Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 01.09.2006, Síða 2
2 1. september 2006 FÖSTUDAGUR SPURNING DAGSINS DÓMSMÁL Þrír stórsmyglarar sem reyndu að smygla inn í landið rúmlega 25 kílóum af fíkniefnum í apríl eru lausir úr haldi. Hæsti- réttur hefur hnekkt úrskurði Hér- aðsdóms Reykjavíkur þess efnis að gæsluvarðhald yfir mönnun- um yrði framlengt til 6. október. Fjórði sakborningurinn í málinu, sem er hollenskur, kærði ekki úrskurð Héraðsdóms og situr því áfram inni. Mennirnir fjórir voru upphaf- lega úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að lögreglan handtók þrjá þeirra þar sem þeir voru að losa það sem þeir töldu vera fíkniefni úr bifreið, sem flutt hafði verið til landsins frá Hollandi í byrjun apríl. Um var að ræða rúm fimm- tán kíló af amfetamíni og rúm- lega tíu kíló af hassi. Lögregla hafði haft eftirlit með bifreiðinni, komið hljóðupptöku og gerviefn- um fyrir í henni og hlerað síma hinna grunuðu. Í greinargerð lög- reglu kemur fram að hljóðritað samtal við bifreiðina á vettvangi bendi eindregið til þess að menn- irnir hafi verið að „móttaka efnin með því að fjarlægja þau úr bif- reiðinni“. Í nýjum úrskurði sínum vísar Hæstiréttur til fyrri úrskurðar þegar gæsluvarðhald yfir fjór- menningunum var framlengt til 25. ágúst. „Var sérstaklega tekið fram í þeim dómi Hæstaréttar að heimild til gæsluvarðhalds ... sé eðli máls samkvæmt háð því að ekki verði óhæfilegur dráttur á rannsókn máls og það síðan rekið með viðhlítandi hraða ... Eins og að framan greinir hefur varnar- aðili þegar sætt gæsluvarðhaldi í um fjóra og hálfan mánuð og verði fallist á kröfu sóknaraðila mun varnaraðili að öllu óbreyttu sæta gæsluvarðhaldi í tæplega hálft ár. Þrátt fyrir að varnaraðili sé undir sterkum grun um aðild að umfangsmiklum innflutningi á fíkniefnum verður samkvæmt gögnum málsins ekki annað ráðið en taka hefði mátt ákvörðun um ákæru á þeim tíma sem ákveðinn var með síðastgreindum dómi Hæstaréttar 17. júlí 2006,“ segir Hæstiréttur. „Út úr þessu má lesa að Hæsti- réttur er farinn að gera meiri kröfur en áður var um rannsóknar- hraða mála,“ segir Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari, en tíðk- ast hefur að sakborningar í stærri sakamálum sitji inni þar til dómur hefur gengið í málum þeirra. „Hæstiréttur virðist nú meta tímamörkin strangar, sem mér finnst nokkuð harðar kröfur því spurningin er hvort rannsóknar- kerfið geti staðið undir slíkri tímapressu. Þessar rannsóknir taka alltaf sinn tíma. Annars er þetta í takt við almenn mannrétt- indasjónarmið.“ jss@frettabladid.is Þrír stórsmyglarar voru leystir úr haldi Þrír menn sem reyndu að smygla til landsins rúmlega 25 kílóum af fíkniefnum hafa verið leystir úr gæsluvarðhaldi að úrskurði Hæstaréttar. Af úrskurðinum má ráða auknar kröfur um rannsóknarhraða mála, segir saksóknari. ÁFRAM INNI Hollendingurinn Johan Handrick kærði gæsluvarðhaldsúrskurðinn ekki til Hæstaréttar. Hann situr því áfram í gæsluvarðhaldi. Þorvaldur, er Trabant ekki nógu hentugur fjölskyldubíll? „Hann er full eldfimur fyrir minn smekk.“ Þorvaldur Gröndal, trommuleikari Trabant, sagði skilið við hljómsveitina á dögunum. Helsta ástæða þess að hann yfirgefur skútuna ku vera sú að hann varð pabbi í janúar síðastliðnum. Hann segir skilnaðinn vera í mesta bróðerni. NOREGUR, AP Málverkin Ópið og Madonna eftir norska snillinginn Edvard Munch eru komin í leit- irnar. Norska lögreglan tilkynnti um fundinn í gær og sagði jafnframt að þau væru í sæmilegu ástandi. „Málverkin komust í okkar hendur síðdegis í dag eftir árangursríka aðgerð lögreglu,“ sagði Iver Stensrud, sem fer fyrir rannókn lögreglu á málinu, á blaðamannafundi í gær. Grímuklæddir byssumenn réðust inn í Munch- safnið í Osló um hábjartan dag fyrir tveimur árum og rændu málverkunum. Síðan hafði ekkert til þeirra spurst þar til í gær, þrátt fyrir að þrír menn hafi verið dæmdir í tengslum við ránið. Höfuðpaur- arnir ganga þó enn lausir. Oslóarborg hafði lofað sem samsvarar 22 millj- ónum króna í fundarlaun, en þau höfðu ekki verið greidd út í gær. Sérfræðingar Munch-safnsins gengu í gær úr skugga um að málverkin væru ófölsuð og reyndist svo vera. Að sögn norska blaðsins Aftenposten er örlítil rifa á öðru þeirra og jaðar á hinu hefur skemmst lítillega. Lögregla telur meistaraverkin hafa verið í Noregi síðan þeim var rænt. Mennirnir sem dæmdir hafa verið í tengslum við málið aðstoðuðu ekki við endurheimtingu mál- verkanna, að sögn Stensrud. - smk Málverk