Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.08.1978, Blaðsíða 14
14 Sunnudagur 20. áeúst 107« í herstöðinni á Thule i Grænlandi safna menn í sjóði, en margur þolír einangrunina ekki vel 100 konur meðal 1400 karla Vi6 setjum okkur fyrir hug- skotssjónir mjög venjulegt kvöld IherstöðinniiThule. lein- um af klúbbunum er leikin fjörug tónlist, en fleiri eru viö barinn en á dansgólfinu. Þa6 eru karlmennirnir, sem sitja þar. Astæöaner bæöi sú aö flest- ar af stúlkunum eyöa fritima sinum á herbergjum sinum og einnig sú aö karlmenn eru i yfir- gnæfandi meirihluta á stööinni. Þar eru 1400 karlar og 100 stúlk- ur og samkvæmt þvi ætti hver stúlknanna aö geta dansaö viö 14 karlmenn á hverju kvöldi. Einhverri stúlku kynni að detta i hug aö þaö sé ekki ama- legt aö mega velja á milli manna, sem allir eru óöir og uppvægir aö dansa viö þær. En þó munu fáir öfunda stúlkurnar, sem þarna búa. Þær hafa ekki alla hópa ameriskra og danskra karlmanna i kringum sig, þvi svo háttar til á Thule, aö margir karlanna eru kynvilltir. En stúlkurnar eru þar eftirsóttar eigi aö siöur. Þær eru stööugt undir álagi. Þaö er glápt á þær og talað um þær. Þær veröa • aö læra þá list aö segja nei á réttum tima og á réttu augna- bliki. 100 stúlkur meðal 14 sinn- um fleiri karlmanna. En það hendir auövitaö oft aö fólk verður ástfangiö þarna. Oft hendir lika aö einhver stúlkn- anna verður vanfær og aö einn dans endi með hamingjusam- legu brúökaupi. Þannig var þaö til dæmis hjá þeim Minnu og Jörgen Thom- sen. Ekki var nóg meö aö þau hittust þarna i herstöðinni. Þau vorueinnig gefin saman þar og þaö haföi ekki hent áöur. Ekki svo aö skilja aö ekta ást og brúökaup séu bannorö á Hiule, heldur vegna þess aö vigsluna geyma flestir, þar til þeir koma heim til Danmerkur, heim til Bandarikjanna, — eöa hvaöa staðmenn annars nefna „heim” á Thule. 1 augum sumra er stöö- in meira „heima,” en nokkur staöur annar. Þeim Minnu og Jörgen þótti aö minnsta kosti ekkert athuga- vert viö þaö aö brúökaup þeirra skyldi standa noröan heim- skautsbaugs. Jörgen,sem er frá Arósum hefur litið á Thule sem heimkynni sitt frá þvi 1971. Hann hitti fyrirkonu sina, þegar hann fór tíl Danmerkur i orlof, áriö 1974. Þau giftust og Jörgen hélt til Thule á ný. Tveimur ár- um seinna var hann skilinn og þannig er margrahögum komiö á Thule. Flestir munu skilja aö hjónabandiö áerfitt uppdráttar, þegar fólk er statt þúsundir kilómetra hvort frá ööru. Að vera á Thule, er ekki nákvæm- lega þaö sama og aö fara i lang- ferö.Slik dvöl er alveg sérstaks eölis og hún er erfiö. — Þetta er einangraö samfélag, sem i senn er afar heillandi og afar óaölaö- andi. Minna, hin nýjakona Jörgens, var aöstoðarkona á sjúkra- heimili í Kaupmannahöfn, þeg- ar hún áriö 1976, ákvaö aö fara til Thule, ásamt samstarfskonu sinni. Þær voru reiöubúnar aö sameinast þeim minnihluta- hópi, sem hinar 100 konur á Thule mynda. Fyrst og fremst ætluöu þær aö þéna peninga. Og sizt af öllu heföi Minnu dreymt um aö hún mundi giftast á Thule. — Dagurinn er fljótari aö liöa núna, þegar viö höfum hvort annaö, segja þau Minna og Jör- gen. En ekki er geröur greinar- munur á giftum og ógiftum. Viö veröum aö láta okkur eitt litiö herbergi nægja, eins og allir aðrir. Viö veröum aö gera