Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 15
Yang Hong Yi, yfirmaður fjar- skipta- og samgöngustofnunar kínverska samskiptaráðuneytis- ins, CTTC, er staddur hér á landi til að kynna sér ýmsar íslenskar lausnir í málaflokkum stofnunar sinnar. Yang segist spenntur fyrir því að kynna sér þá möguleika sem hér megi finna. Sérstaklega minn- ist hann á vetni og RFID-tækni, sem snýst um að nýjar örflögur komi í stað strikamerkinga, en CTTC vinnur nú þegar að þróun hennar í samstarfi við Verkfræði- deild HÍ. „Þið standið framarlega á þessu sviði, en einnig viljum við kynna okkur háskólann hér betur og mögulegt samstarf við hann,“ segir Yang. CTTC á í samstarfi við ráðgjafa- fyrirtækið Key West Technolog- ies. Jóhann Pétur Malmquist, próf- essor við Háskóla Íslands og samstarfsaðili Key West, segir að það sem veki áhuga Kínverja á íslenskum lausnum sé til dæmis smæð samfélagsins. „Landið er lítið og fólkið mennt- að og vandamál sem snerta grunn- gerð samfélagsins hafa í mörgum tilfellum verið leyst vel af hendi. Þeir vilja kynna sér þetta og vita hvort ekki megi heimfæra okkar lausnir á kínverskar aðstæður,“ segir Jóhann. Yang heimsótti forseta Íslands á dögunum og mun líta inn til ýmissa fyrirtækja. Þeirra á meðal eru Íslensk NýOrka, Ökuriti, GoPro og Neyðarlínan. Einnig heimsækir hann ýmsar stofnanir svo sem fjármála- og samgönguráðuneyti, Póst- og fjarskiptastofnun og Vegagerðina. Fyrirtækjakeppnin Hjólað í vinn- una fer fram 2. til 22. maí næst- komandi. Keppnin er hluti af hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Ísland á iði. Markmiðið er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsu- samlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. Þetta er í fjórða sinn sem keppn- in fer fram hér á landi en á þeim tíma hefur þátttakan tífaldast. Í fyrra hjóluðu keppendur alls 230.543 kílómetra, sem eru rúm- lega 172 hringir í kringum landið. Skráning stendur yfir en keppn- inni verður hleypt af stokkunum í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum 2. maí. Á hjóli í vinnuna Tímamót urðu í sögu SÁÁ á dög- unum þegar fjórtán ráðgjafar útskrifuðust úr Skóla SÁÁ fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Sjö luku prófi í lyfjafræði vímuefna og fjórtán sem lokið höfðu lokaprófi í almennri ráðgjöf, en það er for- sendan fyrir starfsréttindun- um í áfengis- og vímuefnaráð- gjöf. „Þetta eru fyrstu ráðgjaf- arnir á Íslandi sem ljúka námi samkvæmt nýrri reglugerð, sem sett var síðastliðinn vetur af heilbrigðisráðherra. Vímuefna- ráðgjafar hafa nú fengið lögvernd- að starfsheiti og eru formlega orðnir hluti af heilbrigðisstétt- inni.“ Að sögn Ara liggur heilmikil vinna að baki prófgráðunni. „Ráð- gjafar þurfa að hafa lokið sex þús- und stundum í vinnu undir umsjá yfirlæknis hjá SÁÁ, þar sem þeir fá menntun í lyfjafræði og fleiru. Sumir þeirra sem útskrifuðust úr náminu eiga að baki langa starfs- reynslu hjá SÁÁ, jafnvel tugi ára og nú fá þeir formlega viðurkenn- ingu á því.“ - Hafa nú vernd- að starfsheiti .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.