Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 48
www.toyota.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /T O Y 3 72 61 0 4/ 07 Prius - við erum komin upp á næsta stig. Öll höfum við hugmyndir um hvernig framtíðin verður. Ólíkar hugmyndir. Við hjá Toyota sjáum fyrir okkur hreinni heim og stefnum óhikað á framleiðslu bíla sem menga ekkert. Leiðin þangað er löng og ströng en við erum komin upp á næsta stig. Prius er knúinn bæði rafmagns- og bensínvél. Hann er sjálfum sér nógur um rafmagn og gefur frá sér allt að 55% minna koldíoxíð en hefðbundnir bensínbílar af svipaðri stærð. Hann er umhverfisvænni og mikilvægt skref í átt að hreinni heimi. Komdu og reynsluaktu Prius – upplifðu næsta skref. Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 421-4888 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Framtíðin er núna Verð 2.790.000 kr. FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is Íhinum dæmigerðu vinkonuhóp-um var eitt sinn mjög vinsælt að halda snyrtivörukvöld. Þá söfnuð- ust þær saman í heimahúsi og létu selja sér fyrir formúur nauðsyn- lega andlitskornmaska og nagla- bandasmyrsl sem ekki voru notuð upp frá því. Nokkru síðar varð nauðsynlegt að hittast og skoða undirföt sem engin viðstaddra hefði þorað að handleika alein úti í búð. Raunar seldi á þessum tíma engin verslun með snefil af sómatilfinningu nærföt af þeirri sort sem hér um ræðir. Þetta var samt eftir að Pan-hópurinn hafði rutt brautina með dónasýningum og fyrirgert um leið mannorðinu til frambúðar. Eftir á að hyggja voru þessar sýningar trúlega álíka ruddalegar og fegurðarsamkeppn- in í sjónvarpinu á dögunum. allir höfðu vanist jafn þokkafullum undirfatnaði lognað- ist nærbuxnaheimasalan að mestu út af. Eftir dálitla ládeyðu varð samt gaman að hittast yfir plast- dollum. Þetta voru ákaflega góðar og nytsamlegar plastdollur en satt best að segja þurfti heilmikla múg- sefjun til að hægt væri að finnast tíma sínum vel varið þessi kvöld. Sumar komu út með fjárfestingar heimilisins í ýmsum tegundum af hristidollum, hnoðskálum og loft- þrýstiumbúðum sem nýttust svo þegar á reyndi ljómandi vel sem poppskálar. dolluæðið hjaðnaði ögn kom í ljós umtalsvert frjálslynd- ara þjóðfélag en áður og enn og aftur má þar ekki vanmeta fram- lag hins framsýna Pan-hóps. Nú varð málið að mæta í heimahús á sölukvöld hjálpartækja ástarlífs- ins. Þar er ég sjálf reyndar alveg lens en hef frétt að þetta hafi verið með hvetjandi samkomum svo feimnustu frúr hafi skundað heim með birgðir af alls kyns töfrakúl- um, -stöfum og -fiðrildum. fyrir okkur sem lifað hafa allar þessar sviptingar fréttist nú af nýrri tegund af heimasam- komu til að rækta hópsálina. Það er hið eina og sanna botoxkvöld, því miður aðeins fáanlegt í Amer- íku í bili en áreiðanlega rétt ókom- ið hingað. Þá hittast konur í krísu miðlífsins og endurheimta tíu ár með aðstoð sérfræðings og dá- lítilli innspýtingu af þessu undr- ameðali hist og her. Eini gallinn er sá að eftir dálítið botox er ekki nokkur leið að sýna svipbrigði, en þau eru nú ofmetin hvort eð er. Beðið eftir Botox FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.