Tíminn - 23.12.1978, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1978, Blaðsíða 9
Laugardagur 23. desember 1978 9 Fjárlögin afgreidd með ríflegum tekjuafgangi Alþingi samþykkti þá meginstefnu, sem fjármálaráðherra hafði forystu um að móta Viö 3ju umræöu um frumvarp til fjárlaga I fyrrinótt flutti fjármáiaráöherra þá ræöu, sem hér er birt aö hluta, eöa sá kafli hennar, sem ber yfirskriftina Meginstefna fjárlaganna ásamt niöurlagsorðum ræöunnar. Aör- ir hlutar ræðunnar, svo sem um þróun efnahagsmála 1978, rikis- fjármálin 1978, þjóöhagsfor- sendur fjárlagafrumvarps 1979, stefnan I fjárfestingarmálum og fjárlögin 1979, veröa aö biöa birtingár um sinn, vegna álags efnis viö útgáfu þessa tölublaös. Meginstefna anna fjárlag- Þegar núverandi rikisstjórn var mynduö 1. september s.l. blasti viö fjölþættur vandi i efnahags- og atvinnumálum, sem dregist hafði um lengri tima aö leysa. Þessi vandi var fyrst og fremst afleiöing vægöarlausrar kröfugeröar og langvinnrar veröbólgu. Á s.l. hausti var nauðsynlegt aö gripa til skjótra ráðstafana til aö tryggja áframhaldandi rekstur atvinnuveganna, at- vinnuöryggi og friö á vinnu- markaði. Þessar fyrstu aögeröir rikis- stjórnarinnar á sviöi efnahags- og kjaramála eiga aö veita svig- rúm til aö hrinda I framkvæmd nýrri efnaha gs s tef nu . Afgreiðsla þessa fjárlagafrum- varps er eitt af fyrstu skrefun- um fram á við I efnahags- og fjármálum. Þaö verður svo verkefni fyrstu vikna næsta árs að marka aö öðru leyti nýja breytta stefnu i efnahgsmálum til lengri tima. Fyrstu aðgerðir rikisstjórnar- innar fólu I sér tilraun til að rjúfa þann vitahring verðlags- og kauphækkana, sem hagkerf- iö hafði festst I á undanförnum árum. Fariö var inn á þá braut að draga úr verðbólgu með auknum niðurgreiðslum og lækkun óbeinna skatta á nauð- synjum. Rikissjóður tók á sig mikla fjárhagsbyrði og hluta af verðbólguvandanum var breytt I rikisfjármálavanda. Þaö er m.a. þessi vandi, ásamt nokkrum óvenjulegum málum, sem kosta rikissjóö stórfé, sem hefir gert afgreiöslu fjárlaganna erfiða, þar sem sú stefna I fjármálum rikisins var mörkuö að vinna upp þann halla, sem stofnaö var til I haust með fyrrnefndum ráöstöfunum rikisstjórnarinnar. Aö minu mati er það forsenda árangurs I viðnámi gegn verðbólgunni að fullur jöfnuöur náist á næsta ári i rikisfjármál- um og auk þess veröi sú skuld sem stofnaö var til I haust greidd að fullu. Frumvarp til fjárlaga var fylgt á þessari stefnu. Enn- fremur var fjárlagafrumvarpið samið með þaö fyrir augum aö þaö myndi aö öðru leyti vinna gegn veröbólgunni, vera hagstjórnartæki I þeirri bar- áttu. Nú hefir tekist samkomulag um aö afgreiða fjárlögin á grundvelli þeirrar stefnu, sem fjárlagafrumvarpið boðaði. Rikisstjórnin og þingflokkar stjórnarliösins hafa skuldbund- ið sig til þess. Höfuöeinkenni þeirrar stefnu felst I eftirfarandi: 1 fyrsta lagi að tekjuafgangur fjárlaganna verður um 6.654,230 m.kr. eða 3,3% af rfkisútgjöld- um. Auk þess hefir rikisstjórnin heimild til að skera rikisút- gjöldin niður um 1 milljarð króna. Er þaö I samræmi við samþykkt, sem gerö var I r.Ikis- stjórninni og er svohljóöandi: „Rikisstjórnin samþykkir að lækka rikisútgjöld á árinu 1979 um allt að 1 milljarð króna til þess aö endanleg framkvæmd fjárlaga verði I samræmi við þau markmið, sem sett eru fram i 1. gr. fjárlagafrum- varps.” Akvarðanir um framkvæmd þessarar samþykktar verði teknar þegar aö loknu jólaleyfi. Ég mun ganga mjög rikt eftir þvi að þessi samþykkt verði framkvæmdog gefa hv. Alþingi skýrslu um það með hverjum hætti það verður gert. Veröi heimildin nýtt aö fullu verður tekjuafgangur rikissjóös 7.654 m.kr. á næsta ári og greiösluaf- gangur 3.486 m.kr. eða 3,8% af rikisútgjöldum. Gangi þessi mál fram með þessum hætti verður unnt að greiða niður samnings- bundnar skuldir rikissjóðs um 7 milljarða kr. og bæta stööu hans við Seðlabankann sem svarar greiösluafgangi. 1 ööru lagi á þessi afgreiðsla aö tryggja hallalausan rekstur rikissjóðs á fyrstu 16 mánuöum stjórnartlma rikisstjórnarinn- ar, sem var þaö markmið, sem sett var I upphafi stjórnartima- bilsins. Greiðsluafgangurinn á næsta ári gengur til þess að greiða upp þá skuld, sem stofnað var til með fyrstu efnahagsaðgerðum rikisstjórnarinnar I haust. 