Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 52

Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 52
ORÐIÐ Á GÖTUNNI ordid.blog.is MILLJARÐAMÆRINGAR KÝTA? Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, var í viðtali við hið virta fjármálablað Financial Times síðast- liðinn föstudag. Þar er hann m.a. spurður um hvort hann hyggi á fjár- festingar utan Norður- Evrópu. Nei, hann seg- ist ekki geta hugsað sér það. Vill að sögn ekki eyða tíma sínum í stöðug- ar flugferðir fram og aftur. Einhverjir vildu túlka þetta sem skot á fjárfest- inn og þotueigandann Björgólf Thor Björgólfsson, en hann hefur sem kunnugt er fjárfest mikið í Austur-Evrópu og er stöðugt á flugi. SNORRI EÐA SKÚLI? Spennan í stjórnkerfinu um hver verði skipaður ríkisskattstjóri, þegar Indriði Þorláksson lætur af því starfi nú í september, magnast. Tveir eru nefndir til sögunnar sem mögu- legir arftakar. Annars vegar Skúli Eggert Þórðarson skattrannsókn- arstjóri og hins vegar Snorri Olsen tollstjóri í Reykjavík. Veitingavaldið er í höndum Árna Mathiesen fjár- málaráðherra. Það er talið geta komið Snorra til góða að hann er formaður íþróttafélagsins Stjörn- unnar en Garðabær er mikið vígi sjálfstæðismanna sem mun vega þungt í komandi prófkjöri í Kragan- um. Á móti kemur að mikill órói hefur verið hjá tollstjórembættinu í tíð Snorra. Skúli Egg- ert mun hins vegar vera óskakandídat starfsmanna RSK, sem láta vel af sam- starfi við hann. 160 MILLUR FYRIR FRÓÐA? Sem kunnugt er keypti Sigurður G. Guðjónsson, fyrr- verandi forstjóri Norðurljósa, nýlega öll tímarit Fróða og gengur salan í gegn í dag. Með í kaupendahópnum eru Elín G. Ragn- arsdóttir núverandi framkvæmda- stjóri Fróða, Mart- einn Jónasson sölustjóri og Mika- el Torfason fyrr- verandi ritstjóri DV sem verður áfram aðalritstjóri tímarit- anna. Kaupverðið mun samkvæmt heimildum Orðsins á götunni vera tæplega 160 milljónir króna og ljóst að talsvert þarf að efla reksturinn til að standa undir svo háu kaupverði. Það sem vekur hins vegar athygli er að Sigurður G. mun ekki vera búinn að fjármagna kaupin ennþá. Þetta kom meðal annars fram í viðtali við Sigurð á NFS. Venj- an er í fjármögnun svona umfangs- mikilla fyrirtækjakaupa að 30-40 prósent séu greidd með eigið fé og afgangurinn fjármagnaður með lánum. Heimildir herma að hvorugt sé í höfn eins og staðan er núna. Glitnir léttir námsmönnum lífi ð og býður þeim bestu kjörin. Til dæmis bjóðum við aðeins 14,9% vexti af yfi rdráttarlánum v. LÍN.* Kynntu þér málið í útibúum Glitnis, þjónustuveri í síma 440 4000 og á glitnir.is. GLITNIR LAIS KB BANKI SPRON YFIRDRÁTTARLÁN LÍN 14,9 14,95 15,35 14,95 YFIRDRÁTTARLÁN ALMENNT 18,3 18,7 18,35 21,2 INNLÁN 7,8 7,8 7,5 6,95 BETRI VEXTIR Á YFIRDRÆTTI FYRIR NÁMSMENN * MIÐAÐ VIÐ VAXTATÖFLU 21.08.06

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.