Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 12
Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á menningar- og listalífi, auk þess að hlúa að mannréttinda- og líknarmálum. Það verður m.a. gert með framlögum til stofn- ana, samtaka og félaga á Íslandi, sem hafa framangreind málefni sem aðaltilgang sinn. Formaður stjórnar sjóðsins er Jóhannes Jónsson en aðrir stjórnarmenn eru Hreinn Loftsson og Ingibjörg S. Pálmadóttir. Ritari stjórnar sjóðsins er Soffía Lárusdóttir. Áhugasamir aðilar sem uppfylla ofangreind skilyrði eru hvattir til að senda inn umsókn. Lengd umsóknar skal takmarkast við eina vélritaða síðu (A4). Umsóknarey›ublö› má finna á heimasí›u Baugs Group hf., www.baugurgroup.com. Umsóknum skal skila› fyrir 11.maí á styrktarsjodur@baugurgroup.com Einnig má skila umsóknum til: Styrktarsjóðs Baugs Group hf., Túngötu 6, 101 Reykjavík Úthlutun fer fram í júní. STYRKTARSJÓÐUR BAUGS GROUP HF. AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI ÚR SJÓÐNUM. hz et a eh f Fjórða úthlutun Einu sinni í mánuði flytur Evrópuþingið sig í heilu lagi frá Brussel til Strassborgar þar sem þing er haldið í fjóra daga. Viku síðar er svo allt báknið flutt aftur til baka til Brussel. Þrjú þúsund manns, bæði þing- menn, aðstoðarmenn þeirra, fréttamenn og fulltrúar hags- munaaðila, leggja á sig 450 kíló- metra langt ferðalag, ýmist akandi, fljúgandi eða í járnbraut- arlestum, og leggja undir sig öll hótelherbergi í þessari fögru 270 þúsund manna borg í sveitasæl- unni austast í Frakklandi. Sex vöruflutningabifreiðar eru jafnframt sendar af stað með fjög- ur þúsund málmkassa fulla af þingskjölum þessa sömu leið, því ekki geta þingmennirnir og fylgi- fiskar þeirra unnið verk sín án pappírsflóðsins. Fleiri flutninga- bifreiðar koma síðan frá Lúxem- borg þar sem aðalskrifstofa Evr- ópuþingsins er staðsett. Þessir mánaðarlegu flutningar hafa verið harðlega gagnrýndir úr öllum áttum. Kostnaðurinn þykir óheyrilega mikill og óhagræðið enn meira, auk þess sem farar- tækin spúa verulegu magni gróð- urhúsalofttegunda út í andrúms- loftið. Jafnvel eindregnustu málsvarar Evrópusambandsins tala um þetta sem „ferðasirkus“ og andstæðingar Evrópusam- bandsins nota tækifærið óspart til að skjóta föstum skotum á óvin- inn. „Fyrr eða síðar verður að gera eitthvað í sambandi við þessi ferðalög,“ segir Guillaume Dur- and, sérfræðingur hjá hugmynda- veitunni European Policy Center í Brussel. „Þetta er dýrt og dregur til langs tíma litið úr trúverðug- leika þingsins.“ Ástæðan fyrir þessu fyrirkomu- lagi er sú að Frakkar krefjast þess að ein af stofnunum Evrópusam- bandsins sé staðsett í Frakklandi, og fengu því framgengt að ákvæði um það eru í stofnsáttmálum Evrópusambandsins. Þessu verð- ur því ekki breytt nema með nýjum stofnsáttmála, og í samn- ingum um það hafa Frakkar eins og önnur aðildarríki neitunarvald. Meira en milljón manns hefur undirritað áskorun um að þingið verði til húsa á einum stað í stað þriggja eins og nú er. Sú áskorun hefur engin viðbrögð fengið, þrátt fyrir að margir þingmenn vilji ólmir breyta þessu fyrirkomu- lagi. „Umræðum um staðsetningu þingsins er sífellt sópað undir teppið,“ segir Monica Frassini, ítalskur þingmaður og annar tveggja leiðtoga Græningja á Evrópuþinginu. Ferðasirkus ESB rándýr Mánaðarleg ferðalög þingmanna Evrópusambands- ins og fylgdarliðs þeirra milli Brussel og Strassborg- ar hafa lengi sætt gagnrýni. Takmarkaður vilji er þó fyrir því að hafa þinghaldið á einum stað. Fyrr eða síðar verður að gera eitthvað í sambandi við þessi ferðalög. Rússar hóta því að beita neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn áætlun um að Kosovo-hérað, sem tilheyrir Serbíu, fái sjálfstjórn undir eftirliti að því er fram kom í rússneskum dagblöðum í gær. Haft var eftir aðstoðarutanrík- isráðherra Rússlands, Vladimir Titov, að áætlunin færi ekki í gegnum ráðið án stuðnings bæði Kosovo og Serbíu. Titov sagðist trúa því að með því að hóta beitingu neitunarvalds hvetti það báðar hliðar til að komast að ásættanlegri niðurstöðu. Búist er við því að kosið verði um áætlunina í maí eða júní.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.