okkur almenningsbaö og eldhús aö góöu. Og börn? — Já, ef viö vilj- um eiga börn, veröum viö aö fara heim tíl Danmerkur. En hér getum viö veriö, ef viö vilj- - Nokkrar konur segja frá ævinni í búðunum Þau Jörgen og Minna, sem fyrst uröu til aö gifta sig I stöðinni. Þau standa hér uppi á Dundasfjalli viö Thule-búöirnar. um þéna peninga, sem viö get- um vel komiö i lóg. Viö höfum nýlega keypt okkur sumarhús i Danmörku og þaö heföum viö aldrei getaö, án þeirra skatta- ivilnana, sem Thule býöurupp á. 90.000.00 danskar krónur, takk fyrir. Þessum fyrstu hjónum, sem vigö eru á Thule, (danski yfir- maöurinn viö stöðina fram- kvæmdi vigsluna) finnst einnig sem fritiminnséfljótariaö liöa, þegar tveir eru um aö deila gleöi og sorg. Fritiminn er nefnilega vandamál og þrátt fyrir alla þá tómstundaiöju, sem Thule býöur upp á, enda allt of margir i ofdrykkju. Ekki er dýrt aö lyfta sér upp eina kvöldstund á Thule. Og það eru einkum karlmennirnir, sem falla i freistni, —ef til vill vegna þess hve fátt er um konur. Og konurnar 100 fara ekki varhluta af þessu ástandi, — mennirnir viija ræöa viö þær vandamál sin og langanir og viija gæöa þeim á þeim ódýru viiijföngum, sem þarna bjóöast. Fyrstu stúlkurnar Ekki eru nema þrjú ár frá þvi stúlkurnar fengu aðgang aö is og myrkri herstöðvarinnar i Thule, — og karlmannaheimi hennar. Þetta var kvennaárinu að þakka. Thule, þar sem sólin sést ekki hálft áriö. Thule, sem enginn heföi trúaö aö væri staö- ur þar sem konur og þó einkum danskar, gætu þrifizt. Nú þrem árum siðar kemur i ljós aö flest- ar stúlknanna þrifast meö ágæt- um i stööinni. Aö visu koma upp vandamál, en koma þau ekki upp hvar sem fólk hefst viö? Karlmennirnir segja að stúlkurnar hafi átt þátt i aö koma lifinu i stööinni i eðlilegt horf.Þær taka þátt istörfunum i stöðinni á jafnréttisgrundvelli, eftir þvi sem mögulega er hægt. Nærvera þeirra veldur þvi að andrúmsloftiö er notalegra sé litið fram hjá ýmsum smá leiöindum, sem verða þegar þær með nærveru sinni og vegna kynferöis sins gera andrúms- loftiö siöur notalegt. Ekki eru nema þr jú ár frá þvi er söngkonur meö hljómsveit- um, sem komu i heimsókn, voru einu kvenkynsverurnar, sem fengu leyfi til aö stiga fæti á Thule og þessar stúlkur varö aö vernda meö lifvöröum, frá þvi þegar þær komu og þar til þær fóru. Hverja mi'nútu. Náttúruleg þörf karlmann- anna til ástalifs getur þvi á stundum rænt þá hæfileikanum til þess aö hugsa og haga sér sæmilega. En svo komu konurnar og sér- stakar kvennabúöir voru inn- réttaöar. En nú búa margar kvennanna i karlabúöunum og margir karlmenn i kvenna- búöunum. Þessum eyöilegu búöum, þar sem þaö er undir hugmyndaflugi hvers og eins karls eöa konu komiö, hvort tekst aö gera hina smáu klefa vistlega. Klefarnir standa viö langan og kuldalegan gang, sem minnir á herskála og þar sem jafnan eru einhverjir á ferli og þar sem næstum aldrei eru tækifæri til hins minnsta einka- lifs. Fólki úr ölium áttum er ætl- aö að búa hér saman. Þetta krefst sérstakra sálrænna hæfi- leika. Annaö hvort láta menn sig hafa þetta, — eða menn geta ekki þolað við. Sért þú kvenmaöur á Thule, veröur þú tvimælalaust aö hafa bein i nefinu. Fyrrum dægurlagasöngkona. Bodil Gamberini, man timana tvenna á Thule. Einmanaleiki og áfengi