1 þriðja lagi er varið miklum fjárhæðum eða um 19 milljörö- um króna til að greiða niður verðlag á landbúnaöarvörum. Sú ákvörðun að fella niður sölu- skatt af matvörum rýrir tekjur rikissjóðs um 5,0 milljaröa króna. Það verður þvi varið samtals 24,4 milljörðum kr. á næsta ári til þess beinlinis að greiða niður v.erð á brýnustu nauðsynjavörum. Það eru takmörk fyrir þvi hve langt sk-al ganga i niðurgreiðsl- um, þar sem þær skapa gifur- legttekjuöflunarvandamál. Þau mál þarf að skoða betur i sam- hengi við breytta og nýja stefnu i efnahagsmálum. 1 þessu sambandi kemst ég ekki hjá að geta einnig nokkurra óvenjulegra kostnaöarliða 1 fjárlögum. Kostnaður viö greiöslu afborgana og vaxta af framkvæmdum við Kröflu nema 2,4 milljörðum kr. Niðurfelling tolla vegna samn- inga við EFTA og EBE rýra rikistekjurnar um rúma 2 milljaröa og að lokum veröa vaxtagreiðslur rikissjóðs á næsta ári 7 milljarðar kr. Það er dýrt fyrir skattgreiöendur i landinu aö standa undir skulda- söfnun rikissjóös. 1 fjóröa lagi verður mikilla tekna aflaö með beinum skött- um, einkum á tekjuháa aðila I þjóöfélaginu. Þetta er öðrum þræöi gert beinlinis vegna þess að beinu skattarnir ganga ekki inn I visitölugrundvöllinn, eins og kerfið er, og skrúfa því ekki sjálfkrafa upp kaupgjald og verðlag. Með aukinni skatt- heimtu er og dregið úr eftir- spurn og þenslu I efnahagslif- inu. Við þessar hættulegu og óvenjulegu aðstæöur I islensku Fjármálaráðherra, Tómas Arnason I ræðustói á Alþingi — (Timamynd Róbert) efnahagslífi veröur ekki komist hjá að tryggja trausta afkomu rlkissjóðs á næsta ári. Það er þýðingarmikill þáttur nýrrar efnahagsstefnu. 1 fimmta lagi er dregið úr opinberum framkvæmdum samkvæmt fjárlögum, sem nemur um 12% aö magni til á A- hluta og dregið úr framlögum rlkisins til fjárfestingar I at- vinnulífinu. Þetta er gert til að draga úr spennunni I efnahags- málum og til að minnka verðbólguna. Aö lokum verður um að ræða verulegan samdrátt I rekstrar- útgjöldum ríkisins. Hert verður aðhald aö þvi er varöar nýjar stöður I kerfinu og dregið úr kostnaöi eins og framast er unnt. Þannig er fjárlögunum ætlað að vinna gegn verðbólgunni, hægja á veröbólguhjólinu. Þessi afgreiðsla fjárlaganna er þvi liður I þeirri stefnu að vinna gegn hinni háskalegu verðbólgu, sém vegur vægðar- laust aö undirstöðum efnahags- lífs þjóðarinnar. Þaö er ekki vandalaust verk að vinna aö fjárlagagerö við núverandi aðstæður I efnahags- málum. Það er alltof mikil hreyfing og óvissa um framtlð- ina. Eigi að slður hefur tekist samvinna um afgreiðslu sem ég er eftir atvikum ánægöur meö. Lokaorð Herra forseti. Ég vil að lokum nota þetta tækifæri til þess að þakka fjár- veitinganefndarmönnum, og þá sérstaklega formanni nefndar- innar, Geir Gunnarssyni, fyrir mikið og gott starf við gerð þessa fjárlagafrumvarps. Fjár- lagagerðin er alltaf átakaverk og umfangsmikið. 1 þetta sinn uröu stjórnarskiptin og efna- hagsaðgeröir I september til þess, að koma þurfti þessu mikla verki frá á skemmri tlma en venja er. Auk þess var nauö- synlegt að gera margháttaðar breytingar á sköttum og fjár- málalöggjöf, oghefur þetta gert kollhriðina alveg sérstaklega stranga og bar þar raunar fleira til. En fram úr þessu öllu hefúr veriðf arsællega ráðið þannig að fjárlögin geta oröið undirstaðan að bættri og breyttri efnahags- stefnu. HOTEL LOFTLEIÐIR BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: HÓTEL LOFTLEIÐIR HÓTEL ESJA BLÓMASALUR VEITINGABÚÐ SUNDLAUG ESJUBERG SKÁLAFELL Þorláksmessa 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 08:00-22:00 12:00-14:30 19:00-01:00 Aðfangadagur 12:00-14:30 18:00-20:00 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Jóladagur 12:00-14:30 19:00-21:00 09:00-16:00 15:00-17:00 LOKAÐ LOKAÐ 2. Jóladagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-20:00 08:00-11:00 16:00-19:30 LOKAÐ 19:00-01:00 Gamlársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 05:00-16:00 08:00-14:00 08:00-14:00 12:00-14:30 Nýjársdagur 12:00-14:30 19:00-22:00 09:00-16:00 10:00-14:00 LOKAÐ LOKAÐ Gistideild Hótel Esju verður lokuð frá hádegi 24. desember til 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar. Gistideild Hótel Loftleiða opin alla daga. Hótel Loftleiðir og Hótel Esja óska öllum viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og farsæls nýárs og þakka ánægjuleg viðskipti. &HOTEL# Vinsamlegastgeymið auglýsinguna. giiiiíííiiiinujifl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.