Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 34
Alveg frá því að Bráða- vaktin hélt innreið sína í sjónvarpsdagskrána hef ég verið forfall- inn aðdáandi lækna- þátta. Hingað til eru það ofannefnd bráða- vakt, hinn prúðmann- legi House og svo, að sjálfsögðu, dramadrottningarnar í Grey’s Ana- tomy sem hafa náð inn á vinsælda- listann. Á Bráðavaktartímabil- inu mínu ætlaði ég meira að segja að verða læknir. Hvort það var til þess að bjarga lífum eða geta um- gengist George Clooney á hverjum degi hef ég enn ekki gert upp við mig. Ég var ung og vitlaus (svo ung reyndar, að það er nánast ógeðslegt að Clooney hafi kitlað hjartarætur mínar), og draumurinn entist ekki lengi. Enda er ógeðsþröskuldurinn minn frekar lágur og leggur blátt bann við berskjölduðum líffærum. Í gegnum læknisþáttaglápið hef ég fóðrað aðra áráttu. Ég er ekki viss um að ég teljist opinberlega til þess ímyndunarveika fólks sem á ensku kallast „hypochondriacs“. En það er nú einu sinni svo oft þannig að í kringum hvern sjúk- dóm eru stór grá svæði. Ég hef á mínum líftíma haldið að ég þjáist af, í stafrófsröð: berklum, ebólu, heilahimnubólgu, holdsveiki, hundaæði, kúariðu og því sem House vinur minn kallar iðulega lúpus. Hér um daginn dreymdi mig að ég væri með krabbamein í mjöðminni, og þyrfti því að gang- ast undir „bone marrow biopsy“. Mig er sem sagt meira að segja farið að dreyma heitin á læknis- þáttaensku. Málið er bara það, og ég er viss um að ég er ekki ein um þessa skoðun, að það er einhvern veginn miklu auðveldara að takast á við hlutina þegar þeir hafa nafn. Fyrir utan það að ég uppsker meiri skiln- ing frá fólki ef ég er holdsveik en ef ég er bara með hrikaleg útbrot eftir að hafa verið étin með húð og hári af einhverri illkvittinni flugu. Já, greining er af hinu góða. Ætli ég sé ekki bara ímyndunarveik eftir allt saman.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.