Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 8
 Hvað var Boris Jeltsín, fyrrverandi Rússlandsforseti, gamall þegar hann lést? Hver er forsætisráðherra Ísraels? Hvaða tvö fyrirtæki hafa samið um orkusölu til fyrirhug- aðs álvers í Helguvík? 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Abdullah Gul, utan- ríkisráðherra Tyrklands, verður að öllum líkindum næsti forseti landsins. Í gær skýrði Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra frá því að Gul yrði forsetaefni stjórnarflokksins, sem hefur lagt áherslu á að efla veg íslamstrúar í landinu. „Enginn vafi leikur á því að endanleg ákvörðun liggur hjá þinginu,“ sagði Erdogan, en þar sem stjórnarflokkur hans er með öruggan meirihluta á þjóðþingi landsins þykir nokkuð ljóst að Gul verður fyrir valinu. Sjö ára kjörtímabil núverandi forseta, Ahmet Necdet Sezer, rennur út 16. maí næstkomandi. Sezer hefur staðið vörð um hina veraldlegu stjórnskipan Tyrk- lands, þar sem trúmálum er hald- ið algerlega aðskildum frá stjórn- málum. Gul sagðist í gær einnig ætla að virða hinar veraldlegu hefðir landsins, yrði hann kosinn for- seti. Yfirmenn í hernum hafa sagst andvígir því að ráðamaður í hinum íslamska flokki Erdogans setjist á forsetastól, því hætta sé á að hann taki höndum saman við Erdogan um að rjúfa þessa gömlu hefð. Fjölmennir mótmælafundir hafa einnig verið haldnir á síð- ustu vikum til að sýna fram á and- stöðu almennings við að íslams- trú verði ráðandi afl í stjórnkerfi landsins. Segist virða veraldlega hefð Hjón sem fengu úthlutað einbýlishúsalóð við Fróðaþing í Kópavogi krefjast skaðabóta úr bæjarsjóði vegna tafa sem þau segja hafa orðið á framkvæmdum. Hjónin segja níu mánaða tafir hafa orðið vegna þess að ekki hafi verið staðið eðlilega að grenndarkynningu í fyrrasumar. Stöðvun fram- kvæmda í framhaldi af því hafi sett allt skipulag úr skorðum. „Við höfum nú þegar lagt mikinn pening í lóðina. Það fjármagn liggur nú bundið án ávöxtunar þar sem við höfum ekki getað haldið áfram,“ segir í bréfi hjónanna til Kópavogsbæjar. Þau segjast „íhuga málsókn af fullri alvöru“ semjist ekki um bætur. Ómetanlegt tilfinningatjón Þúsundir syrgjenda lögðu leið sína í dómkirkjuna í Moskvu í gær til að votta Boris Jeltsín, fyrrverandi forseta Rúss- lands, hinstu virðingu þar sem hann lá á líkbörunum. Fyrrverandi forsetar Banda- ríkjanna, George H. W. Bush og Bill Clinton, hafa boðað komu sína í jarðarför Jeltsíns sem haldin verður í dag. Frá Bretlandi kemur John Major, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Flest ríki senda ekki æðstu leiðtoga heldur fulltrúa á borð við fyrrverandi þjóðarleið- toga og utanríkisráðherra. Mikhaíl Gorbatsjov, síðasti leið- togi Sovétríkjanna, verður meðal gesta í jarðarförinni. Einnig verð- ur þar Lech Walesa, fyrrverandi Póllandsforseti og friðarverð- launahafi. Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag og bannað að skemmtiefni verði flutt í útvarpi og sjónvarpi. - Boris Jeltsín jarðaður í dag Karlmaður í Reykjavík hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa í bifreið sinni tæplega 43 grömm af amfetamíni. Efnin fann lögregla við leit í bifreið hans. Maðurinn hefur frá 2002 hlotið fjórum sinnum dóma fyrir hegningarlagabrot. Með broti því sem hann var sakfelldur fyrir nú rauf hann skilorð dóms frá 30. desember 2004. Sá dómur var því tekinn upp og dæmdur með brotinu nú. Í ljósi þess að maðurinn játaði brot sitt skýlaust og hefur nú hefur tekið sig á og farið í meðferð þótti dómnum rétt að skilorðsbinda refsingu hans. Var með amfet- amín í bílnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.