Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 01.09.2006, Blaðsíða 80
48 1. september 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Síðan Norður-Írland tók þátt í heimsmeistarakeppninni í Mexíkó árið 1986 hefur landsliðið ekki staðið undir væntingum heimamanna. Ef frá er skilinn frækinn 1-0 sigur á Englendingum í fyrra hefur norður-írska lands- liðið ekki náð þeim úrslitum sem sæmir þessari miklu knattspyrnu- þjóð. Eftir 2-1 sigur á Finnum á úti- velli um miðjan ágústmánuð eru væntingar Norður-Íra hins vegar geysimiklar. Alan McDonald, gamla hetjan hjá QPR og fyrrum landsliðsfyrirliði Norður-Íra, segir að landsliðið sé það besta sem hafi komið fram í tólf ár. Hann er nú aðstoðarþjálfari U-21 liðsins. „Við erum að klífa upp styrk- leikalista FIFA sem er alltaf jákvætt og mér finnst að við höfum ekki átt betri hóp leik- manna í langan tíma,“ sagði McDonald við Belfast Telegraph. „Þetta er góð blanda ungra og efni- legra leikmanna á borð við Sammy Clingan og reynslubolta eins og David Healy og Aaron Hughes.“ Healy er langmarkahæsti leik- maður Norður-Íra frá upphafi með 20 mörk og Aaron Hughes er einn fárra landsliðsmanna sem leika í ensku úrvalsdeildinni en hann er á mála hjá Aston Villa. Hughes, sem er núverandi fyrir- liði landsliðsins, er álíka bjartsýnn og forveri sinn. „Sigurinn á Finn- um veitir okkur mikið sjálfstraust. Í síðustu undankeppni náðum við nokkrum mjög góðum úrslitum.“ Fyrir nánast réttum fimm árum lék íslenska landsliðið gegn Norður-Írlandi í Belfast í undan- keppni HM 2002 og mætti kok- hraust til leiks eftir frækinn 3-1 sigur á Tékkum á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að okkar menn hafi ekki riðið feitum hesti frá þeirri viðureign og töpuðu 3-0 eftir átakanlega slaka frammi- stöðu. Ef árangur liðanna frá þeirri viðureign er borinn saman kemur í ljós að staða liðanna er nokkuð svipuð. Bæði lið hafa lagt eina stórþjóð (Ísland - Ítalía 2-0 og Norður-Írland - England 1-0) og náð að stríða nokkrum stórveldum en frægt er markalaust jafntefli Íslands gegn Þýskalandi í undan- keppni EM 2004 og þá náðu Norður-Írar sömu úrslitum á heimavelli gegn Spánverjum í sömu keppni, rétt eins og Íslend- ingum tókst um miðjan ágústmán- uð síðastliðinn. En þar fyrir utan er árangurinn ekkert til að hrópa húrra fyrir. Norður-Írar telja sig þó betur í stakk búna nú fyrir komandi átök en oft áður á meðan Íslendingar fara varlega í sakirnar hvað vænt- ingar snertir eftir hrikalega útreið í síðustu undankeppni. Hughes sagði í viðtali sínu við BBC að hann gerði sér grein fyrir að stuðningsmenn landsliðsins ætluðust til þess að landsliðið ynni leiki eins og gegn Íslendingum á heimavelli. Hann vildi þó ekki taka undir það fullum hálsi. „Til að ná góðum árangri í keppnum sem þessari verðum við að standa okkur vel á heimavelli. Ég veit ekki hvort það á að vera sjálfsagður hlutur að vinna þenn- an leik en okkur finnst að við getum náð úrslitum sem við erum sáttir við. Við verðum að vera full- ir sjálfstrausts án þess að van- meta andstæðinginn.