eftir Edvard Munch sem stolið var: Ópið og Madonna fundin MADONNA FUNDIN Málverkin Madonna og Ópið eftir Edvard Munch fundust í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík vill minna foreldra á að útivistar- tími barna og unglinga tekur breytingum í dag, eins og venjan er hinn 1. september. Frá þeim tíma mega tólf ára börn og yngri ekki vera lengur úti en til klukkan átta á kvöldin, í staðinn fyrir klukkan tíu yfir sumartímann. Útivistartími þrettán til sextán ára unglinga skerðist sömuleiðis um tvær klukkustundir, eða frá tólf á miðnætti til tíu á kvöldin. Bregða má út af reglunum fyrir unglingana þegar þeir eru á leið heim frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. - sh Foreldrar fylgist með börnum: Útivistartíminn styttist í dag BÖRNIN INN Börn yngri en tólf ára eiga að vera komin inn klukkan átta. NÝTT! Tómstunda- bækur Fyrir káta krakka SETBERG UMFJÖLLUN Valgerður Sverrisdóttir, utanríkis- ráðherra og fyrrverandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra, staðfestir að hún hafi óskað eftir því að mæta ein í Kastljósþátt Ríkis- sjónvarpsins síðastliðið miðvikudagskvöld. „Mér fannst þetta eðlileg ósk að minni hálfu. Það var sótt hart að mér í þættinum og ég gerði grein fyrir mínum sjónarmiðum. Ég veit að Steingrímur er tapsár maður og nú vill hann leiða athyglina frá málefninu sjálfu,“ sagði Valgerður. Ritstjóri Kastljóss, Þórhallur Gunnarsson, staðfesti í fréttatilkynningu að hann hefði orðið við beiðni Valgerðar en hún óskaði eftir því að mæta ein í Kastljósþáttinn. Þar ræddi Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi við Valgerði um meðferð athugasemda Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í fréttatilkynningu segir Þórhallur þáttastjórnendur hafa reynt árangurslaust fram eftir degi að fá Valgerði til þess að fallast á það að mæta Steingrími í þættinum, en án árangurs. Í opnu bréfi til Páls Magnússonar útvarps- stjóra spyr Steingrímur J. Sigfússon hvort hann telji réttlætanlegt að „sumir stjórn- málamenn geti með þessum hætti skilyrt og stýrt þátttöku sinni í umræðum um þjóðmál á ykkar vettvangi.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri segir í fréttatilkynningu að stóryrt bréf Steingríms, þar sem meðal annars er talað um að „Ríkisútvarpið skuli þjóna valdinu með þessum hætti“, finnist honum „sannast sagna vera broslega verðbólgin notkun á orðum.“ - mh Steingrímur J. Sigfússon var óánægður með að fá ekki að fara í Kastljósið og sendi sjónvarpsstjóra bréf: Kastljósið leyfði Valgerði að tala einni VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Ók inn í Sinfóníuna Töluverðar skemmdir urðu á skrifstof- um Sinfóníuhljómsveitar Íslands við Hagatorg rétt fyrir klukkan fimm í gær þegar körfubíll rakst inn í vesturhorn hússins og reif það niður. Starfsfólki varð ekki meint af atvikinu en var þó mjög brugðið. SRÍ LANKA Íslendingar og Norð- menn taka í dag við öllu starfi SLMM, norrænu eftirlitssveitar- innar á Srí Lanka. Norðmaðurinn Lars Solvberg tekur við forystu sveitarinnar, en hinn sænski Ulf Henricsson lætur af störfum. Þorfinnur Ómarsson, talsmaður SLMM, segir mikið undirbúningsstarf hafa staðið yfir síðustu daga og leyst hafi verið úr mörgum erfiðum málum, Henricsson hafi gengið frá þremur ströngum úrskurðum við litla hrifningu stríðandi fylkinga. „Má því segja að þetta marki nýtt upphaf hjá SLMM og að nýr yfir maður komi að hreinu borði,“ segir Þorfinnur. sjá síðu 12 - kóþ Breytingar á SLMM í dag: Nýtt upphaf eftirlitssveitar Ekið á börn Ekið var á tíu ára dreng og átta ára telpu í umferðinni í Reykjavík í gær. Bæði kenndu þau sér eymsla en reyndust ekki slösuð við rannsókn á Landspítalanum. Þau voru bæði hjólandi. LÖGREGLUFRÉTTIR KANADA Nunnur hafa engan „guðs- blett“ á heilanum, heldur eiga upp- lifanir þeirra, þegar þær fá köllun sína, sér stað á mörgum stöðum í heila þeirra, kemur fram í rann- sókn kanadískra vísindamanna sem fjallað er um á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC. Margir kaþólikkar trúa að nunnur nái sambandi við guð á þrítugsaldri og hafa sumir heit- trúaðir haldið því fram að ákveð- inn hluti heilans sé hannaður til þessa tiltekna sambands. Vísindamennirnir, sem fengu fimmtán nunnur til að segja frá upplifun sinni meðan þeir mældu heilastarfsemi þeirra, segjast hins vegar hafa vísindalega afsannað þá kenningu. - smk Kanadísk rannsókn: Enginn „guðs- blettur“ í heila ÞORFINNUR ÓMARSSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.