Fréttablaðið - 01.09.2006, Side 60

Fréttablaðið - 01.09.2006, Side 60
 1. september 2006 FÖSTUDAGUR16 ... Að 37.257 hlauparar tóku þátt í New York maraþoninu árið 2004 en það er fjölmennasta maraþonhlaup sögunar. ... Að engum hefur tekist að stökkva hærra á stöng en Sergei Bubka frá Úkraínu. Hann stökk hæst 6,15 metra í Donetsk í Úkraínu þann 21. febrúar árið 1993. ... Að Michael Jordan hefði náð hæsta meðalskori allra leikmanna NBA en hann skoraði að meðaltali 30,1 stig í þeim 1072 leikjum sem hann lék í deildinni. ... Að stærsti geimsjónaukinn er Hubble sjónauki NASA. Sjónaukinn er 11 tonn að þyngd og 13,1 metri á lengd. Spegill hans er 240 sentimetr- ar í þvermál. ... Að örlátasti blóðgjafi heims er Maurice Crewswick frá Suður-Afríku en þann 9. júlí 2003 gaf hann sína 336. blóðeiningu sem jafngildir 188,9 lítrum af blóði. ... Að á árunum 1975 til 1978 ýtti Bob Hanley hjólbörum sínum á undan sér er hann gekk þvert yfir heimaland sitt, Ástralíu. Mun þetta vera í fyrsta og eina skipti sem slíkt hefur verið gert. ... Að stærsti þolfimitími sögunnar fór fram á Konunglega Pramane íþrótta- leikvanginum, Sanam Luag í Taílandi árið 2002, en þá gerðu alls 46.824 íþróttakempur þolfimiæfingar. ... Að Ástralinn David Huxley dró 187 tonna Boeing 747 þotu 91 metra en það er þyngsta flugvél sem nokkur maður hefur dregið. ... Að stærsti farsími heims er 2,05 m x 0,83 m x 0,45 m. Líkt og á öðrum símum hægt að senda sms og mms skilaboð úr honum. ... Að Tadao Watanbe og Minoru Mita frá Japan eru elstu núlifandi hjón í heimi en samanlagður aldur þeirra er 204 ár. ... Að minnst spillta ríki heims að mati Transparency International sam- takanna er Finnland. ... Að Maurizio Giuliano frá Ítalíu varð fyrr á þessu ári yngsti maður heims til þess að heimsækja öll 193 fullvalda ríki heims. Þegar hann lauk ferðalaginu var hann 28 ára og 361 dags gamall. ... Að árið 1999 voru sjö af tíu bókum á toppi skoska metsölulist- ans eftir spennusagnahöfundinn Ian Rankin. ... Að heimsmet töframanna í því að eiga heimsmet á David Copperfield en hann á ellefu skráð met í Heims- metabók Guinnes, fleiri en nokkur annar. ... Að söluhæsti tölvuleikur allra tíma er leikurinn Grand Theft Auto: Vice City. ...Að stærsta opinbera bygging heims er Pentagon-byggingin í Washington. Gólfflötur byggingarinnar er 604.000 fermetrar og eru gangar hennar samtals 28 kílómetrar að lengd. VISSIR ÞÚ ... „Ég hæfi helgina með hressilegu djammi á írskum pöbb í slagtogi við hjartaknúsarann Colin Farrell og félaga hans,“ segir Ásbjörg Una Björnsdóttir, hinseginfræðingur og styrktarfulltrúi, um upphaf sinnar draumahelgi og bætir við að Farrell yrði fyrir valinu þar sem hann líti út fyrir að kunna að skemmta sér. Laugardegi verði Ásbjörg með vinkonu sinni Brynhildi í að horfa á og greina kvikmyndirnar Battlefield Earth, Queen of the Damned og Reign of Fire, sem eru allar í sérstöku eftirlæti hjá hinni síðarnefndu. „Um kvöldið flygi ég til Manchester þar sem ég færi út að borða með vinum mínum á indverskan matsölustað að nafni Shandaar, sem staðsettur er á Karrí-mílunni svokölluðu. Fyrir utan að þar sé einstaklega gómsætur matur á boðstólum, færa þjónarnir okkur vinun- um iðulega einhvern ókeypis aukarétt.“ „Ég spilaði síðan Mortal Kombat badminton við vinkonu mína Kathryn í Colorado daginn eftir,“ heldur Ásbjörg áfram. „En í þessari gerð leiksins bregður maður sér í hlutverk einhverrar persónu úr Mortal Kombat tölvuleikn- um. Eftir góðan snúning á vellinum færi ég í göngutúr um Central Park með hundinum mínum, Alfreð Loðmundi, sem gæti skilið og talað mannamál. Þannig gætum við rætt ýmsan misskilning, eins og nag á gleraugum og saurlát í mótmælaskyni.“ -rve DRAUMAHELGIN Út á lífið með Colin Farrell Nafnið á Dyrhóla-ey gæti bent til að um eyju væri að ræða, svo er ekki, eyin er landföst en gengur í sjó fram. Talið er að hún sé mynduð í neðan- sjávargosi og hafi orðið til fyrir u.þ.b. 80 þúsund árum. Dyrhólaey er syðsti oddi lands- ins og mikið fugla- land. Rúmlega 120 metra hár móbergsstapi sem rís þverhníptur úr hafi. Mjór bergrani tengir eyjuna við land og í honum er gatið eða dyrnar sem stapinn ber nafn sitt af. Dyrhólaey var friðlýst árið 1978. STAÐURINN: DYRHÓLAEY ÁSBJÖRG VILL DÝPKA SKILNING- INN MILLI SÍN OG HUNDSINS ALFREÐS.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ECC Skúlagötu 63 – Sími 511 1001 Með fullkominni tölvustýringu og hátækni nuddbúnaði framkallar M-CLASS nuddstóllinn áhrifaríkt nudd frá toppi til táar. Með því að styðja á hnapp á meðfylgjandi fjarstýringu velur þú það nuddkerfi sem þér hentar hverju sinni. Stóllinn nuddar þig líkt og fagmaður þegar þú vilt og þar sem þú vilt. M-CLASS nuddstóllinn er hannaður með þig og þínar þarfir í huga. Við bjóðum þér að koma í nudd í verslun okkar að Skúlagötu 63 til að sannfærast. Heilsunudd þegar þér hentar Kynnum 2007 módelið á sérstöku tilboðsverði!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.