Tíminn - 23.12.1978, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.12.1978, Blaðsíða 11
Laugardagur 23. desember 1978 n Nýtt ættfræðirit: Deildar- tungu- ætt... Út er komiö niðjatal Jdns Þorvaldssonar, bdnda og danne- brogsmanns I Deildartungu i Borgarfirði og konu hans Helgu Hákonardóttur frá Hurðarbaki. Þau hjdn bjuggu i Deildartungu 1789 til 1827. Börn þeirra urðu 15 og komust 11 til aldurs, en 4 ddu i bernsku. Elsti sonur þeirra varð prestur vestur á fjörðum, en hin bjuggu i Borgarfirði. Bókin — en hér er um 2 stór bindi að ræða, röskar 900 blaösið- ur í Royalbroti — er forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Myndir eru margar eða yfir 1800 að tölu og á mörgum þeirra eru heilu fjölskyldurnar, svo liklega eru þarna myndir af hátt á þriðja þásund einstaklingum. Þá er ævisaga Jóns Þorvalds- sonar rakin nokkuð og m.a. sagt frá ástæðum til þess að hann var árið 1825 gerður að dannebrogs- manni, sjaldgæfur heiður fyrir islenskan bónda. Merkilegast er þó án efa niðja- talið, sem er mjög umfangsmikið, vandað og vel upp sett. Þeir ger- ast nú æ fleiri sem hafa áhuga á og ánægju af ættfræði. Þarna er þvi ekki aöeins um bók að ræöa fyrir þá sem eru af Deildartungu- ætt, heldur lika fyrir þá f jölmörgu sem hafa fundið ánægjuna i að raða saman ættfræðiöröum og fá út úr þeim myndir, sem gleðja og veita mikla ánægju. Ari Gislason, kennari á Akranesi og Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjdri hjá Sambandi Isl. samvinnufélaga sömdu bókina og gáfu hana út. Bókin er gefin út I litlu upplagi og afgreidd til áskrifenda og áhugamanna á Ægisiðu 7^, enum söluna sér Ingi- gerður Karlsdóttir, simi 19117. Þessir unnubókina: Teikningar og kápuskreyting: Baltasar, Setning: Oddi h.f.. Umbrot og filmuvinna: Prentþjónustan h.f.. Prentun: Prenttækni. Bókband: Félagsbókbandið h.f. Híð ísienska fornritafélag 50 ára A þessu ári eru höin 50 ár frd þvf Hiðislenska fornritafélag var stofnað. Jón Asbjörnsson, hæsta- réttardómari, var frumkvöðull og forgöngumaður að stofnun fé- lagsins og forseti þess um ára- tuga skeið. Tilgangur félagsins er ,,að láta gera vandaöa útgáfu allra helstu islenskra fornrita og endurnýja hana eftir þörfum”, eins og segir i lögum félagsins. A þessum 50 árum, sem félagiö hefur starfað, hefur þaö gefið út 17 bindi fomrita, 13 bindi Islend- ingasagna, Heimskringlu I þrem- ur bindum og Orkneyinga sögu. Hafa margir fræðimenn lagt hér hönd á plóginn, en útgáfustjóri var prófessor Sigurður Nordal lengst, en siðar prófessor Einar Ólafur Sveinsson. útgáfustjóri nú er dr. Jakob Benediktsson. Enn á -Hiö islenska fornritafé- lag mikið verk óunnið, áöur en lokið sé útgáfu allra helstu forn- rita Islendinga. Nokkurt hlé hefur oröið á útgáfustarfcemi félagsins undanfarin ár, en væntanlega veröur úr þvi bætt á næstu árum. Handrit að þremur bindum kon- ungasagna eru nú langt komin, svo að setning getur hafist á næsta ári. tJtgefendur þessara binda eru prófessor Bjarni Guönason, ólafur Halldórsson, handritafræðingur og dr. Bjarni Einarsson. Siöasta bindi Islend- ingasagna er enn óútgefiö, en að undirbúningi að útgáfu þess hafa unnið prófessor Þórhallur Vilmundarson- og Bjarni Vilhjálmsson, þjóðskjalavöröur. Einnig hefur nú verið hafist handa um ljósprentun fyrri út- gáfu bóka Fornritafélagsins, en flestar þeirra hafa verið ófáan- legar um skeið. Eftirtalin fjögur bindi útgáfunnar eru nú fáanleg: Vestfirðingasögur, Eyrbyggja saga, Grettis saga og Orkneyinga saga. ónnur fimm bindi veröa vænt- anlega fáanleg fljótlega á næsta ári, en það eru: Brennu-Njáls saga, Borgfiröinga sögur, Egils saga, Ljósvetninga saga,- íslend- ingabók og Landnáma. Stefnt veröur að þvi, að öll bindi útgáf- unnar verði fáanleg að nýju ekki síðar en á árinu 1980. Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar hefur haft aöal- umboð fyrir útgáfubækur Hins Islenska fornritafélags frá upp- hafi, en núverandi forseti félags- ins er Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri. Menn í áhrifastöð- um sýni ábyrgð — í afstööu til áfengis Þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu var nýlega haldið i Seykjavik og voru að venju gerð- ar margar samþykktir. I einni þeirra segir: Þing Landssambandsins- gegn áfengisbölinu vekur athygli á eftirfarandi ályktun er samþykkt var á svæðisráðstefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar og annarra fíkniefna um áfengi og önnur fikniefni i ágúst sl.: „Sérstök skylda hvilir á mönn- um i áhrifastöðum i þjóðfélaginu til að sýna fyllstu ábyrgð i afstööu til áfengis og annarra fikniefna”. Þingið itrekar áskorun til opin- berra aðila um að hætta áfengis- veitingum. 542 432 571 3304 322 535 581 Jólagjafir frá öllum í f jölskyldunni á alla f jölskylduna 433 Teg. inniskór Kr. 550 herra 5.600 542 herra 2.250 432 herra 950 571 dömu 1.950 433 dömu 950 535 dömu 2.750 5111 dömu 2.250 5100 dömu 2.250 3304 dömu 3.800 370 dömu 1.500 322 dömu 3.500 368 barna 1.850 "584 barna 1.250 581 (með barna 2.500 tösku ) Fóstsendum um land allt eaa. Austurstræti 10 mi: 27211

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.