósialista á undanförn- um árum, ekki sist vegna þeirra áhrifa sem þær kunna aftur aö hafa, þegar fram liöa stundir, I rikjum Austur-Evrópu m.a. á af- stööu þeirra gagnvart Sovét- rlkjunum. bær eiga sér auövitaö mun lengri aödraganda, en inn- rásin varö sannarlega vatn á myllu þeirra, sem vildu losna viö tangarhald Sovétmanna á kommúnistaflokkunum I Evrópu. Við þetta bættist svo stefna Italskra kommúnista, en án efa hefur það orðið þeim mjög til framdráttar, hve einarölega þeir hafa staðið við sina upphaflegu gagnrýni á innrásina i Tékkó- slóvakiu og núverandi stjórn landsins. 2. Ég tel vafalaust að innrásin hafi haft áhrif hér á Islandi sem annars staðar i Evrópu. Mér er minnisstætt hve mörgum frjáls- lyndum vinstri mönnum var illa brugðið við innrásina. Menn höfðu fylgst með þvi, sem var að gerast i Tékkóslóvakiu, af mikl- um áhuga, og blómaskeiöið þar hafði eflt þá trú, að unnt væri að skapa sósialistiskt þjóðfélag jafn- réttis og réttlætis, sem leyfði and- legtfrelsi, opinskáar menningar- og stjórnmálaumræður og heil- brigða gagnrýni. Innrásin var þessu fólki áfall og olli miklum biturleika I garð Kremlverja. A sjálfu stjórnmálasviöinu hafa áhrifin kannski komiö hvað ljós- ast fram i aukinni áherslu Al- þýðubandalagsins á sjálfstæði sitt gagnvart Moskvu og vaxandi áhuga bjóðvlljans á opinskáum umræðum um hugmyndaágrein- ing hinna ýmsu hópa sósialista hér á landi, auk ýtarlegra skrifa blaðsins um þróunina I kommún- istaflokknum á ítalíu og annars staðar i Evrópu, nú síðast i spánska flokknum eftir vinslit Carillos og Moskvu. Sennilega hefur innrásin lika átt sinn þátt i að efla stuðning við aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu og dvöl bandariska herliðsins hér. 3. Hvað siöustu spurninguna áhrærir er ljóst, aö stórveldin, sem að okkur snúa, sitt úr hvorri áttinni, eru búin þvillkum vig- vélabúnaöi, aö þau gætu hvenær, sem væri, sett hvaða riki, sem er, stólinn fyrir dyrnar, ef þaö færi aö fylgja stefnu, sem annað hvort stórveldanna teldi beinlinis hættulega hagsmunum slnum. Spurningin er aðeins hversu langt þau væru ráðubúin aö ganga. Sovétmenn hafa þegar oftar en einu sinni sýnt á sér klærnar — enda velta menn þvi fyrir sér mjög alvarlega hvað gerist, þeg- ar menn eins og Tito og Kekkonen falla frá, þvi ekki er vist aö arf- takarþeirraveröi þeim jafnokar i hinni pólitisku jafnvægislist. Bandarikjamenn hafa haldiö öðru visi ámálum gagnvart Vest- ur-Evrópurikjum, tekiö á þeim með silkihönskum, enda land- fræöileg afstaöa og eöli sam- skipta þeirra önnur en milli Rússa og Austur-Evrópurikj- anna. Hins vegar er ekki ástæöa til aö loka augunum fyrir þeim yfirlýsingum, sem bandariskir ráöamenn hafa látiö frá sér fara vegna hugsanlegra myndana kommúnlskra rikisstjórna i NATO rikjum og ekki skyldu menn gleyma ýmsum „glorium” þeirra i rómönsku Ameriku, svo sem Guatemala, Chile, Svinaflóa- ævintýrinu og þess háttar. baö hefur oft verið sagt aö Bandarikjamenn og Rússar hafi gert meö sér þegjandi samkomu- lag um varanlega skiptingu Evrópu. Vesturveldunum var á sinum tima legiö mjög á hálsi fyr- ir aö styöja ekki upprefenarmenn I Ungverjalandi — og aftur fýrir aögeröaleysiö gagnvart Tékkó- slóvakiu. Nú hefur Brésnjef, aö mér skilst nýlega, lýst þvi yfir aö Lyndon Johnson hafi lofað sér þvi að halda að sér höndum meöan Varsjárbandalagiötraðkaöi niður blómin i Tékkóslóvakíu. Vel gæti það verið, enda þóttsú stáðreynd, að þessi staðhæfing kemur fram fyrst nú, geri hana heldur tor- tryggilega og bendi jafnvel til þess aö hún sé varnarleikur vegna vaxandi gagnrýni á Sovét- menn sjálfa. Hins vegarermann- kynssaganeinnsamfelldur annáll hrossakaupa stórþjóða með smá- þjóöir og engin ástæöa til aö ætla að slikt háttalag sé úr sögunni. ^ 86-300 O Matthlas ræöisrikjunum er nauösynlegt aö vera vel á veröi og efla öryggi sitt. baö er ekki sist ihugunarefni fyrirokkur, sem búum I lýöræöfe- riki, aöáttaokkurá þvi, aö Rúss- ar telja sig hafa heimiíd tíl inn- rásar í þau riki, þar sem marxist- ar hafa stjórnarforystu, ef þeim býöur svo viö aö horfa. Marxist- isk st jórnarforysta á Islandi gæti þvi gefiö Kremlverjum ástæöu til freklegri afskipta af innanlands- málurn Islands en veriö hefur. Menn skyldu gera sér grein fyrir þessari hættu —og hafa hana ekki I flimtingum. 