Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 30

Fréttablaðið - 01.09.2006, Page 30
[ ] Foodtaxi.is býður yfir sextíu rétti á heimsendingarmatseðli sínum. Fyrirtækið Foodtaxi.is hóf starf- semi fyrir nokkrum vikum en hefur verið í undirbúningi síðan í janúar. „Við erum Rollsinn í heim- sendingum,“ segir Magnús Garð- arsson sem rekur fyrirtækið ásamt félaga sínum William Sco- bie. Hugmyndin varð til þegar þeir félagar, sem báðir eru kokkar, voru að spá í skyndibita- og matar- menninguna á Íslandi. „Hér var bara hægt að fá pítsur og núðlur sendar heim. Við ákváðum að hrista upp í markaðnum, enda töldum við að það vantaði þjón- ustu eins og þá sem við bjóðum. Við heimsendum eiginlega allt nema pítsur, þú getur fengið salöt, grænmetisrétti, grillaðan kjúkl- ing, fisk, nautasteikur, hamborg- ara, lambasteikur, ofnbakaða rétti og fleira. Við verðum með yfir sextíu rétti á nýjum matseðli sem kemur út í byrjun september,“ segir Magnús á meðan símarnir glymja bak við hann. Það er ekki bara úrvalið á heimsendum mat sem er glæsilegt hjá Foodtaxi.is því eldhúsið er glæsilega útbúið og 200 fermetrar að stærð. „Hér er allt tölvukeyrt, engir miðar. Skilaboðin koma beint frá símasvöruninni upp á skjái hjá okkur. Eftir tvær til þrjár vikur getur fólk svo pantað beint af netinu og maturinn ætti að vera kominn innan 45 mínútna. Allur matur er eldaður á eldi og fluttur í rafhituðum hitatöskum heim til viðskiptavina,“ segir Magnús. Fyrirtækið er með sex bíla núna en er búið að panta tíu til við- bótar til að anna eftirspurn. „Það eru bara ekki til gulir bílar á land- inu. Hér er allt svart og grátt en við erum sólargeislinn í grámyglu- leikanum,“ segir Magnús og vitn- ar til gula litarins sem er allsráð- andi á bílunum og í búningum starfsmanna. „Og við ætlum okkur í útrás með íslenska sólargeislann; höfum fengið einkaleyfisskrán- ingu í tuttugu löndum.“ Vinsælustu réttirnir hjá Food- taxi.is eru Philly Cheese Steak samloka, sem er nautafille með lauk, sveppum, osti og grænmeti annars vegar og hins vegar Bah- ama Mama, sem er grillaður kjúkl- ingur með hrísgrjónum, karríi, salati, osti og ristuðu brauði. Frá opnun hefur Foodtaxi.is fengið góðar viðtökur og Magnús segir fyrirtækið vera að leita að eldhúsi í miðbænum til að þjóna því svæði enn betur. „Það verður vonandi komið í gang eftir mánuð og svo stefnum við á annað í Garðabæ,“ segir Magnús bjart- sýnn. einareli@frettabladid.is Brunað með ljúffenga rétti Eldhúsið er 200 fermetrar og búið nýjustu græjum. Þar er allur matur eldsteiktur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Magnús og William við einn af gulu bílunum, sem Magnús segir sólargeisla í íslenska grámygluleikanum. 5 dl spelt (fínmalað) 1 dl sólblómafræ 1-2 tsk maldon salt (Saltið mulið á milli fingranna, mjög bragðgott salt) 3 tsk vínsteinslyftiduft (ekki hveiti- lyftiduft) 1 dós lífræn hrein jógúrt (eða ab- mjólk) 1-1 1/2 dl soðið vatn. Öllu blandað saman í skál með sleif. Sett í brauðform (u.þ.b. 20 cm) og bakað í korter miðað við 175° í blást- ursofni. Ítalskt paninibrauð úr spelti: Góðum slatta af ítölsku paninikryddi frá Pottagöldrum bætt við uppskrift- ina. Deiginu skipt í tvennt og lagt á pappírinn þannig að úr verði tvö löng brauð. Áður en það er bakað er ólíf- um (grænum eða svörtum) troðið ofan í deigið. Þetta er enn fljótlegra þar sem brauðin eru ekki eins þykk og ef það er aðeins eitt brauð, og því tekur bökunin enn minni tíma. Uppskrift Hörpu Speltbrauð Nýbakað speltbrauð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er hollt og gott að venja sig á að hafa salat með matnum. Gerið salatið meira spennandi með því að bæta osti, hnetum eða vínberjum við. Fólk veltir stundum fyrir sér hvort brauð geymist betur við stofuhita eða í kæli. Með tilliti til örverufræði ætti að geyma brauð í kæli því það spornar við því að myglusveppir nái sér á strik en þeim fjölgar frekar við stofuhita. Með tilliti til gæðaskerðingar er hins vegar betra að geyma brauð við stofuhita. Þá helst mýktin í brauðinu frekar því sterkjan í því breytist með tímanum úr myndlausu í kristalsform og við það harðnar brauðið. Þetta ferli gengur hraðast við ísskápshita en mun hægar við stofuhita. Það er því úr vöndu að ráða með geymslu á brauði. Heimild www. chef.is. Tveir ólíkir kostir við að geyma brauð MISMUNANDI GEYMSLUAÐFERÐIR BRAUÐS. Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is ÚTSALAN HEFST Í DAG! Skeifunni 11d - 108 Reykjavík Reykjavíkurvegur 64 220 Hafnarfir›i www.aman.is 25-6 0% AFS LÁT TUR 25-50 % af sláttu r Útsalan hefst 1. september i i - j í j í i i . .i ! Skeifunni 11d - 108 eykjavík eykjavíkurvegur 64 220 afnarfir›i .a an.is l Útsalan hefst í dag Háteigsvegur 1 105 Reykjavík Sími: 533-1020 www.a a .is Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir tvírétta Okkar róma›a humarsúpa 990 Steiktur skötuselur 3.390 4.390 me› hvítvínssósu Kjúklingabringa 2.950 3.890 ,,a la Italiana“ Lambafillet 3.390 4.390 me› sherrybættri sveppasósu Nautalundir me› Chateubriandsósu 3.700 4.690 Súkkula›ifrau› 790 Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“ ~ ~ ~ ~ ~ Þriggja rétta matseðill Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29 Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.