“ Yfirlýst markmið íslenska landsliðsins undanfarin ár og ára- tugi hefur verið að vinna sig upp um styrkleikaflokka en fall liðsins á styrkleikalista FIFA undanfarin ár hefur verið hröð og staða Íslands á þeim lista hefur aldrei verið verri. Sama hvað mönnum finnst um téðan lista segir þetta sína sögu og því er leikurinn nú í Belfast einn mikilvægasti leikur íslenska landsliðsins í mörg ár. Ef íslenska landsliðið ætlar sér að klifra upp metorðastigann á alþjóðlegum vettvangi verður liðið að landa fullu húsi stiga gegn þjóðum sem eru í neðri styrkleika- flokkum en Ísland, þeirra á meðal liði Norður-Íra, ásamt því að stríða „betri“ liðunum. Ef undankeppnin sem nú er að hefjast byrjar á slæmu tapi úti verður mun erfið- ara að yfirstíga aðrar og stærri hindranir. Það væri betra að geta mætt Dönum á Laugardalsvelli í næstu viku án þess að þurfa að vinna upp þau stig sem töpuðust í Belfast. TVEIR GÓÐIR David Healy og Grant McCann fagna marki þess fyrrnefnda í leik Norður-Írlands og Finnlands í síðasta mánuði. NORDIC PHOTOS/AFP Besta landslið Norður-Íra í tólf ár Lawrie Sanchez, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, er maður með háleit markmið. Hann hefur einlæga trú á því að sínir menn hafi það sem til þurfi til að koma liðinu á EM. Hann ætlar að byrja á sigri gegn Íslandi. ÍÞRÓTTALJÓS EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON eirikur.asgeirsson@frettabladid.is FÓTBOLTI Norður-Írar binda miklar vonir við hinn nítján ára gamla sóknarmann Kyle Lafferty, sem verður í liðinu sem mætir Íslandi á morgun. Hann skoraði annað mark Norður-Íra í 2-1 sigurleikn- um á Finnum um miðjan ágúst- mánuð og hann hefur þegar látið til sín taka í ensku 1. deildinni með Burnley. Markið gegn Finnum var hans fyrsta fyrir A- landslið Norður-Íra. „Hann hefur staðið sig frábærlega undanfarið og ég er viss um að Lawrie Sanchez heldur tryggð við hann eftir að hann skoraði gegn Finnlandi,“ sagði Andy Payton í pistli í Lancashire Telegraph í gær. - esá Kyle Lafferty: Næsta stjarna Norður-Íra KYLE LAFFERTY Fagnar hér markinu sem hann skoraði gegn Finnum. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Stuart Elliott, leikmaður Hull City og norður-írska landsliðsins, segir mikla eftir- væntingu ríkja hjá sínum mönnum fyrir leikinn gegn Íslandi á morgun en leikurinn er sá fyrsti hjá báðum liðum í undankeppni EM 2008. „Við sýndum miklar framfarir í síðustu undankeppni og ætlum að halda áfram á sömu braut,“ sagði Elliott. „Andrúmsloftið í hópnum núna er frábært. Það hefur aldrei verið svona gott í minni landslið- stíð og eru allir tilbúnir til að takast á við verkefnið.“ Hann segir riðilinn vera erfiðan. „Spánn, Danmörk, Svíþjóð og Lettland eru með sterk lið og íslenska liðið er alls ekki lélegt en við förum í leikinn á morgun með jákvæðu hugarfari.“ - esá Stuart Elliott: Andrúmsloftið aldrei betra FÓTBOLTI Markvörðurinn Kjartan Sturluson hefur framlengt samning sinn við Landsbanka- deildarlið Vals til ársins 2010 en hann gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið í fyrra. Kjartan lék lengst af með Fylki en tók sér frí frá knattspyrnu árið 2004 þegar hann bjó á Ítalíu. Hann hefur verið aðalmarkvörður Vals sín tvö tímabil hjá félaginu. - esá Kjartan Sturluson: Hjá Val til 2010 FÓTBOLTI Mál Carlos Tevez er hið furðulegasta. Argentínska stórstirnið fór í sumar í verkfall þar sem félagið hans, Corinthi- ans í Brasilíu, vildi ekki selja hann til Evrópu en talið er að mörg stórlið á borð við Chelsea og Manchester United hafi verið á höttunum eftir honum. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Tevez tilkynnti á heimasíðu sinni í gær að hann og Javier Mascherano félagi hans hefðu skrifað undir samning við West Ham. Félagaskiptin voru svo staðfest síðar um daginn. „Tvímenningarnir hafa verið keyptir á óuppgefna upphæð og skrifað undir samning sem bind- ur þá við félagið,“ sagði í til- kynningu en fyrst var búist við að þeir yrðu lánaðir til West Ham í eitt ár. Á meðan fregnirnar voru ekki staðfestar fóru margvíslegar samsæriskenningar á flug. Þær snerust um að eigendur Corinth- ians, fyrirtæki að nafni Media Sports Investment (MSI), hefði ákveðið að gefa tvímenningun- um tækifæri að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni áður en þeir yrðu svo seldir til Chelsea. