Tíminn - 23.12.1978, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.12.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 23. desember 1978 13 Byggingu mjólkur- stöðvarinnar á Akureyri miðar vel Byggingu Mjólkurstöðvar- innar viö Súluveg á Akureyri hefur miðaö vel að undanförnu og er nú stöövarhúsiö fullgert aö utan, segir i frétt frá Kaup- félagi Eyfiröinga á Akureyri. Þá er unniö aö þvi aö setja niður mjólkurvinnsluvélar, en aö þvi verki vinna sænskir sérfræöingar auk heima- manna og er stefnt aö þvf aö hægt veröi aö hefja vinnsiu I stööinni einhvern næstu daga. Heildarkostnaður viö bygg- ingu mjólkurstöövarinnar, aö vélum meötöldum,er nú orö- inn um einn milljaröur króna. Er stefnt að þvi aö gera stöö- ina rekstrarhæfa á næsta ári og er þá heildarkostnaður áætlaður 1,5 milljaröur króna. Hins vegar á eftir aö ljúka á siðari stigum vissum þáttum sem frestaö hefur veriö, s.s. byggingu sérstaks starfs- mannahúss og viöbótarvéla- kaupum, og er þvi ekki hægt aö segja til um endanlegan byggingarkostnaö. BÆKUR Perla hugans — Ljóöabók eftir Þorstein 6. Þorsteinsson Út er komin ljóöabókin Perla hugans eftir Þorstein G. Þor- steinsson.Húner 43 blaösíðurog i henni eru 32 ljóö. Eitt þeirra heit- ir Vonbrigöi og er þannig: Hvers vegna geröiröu þetta? sagöi sumariö viö veturinn þegar blómiö dó. Kápumynd og teikningar geröi Arni Elfar, aö undan skildum myndunum á bls. 8 og bls. 16, en þær geröi Alfreö Viggó Sigurjóns- son. Letur fjölritaöi bókina. Fjall í þúfu — eftir Ingimar Erlend Sigurösson Bókaútgáfan Letur hefur gefíö útnýja ljóöabók eftir Ingimar Er- lend Sigurösson, sem ber heitiö FJALL ÍÞCFU. Samtimis kemur út önnur útgáfa af ORT A ÖXI, en súljóðabókkom fyrstút áriö 1973 og hefur veriö ófáanleg allar götur siöan. Hin nýja ljóöabók, FJALL 1 ÞÚFU, er ellefta bMt Ingimars Erlends og sjötta ljóöabókin, en auk ljóöabókanna hafa komiö út eftir Ingimar þjár skáldsögur og tvö söfn stuttra sagna, síðast i fyrra,sagnasafniö GONGUSTAF- VINDSINS. 1 kynningu Bókaútgáfunnar Leturs á hinni nýju ljóöabók FJALLI 1 ÞÚFU segir: „Heiti hinnar nýju ljóðabókar visar til þess viðhorfs, sem fram kemur i ýmsum ljóöum hennar, aö hver maður gegni i lifi sinu þvl hlut- verki aö setja fjall inn I þúfu. Ingimar Erlendur fer ekki frem- ur venju troönar slóöir i skáld- skap. Ljóö bókarinnar eru i senn afar persónulegogsam-mannleg. Meö FJALLI I ÞÚFU hefur ljóö- still Ingimars þróast til enn frek- ari hnitmiöunar en áöur. Ljóöin eru öll, aö meira og minna leyti, i bundnu máli, en jafnframt bera þau aö innihaldi og byggingu ein- kenni hins frjálsa ljóöforms. Meö þessari ljóöabók" hefur Ingimár sameinaö nýtt og gamalt á at- hyglisveröan og persónulegan hátt”. FJALL 1 ÞÚFU er 119 blaösiö- ur, skiptist I sex kafla og inni- heldur 94 ljóö. Kápumynd bókar- innar geröi Sigrid Valtingojer. Ljóöabókin ORT A OXI er 85 blaösiöur og myndskreytt af höf- undi. BUÐIN Skipholti 19, sími 29800.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.