Hér er fjöldi manna, sem ekki getur haft stjórn á sér og fer þvi i hundana, segir Bodil Gamber- ini, sem i ágúst hefur unniö i Thule i tvö ár. — Thule er alls ekki staöur, sem þú ættir aö flýja til, eigir þú við persónuleg vandamál aö glima. Þvert á móti verður fólk aövera vel á sig komiö andlega. Þú getur leyst fjárhagslegan vanda þinn hér, en hafir þú viö persónulegan vanda að etja, mun hann aðeins stækka hér. Ég tel aö þetta sé orsökin fyrir þeim drykkjuskap, sem menn leiðast hér út i. — Þaö er lika of t erfitt aö vera kona hér, þurfi hún ekki á öllum þeim „tilboðum” aö halda, sem hún fær, segir Hanna Henrik- sen. — F'ólk verður einmana á Thule, hafi þaö engan aö tala viö og samneyta dags daglega. Svo eru takmörk fyrir þvi hve lengi er hægt aö hafa félagsskap af karlmönnunum, — fyrr eöa siö- ar taka þeir aö fara fram á eitt- hvaö meira. Viösjáum aö i hvert sinn sem ný stúlka kemur hér, reyna karlmennirnir aö leika á hana, og þar sem hún er ein sins liös og þekkir ekki neinn, er hún vanalega auöveld bráö. Sam- bandkarlaogkvenna á Thule er allt ööru visi en i eðlilegu um- hverfi. Sé maður i tygjum við konu um langt skeið, hlýtur hann að ætlast eitthvað fyrir meö hana. A Thule er litið öðr- um augum á málið. Hér er það oft svo að fólk fer aö vera sam- an, aðeins af þvi aö þaö er statt á þessum staö. Þaö kann ekki góöri lukku aö stýra, ef stúlkan veröur ástfangin af manninum. Þaö kann aö valda verulegu hugarangri, þegar hann fer heim. Ekki er veruleg hætta á að slitni upp úr samböndum á Thule, að frumkvæöi karlanna, þar sem stúlkur eru svo fáar. Verra er þaö þegar annar hvor aðibnn fer burtu. Karlarnir bjóða upp á einn Já, það er sannarlega tekiö tillit til kvenfólksins. Viö kom- umst alls ekki yfir öll þau boð sem viö fáum, segir Annette Gerding. Ég hef ekki þurft á jafn mörgum siðkjólum aö halda áöur á ævinni sem hér. Stúlkurhér þurfa heldurekki að leggja i margan kostnað. Fari hún út aö dansa eitthvert kvöld- iö, flykkjast karlmennirnir strax utan um hana og bjóða henni ókeypis drykki. En þannig vilja þeir hafa það, þegar konurnar eru svo fáar aö tiltölu. — Samt er Thule miklu vin- gjarnlegri staður fyrir konu aö búa á nú, en þegar ég kom hér fyrst, 1967, segir Bodil Gamber- ini. Þá var hún söngkona og hún hafðiótal sinnum sungið á dans- leikjum i stööinni, áöur en hún kaus að setjast aö á Thule i ágúst 1976, til þess aö losna úr þessu fyrra starfi sinu. — Þá geröu karlmennirnir árás á sviöiö. Mér var fylgt heim til herbergis mins af lög- regluþjóni. Þeirsettu vaktmann viö dyrnar og ef ég þurfti að fara út aö versla, var það einnig i lögreglufylgd. Núer sem betur fer þægilegra og frjálslegra aö vera kona á stöðinni. Og ég hef ekki átt svo erfitt með aö aðlagast að- stæðunum, þvi ég þekkti marga hér, áður en ég kom, segir Bodil. — En fólk ætti ekki aö vera á Thule of lengi. Égdvelhér i þrjú ár, tíi þess aö eignast bankabók, sem talandi er um. Fyrsta barnsfæðingin á Thule Þaö er einmitt bankabókin og f fjöldi mánaða, vikna og daga, þar til heim skal haldið i fri, sem er helsta umræöuefniö á Thule. Einu sinni imánuöi lend- ir áætlunarvélSASá Thule-flug- velli. Þaö er viöburöur, sem hressir upp á hversdagsleikann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.