Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 39
Hljómsveitin Sigur Rós hélt óraf- magnaða tónleika á Gömlu Borg í Grímsnesi síðastliðið sunnudags- kvöld. Tónleikarnir voru eingöngu fyrir vini og fjölskyldur meðlima Sigur Rósar og strengjasveitar- innar Amiinu sem lék með þeim. Boðið var upp á pönnukökur og vöfflur og lék Sigur Rós alls sjö lög, þar af eitt nýtt. Þau voru Von (í nýrri útgáfu), Samskeyti, Vaka, Ágætis byrjun, nýtt lag, Heysát- an og Starálfur. Tónleikarnir voru teknir upp. Meðal gesta voru Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, Þorvaldur Gröndal, trommari Trabant, Árni Matthíasson af Morgunblaðinu, Torfi Tulinius bókmenntafræði- prófessor og tveir meðlima Jakob- ínarínu. Á fréttasíðu hljómsveitarinn- ar, Sigur-ros.co.uk, kemur fram að meðlimir Sigur Rósar ætli að koma sér fyrir í sumarbústað í næsta mánuði. Þar hyggjast þeir taka upp gömul lög í nýjum, óraf- mögnuðum útsetningum og ný órafmögnuð lög sömuleiðis. Sigur Rós með leynitónleika Rokkarinn Rúnar Júlíusson hefur fallist á að koma fram í Partíland- inu, leikriti sem sett verður upp á Listahátíð í Reykjavík í næsta mánuði. Rúnar verður einn fjöl- margra gestaleikara sem koma fram í verkinu en þeir verða allir þjóðþekktir og koma fram sem þeir sjálfir. Höfundur Partílands- ins er Jón Atli Jónasson en Jón Páll Eyjólfsson leikstýrir. Þeir leika báðir í verkinu ásamt þekkt- um leikurum á borð við Erling Gíslason, Kristbjörgu Kjeld og Björn Thors. Partílandið verður frumsýnt 26. maí og verður loka- punktur Listahátíðar. Rúni Júl í Partílandið Þórdís Claessen opnar einkasýningu í Urbis-safn- inu í Manchester 9. maí næstkomandi. Vel gæti far- ið svo að Ósómakindin rati á veggi safnsins. „Ég verð með bókarkynningu fyrir Icepick og sýningu í kring- um það. Hún verður uppi í þrjá mánuði, alveg fram í ágúst,“ út- skýrði Þórdís. Icepick er afrakst- ur margra ára vinnu Þórdísar, en í bókinni er að finna ljósmynd- ir hennar af íslenskri götulist og graffítí. Urbis-safnið einbeitir sér sérstaklega að borgarmenningu, sem Þórdísi þykir ekki verra. „Þeir voru með pönksýningu um daginn og mér sýnist þeir leggja mikið í það sem þeir gera.“ Þórdís mun til að mynda skreyta tólf metra langan vegg í safninu. „Þar verður blanda af myndum úr bókinni, sem ég hef tekið af verkum annarra, og minni hönnun líka. Ég er nátt- úrulega ekki graffítílistamaður sjálf, en ég teikna,“ sagði Þórdís. Eitthvað af hönnun hennar fyrir Ósómabúðina, sem Þórdís á og rekur ásamt Gunnlaugi Grétars- syni, mun jafnframt rata á vegg- inn. „Þetta verður örugglega góð lyftistöng fyrir bókina og svona öðruvísi landkynning um leið,“ sagði Þórdís. Gingko press gefur bókina út, en forlagið einbeitir sér að bókum um jaðarlist og götumenn- ingu, að sögn Þórdísar. „Þekkt- asta flaggskip þeirra er Obey, eða Shepard Fairey, listamaður sem er mjög þekktur í þessum bransa. Það er ekkert leiðinlegt að vera í sama liði og hann,“ sagði Þór- dís kát. Bókinni verður að henn- ar sögn sennilega dreift í tveim- ur, ef ekki þremur, heimsálfum til viðbótar við Evrópu. „Gingko teygir sig yfir öll Bandaríkin og Evrópu og það má vera að bókin nái Japan og jafnvel Ástralíu, en það á eftir að skýrast,“ sagði hún. „Svo lét útgáfan í það skína að Icepick yrði boðið að taka þátt í einhverju götumenningargiggi í Amsterdam í júlí,“ bætti Þórdís við, og því er ýmislegt í kortun- um fyrir bókina. Icepick er væntanleg í verslan- ir hér á landi í lok maí, en óþol- inmóðir geta fengið forsmekk af bókinni á Icepickbook.com. Landsvirkjun hefur þróa› forrit sem fengi› hefur nafni› Grænt bókhald. Forriti› er ætla› öllum fyrirtækjum sem hafa áhuga á a› fylgjast me› tölulegum uppl‡singum um umhverfisáhrif af starfsemi sinni. Grænt bókhald er opinn hugbúna›ur sem þ‡›ir a› öllum er frjálst a› bæta vi› virkni hans og a›laga forriti› eigin þörfum. Hægt er a› panta forritið á vefsí›u Landsvirkjunar og n‡ta þa› án endurgjalds. P IP A R • S ÍA • 7 0 8 0 4 grænt bókhald Landsvirkjun býður öllum grænt bókhald endurgjaldslaust Nánari upplýsingar á www.lv.is Grænt bókhald er efnisuppgjör þar sem fram koma tölulegar uppl‡singar um hvernig umhverfismálum er hátta› í vi›komandi starfsemi. Græna bókhaldi› á þannig a› s‡na mælanleg áhrif starfseminnar á umhverfi›.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.