Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 16
fréttir og fróðleikur Nýjung í ræstingum – þú nærð hærra með UniFlex afþurrkunarsetti R V 62 33 UniFlex afþurrkunarsett og tvær aukamoppur. 1.398,- Henrietta Holz Jensen sölumaður í útibúi RV í Danmörku N ú á ti lb oð i! il i Hneyksli skekur Alþjóðabankann Bæta hag eldri borgara og öryrkja Lögmenn olíufélaganna héldu því fram fyrir dómi, enn einu sinni, að samráð olíufélaganna hefði ekki valdið neinu tjóni. Einnig drógu þeir úr því að sam- ráðið hefði verið umfangs- mikið og lýsti Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður Olís, því yfir að tölvuskeytasend- ingar milli forsvarsmanna olíufélaganna hefðu verið „óvarlegar“. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers, og Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður og stjórnarformaður Olís, héldu því báðir fram í Hér- aðsdómi Reykjavíkur á mánudag að samráð olíufélaganna hefði ekki valdið neinu tjóni. „Þetta er eins og um innbrot hafi verið að ræða, en engu stolið,“ sagði Krist- inn meðal annars. Gísli Baldur tók undir þessa skoðun en sagði olíu- félögin hafa verið með of sam- stilltar aðgerðir fyrir „einstaka útboð“ og forsvarsmenn þeirra hefðu skipst „óvarlega á tölvu- skeytum“. Lögmenn olíufélaganna krefjast þess að Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari víki sæti í máli olíu- félaganna gegn samkeppnisyfir- völdum og ríkinu þar sem þeir telja hana með orðum sínum í fyrri skaðabótamálum félaganna hafa gert sig vanhæfa. Sérstak- lega í máli Sigurðar Hreinssonar gegn Keri en þar skilaði hún sér- atkvæði þar sem hún sagði sam- ráðið óumdeilt og hafa verið til þess fallið að hækka verð á olíu. Óumdeilt samráð olíufélaganna stóð yfir, hið minnsta, frá 1993 til og með meirihluta ársins 2001. Þá gerðu samkeppnisyfirvöld húsleit í höfuðstöðvum félaganna. Rann- sókn fór af stað sem að lokum leiddi til þess að olíufélögin voru sektuð um 1,5 milljarða. Ekki er hægt að halda öðru fram, miðað þær upplýsingar sem eru fyrir hendi, þar með talda dóma sem fallið hafa og tæplega þúsund blaðsíðna skýrslu sam- keppnisyfirvalda, að samráð olíu- félaganna sé óumdeilt. Allt tal um annað er rangt og afbökun á sann- leikanum. Olíufélögin hafa frá upphafsstigum málsins haldið því fram að samráð olíufélaganna hafi ekki valdið tjóni, á þeim forsend- um séu sektir félaganna rangar og fari ekki saman við málsatvik. Þessu mati lögmannanna hafa dómarar í héraðsdómi, og lög- menn þeirra sem sótt hafa rétt sinn vegna samráðsins, verið algjörlega ósammála. „Er einhver að halda því fram í alvöru að sam- ráð olíufélaganna hafi ekki valdið tjóni?“ sagði Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson hæstaréttarlögmaður í upphafi málflutnings í máli Reykjavíkurborgar, sem hann sótti málið fyrir, gegn olíufélögun- um. Í því tilfelli höfðu olíufélögin með sér samráð fyrir útboð á vegum borgarinnar haustið 1996. Skeljungur, sem borgin samdi við eftir útboðið, greiddi hinum olíu- félögunum rúmar níu milljónir króna í bakgreiðslu á grundvelli samkomulags sem félögin gerðu með sér fyrir útboðið. Borginni og fyrirtækjum hennar voru að lokum dæmdar rúmar 72 milljónir króna, auk dráttarvaxta, í bætur vegna samráðsins fyrir útboðið. „Samráð fyrirtækja á markaði er til þess fallið að valda tjóni. Það liggur í hlutarins eðli og ef svo væri ekki þá væri það ekki bann- að,“ segir Guðmundur Sigurðsson, prófessor í skaðabótarétti við Háskólann í Reykjavík. „Menn geta deilt um fjárhagstjón út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir hverju sinni, en það er held- ur ekki óeðlileg krafa að dómstól- ar snúi sönnunarbyrðinni við og geri þeim sem eiga þátt í samráði að sanna að tjón hefði ekki verið neitt, eða takmarkað.“ Gísli Baldur og Kristinn minntust báðir á það í málflutningi sínum á mánudag að fjölmiðlar hefðu dreg- ið upp „ranga og villandi“ mynd af samráðsmálinu. Gagnrýndu þeir öðru fremur vinnubrögð sam- keppnisyfirvalda, sem hefðu „meira úrskurðarvald“ hér á landi heldur en þekktist í „hinum vest- ræna heimi“, og sögðu skýrslu þeirra vegna málsins til þess fallna að stýra fjölmiðlaumfjöllun í rang- an farveg. Í skýrslunni koma fram nokkur hundruð skjalfest dæmi um skýrar sannanir fyrir því að samráð hafi verið viðhaft. Þar á meðal eru tugir tölvuskeyta forstjóra olíufélag- anna, sem þeir sendu sín á milli. Dæmi um þetta er tölvuskeyti Geirs Magnússonar, forstjóra Olíu- félagsins, nú Kers, til Kristins Björnssonar þáverandi forstjóra Skeljungs í febrúar árið 2000. Þar segir: „Ég geri það að tillögu minni að við tökum aðeins fyrir uppgjörs- mál á fundinum og frestum öðru. Óuppgert er: Grundartangi, SVR, Raufarhöfn og Kísiliðjan. Vinsam- legast eyðið þessari orðsendingu þegar þið hafið hafið lesið hana.“ Lögmenn olíufélaganna hafa gagnrýnt skýrsluna fyrir fram- setninguna á þessum tölvuskeytum og segja hana villandi og kippa efn- isatriðum úr samhengi. Umfjöllun fjölmiðla um samráðsmálið hefur verið mikil, öðru fremur vegna þess að sterkar vísbendingar eru uppi um að þolendur samráðsins, sem er með öllu fordæmalaust hér á landi, hafi verið almenningur í landinu enda olía nauðsynjavara. Óðinn Jónsson, fréttastjóri hjá Ríkisútvarpinu, telur fjölmiðla hafa brugðist hárrétt við þegar málið kom upp og telur eftirfylgni málsins hafa verið til fyrirmyndar. „Umfjöllun fjölmiðla hefur að mínu mati endurspeglað áhuga almennings á málinu. Almenningi var misboðið þegar samráðið komst upp. Fjölmiðlar brugðust við því með því að fylgja málinu eftir af metnaði og festu, og gera það vitaskuld enn. Ég vísa því alfarið á bug að fjölmiðlar hafi kveðið upp einhverja dóma í málinu, eins og stundum hefur verið gefið í skyn. Það lýsir öðru fremur miklum mis- skilningi á störfum og eðli fjöl- miðla.“ Þess er nú beðið að úrskurðað verði um hæfi Sigrúnar Guð- mundsdóttur til þess að dæma í máli olíufélaganna gegn ríkinu og samkeppnisyfirvöldum. Samráðsmálin enn fyrir dómi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.