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, hefur verið sagður eiga 15 prósenta hlut í MSI. Í fyrra hóf MSI yfirtökuvið- ræður við núverandi eigendur West Ham en þeim var hætt eftir að aðilar náðu ekki saman um kaupverð. Þegar Chelsea reyndi að nálg- ast Tevez í sumar var sagt að Corinthians hefði sett 68 millj- óna punda verðmiða á leikmann- inn og því hefði ekkert orðið af kaupunum. Abramovich mun því hafa kosið að frekar en að Manchester United eða annar erkifjandi Chelsea fengju leik- manninn í sínar raðir hefði hann barist fyrir því að fá tvímenn- ingana í West Ham í eitt ár. Tevez sjálfur hefur verið yfir- lýstur stuðningsmaður United og klæðst treyju liðsins bæði á blaðamannafundum og æfingum í Brasilíu. Forráðamenn West Ham voru vitanlega í skýjunum vegna fréttanna. - esá Samsæriskenningar á fleygiferð um félagaskipti Carlos Tevez og Javier Mascherano til West Ham: Hitað upp í West Ham fyrir Chelsea? Knattspyrnukonan knáa Hrefna Huld Jóhannesdóttir lék með KR á miðvikudags- kvöldið þrátt fyrir að aðeins sé liðin sex og hálf vika frá því að hún eignaðist barn. Hrefna Huld eignaðist stúlku 16. júlí sl. ásamt eiginmanni sínum, Adolf Sveinssyni. „Ég var bara fljót að jafna mig, fór að mæta á æfingar aftur og fann að ég var bara klár í þetta,“ sagði Hrefna Huld í sam- tali við Fréttablaðið í gær. „Ég byrjaði að æfa eftir verslunarmannahelgina, þá voru komnar þrjár vikur frá fæðingu.“ „Það hefur bara verið gaman að fylgjast með úr stúkunni í sumar. Ekkert mál að fylgjast með þegar maður veit að maður getur ekki verið með, annað ef maður er meiddur eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Hrefna Huld um það að þurfa að horfa á leikina úr stúkunni í stað þess að spila með liðinu. „Það hefði samt verið skemmtilegra ef það hefði gengið betur hjá liðinu. Stefnan er alltaf sett hærra hjá KR en þriðja sætið í deildinni,“ sagði Hrefna Huld um gengi KR-liðsins í sumar en KR er í þriðja sæti deildarinn- ar með 27 stig þegar einn leikur er eftir. „Heilsan er bara mjög góð og ég hef ekki fundið fyrir neinu þrátt fyrir að byrja svona snemma. Engin meiðsli,“ sagði Hrefna Huld að lokum. Eiginmaður hennar, Adolf Sveinsson, er einnig knattspyrnumaður en hann spilar með Reyni Sandgerði og er markahæsti leikmað- ur 2. deildarinnar, með 13 mörk. Ljóst er að ungu dömuna þeirra ætti ekki að skorta knattspyrnugenin, enda báðir foreldrarnir klókir í íþróttinni. HREFNA HULD JÓHANNESDÓTTIR: SPILAÐI MEÐ KR SEX OG HÁLFRI VIKU EFTIR BARNSBURÐ Ekkert mál að byrja svona snemma > Birgir Leifur undir pari Þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Heiðar Davíð Bragason hófu leik í gær á Wäxholm- mótinu í Svíþjóð en mótið er liður í Áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur byrjaði illa á fyrri hlutan- um en náði sér svo vel á strik á seinni níu holunum þar sem hann fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holunum. Hann lauk keppni á einu höggi undir pari. Var hann í 45.-70. sæti en Heiðar Davíð var öllu neðar. Hann var í 139.-141. sæti af 143 keppendum á fimm höggum yfir pari. Fékk hann tvo fugla, fimm skolla og einn skramba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.