2. Já, innrásin I Tékkóslóvakiu haföi ekki sist áhrif á æskuna, sem þekkti litið sem ekkert til stalinismans. Nú fékk hún staö- festingu á þvi, að „moggalygin” var sannleikur, þrátt fyrir allt. En einræðisseggir geta þvi miöur skákað I þvi' skjólinu, að fólk er fljótt að gleyma, ekki sist ungt fólk eins og sjá má á þvi, aö eftir innrásina i Tékkóslóvakiu varö vinstrisveifla e.k. tiskufyrirbrigöi i lýöræöisrikjunum. Hver skilur slikar mótsagnir? Égsegi eins og Magnús Kjartansson, aö ég hef ekki greind til aö skilja ýmis fyrirbæri, sem viö blasa i stjórn- málum nútimans, bæöi hér og er- lendis. Eöa hver getur gefiö skýr- inguá þvi, aöl kjölfar glæpanna i Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu, svo aö ekki sé minnst á upp- ljóstranir Solzhenitsyns og fleiri um Gulagið og baráttu hetju- lundaðra andófsmanna, sem hafa sætt ótrúlegustu ofsóknum, flæð- ir vinstri bylgja yfir lýöræöisrik- in, hefur jafnvel náö hingaö eins og allir vita og brotnaö i siðustu kosningum? Að visu vill enginn kannast viö að hann sé beinllnis kommúnistí, hvaöþástallnisti, en skeggið er skylt hökunni, og Al- þýðubandalagið á rætur i Kommúnistaflokki tslands, eins og kunnugt er. En ég er ekki svo óraunsær, aö þaö hvarfli aö mér eitt andartak, aö hörmungarástand í öörum löndum eins og Tékkóslóvakiu skipti sköpum hér á landi, a.m.k. ekki til lengdar. Viö Magnús Kjartansson erum sammála um, aö hvorugur okkar gæti búiö i landi eins og Tékkóslóvakiu, þar sem allt er reyrt I fjötra alræöis- hyggjunnar, en ég veit ekki tíl, aö marxfemi og frjálshyggja hafi átt samleiöí nokkru landi. Ég tel þaö i senn hættulegt og ónauösynlegt, aö felenskir marxistar fái tæki- færi til aösanna, aö þeir séubetri en marxistar í öörum löndum. Og þaö er hlutverk okkar lýöræöfe- sinna (i góöri og gamalli merk- ingu orösins) að reyna eftir megni aö hindra, aö þeir komist til valda á Islandi. Ástandið i Tékkóslóvakiu á erindi við okkur að þvi leyti, aö þaö er viti til varnaöar. 3. Já, þaöhefura.m.k. sýnt sig i A-Evrópu. Éger ekki hræddur viö Bandarfkjamenn I þeim efnum, en viö þurfum aö sjálfsögöu aö halda vöku okkar. Stórveldi er stórveldi, þaö hugsar um eitt: eigin hagsmuni. En hagsmunir okkarog Bandarikjanna hafa far- iö saman, útþenslustefna Sovét- rikjanna hefur séö um þaö. En Bandarikin eru mér engin heilög kýr. bau hafa ekki alltaf staöist freistingar sínar og hafa einatt fylgt fram tækifærissinnaöri stefnu i utanrikfemálum. Island er á áhrifasvæöi þeirra eins og mörg önnur riki. En aö minu viti hafa þau virt fullkomlega sjálf- stæði tslands og staöiö viö gerða samninga. A því augnabliki sem þau gerðu þaö ekki, yröi ég hat- rammur andstæöingur þeirra. En umfram allt verðum viö frjáfe- hyggjumenn aö draga réttar ályktanir af atburðum I landi eins og Tékkóslóvakiu. Massey Feiguson: Nu sem fyrr í fararbroadí MF - Nú sem fyrr í fararbrcxJdi. Nýja 500 línan er enn ein staðfesting þess. Aðbúnaður ökumanns er nánast sem í bíl. Húsið er ein hljóðeinangruð heild, bólstrað í hólf og gólf. Tæknilegur búnaður aukinn og breyttur. Árangur þessa birtist í auknum afköstum. Vélin vinnur verkið. Leitið upplýsinga í kaupfélögunum, eða beint hjá okkur. HjvöiíaJwéiaJv hf SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK- SÍMI 86500 MP Massey Ferguson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.