Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 10
Verum með fallegar tær í sumar! ll í NÝTT Bylting í meðferð á fótsveppi … – sveppasýkingarlyfið sem einungis þarf að bera á einu sinni! FÆST ÁN LYFSEÐILS Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við fótsvepp (tinea pedis). Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húð-meðferðar á fótum. Lamisil Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir algjöra eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan, Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Lögreglan í Portúgal hóf í gær formlega rannsókn á breskum manni, Robert Murat, sem grunaður er um aðild að hvarfi hinnar fjögurra ára Madel- eine McCann, sem var rænt af hót- elherbergi 3. maí síðastliðinn. Lög- reglan þurfti þó að sleppa Murat úr haldi síðar um daginn vegna skorts á sönnunargögnum. Formleg rannsókn á grunuðum einstaklingi er fyrsta skrefið í að leggja fram ákæru á hendur honum, samkvæmt portúgölskum lögum sem ætlað er að vernda stjórnarskrárbundin réttindi borg- ara. Ásamt Murat voru tvö vitni sem tengjast honum, þýsk kona og portúgalskur maður, yfirheyrð í gær. Murat, sem á portúgalska móður og breskan föður, býr ásamt móður sinni í hundrað metra fjarlægð frá hótelinu þaðan sem Madeleine var rænt. Lögregla rannsakaði í gær hús hans og lagði meðal annars hald á tölvur og síma. Portúgalskir fjölmiðlar greindu frá því í gær hvernig Murat, sem er túlkur, hefði blandað geði við fjölmiðlamenn fyrir utan hótelið í kjölfar hvarfs Madeleine og boðið þeim aðstoð sína. Ein blaðakona tjáði bresku fréttastöðinni Sky News að hún hefði bent lögregl- unni á að fylgjast með Murat vegna grunsamlegar hegðunar. Madeleine var rænt þar sem hún svaf á hótelherbergi fjöl- skyldunnar ásamt tveimur syst- kinum sínum, tveggja ára göml- um, meðan foreldrar þeirra snæddu kvöldverð á nálægum veitingastað milli þess sem þau gættu að börnunum. Rúmar 326 milljónir hafa safn- ast í sjóð sem ætlað er að veita úr gegn vísbendingum frá fólki um Maddie. Meðal þeirra sem hafa lagt til fé í sjóðinn eru J.K. Row- ling, Richard Branson, David Beckham og Eggert Magnússon. Foreldrar Madeleine segjast ekki ætla að snúa aftur til Bret- lands fyrr en dóttir þeirra komi í leitirnar. Sleppt vegna skorts á sönn- unargögnum Portúgalska lögreglan grunar Breta um aðild að hvarfi Madeleine McCann. Vegna skorts á sönnunar- gögnum var þó ekki unnt að hafa hann í haldi. Samskip hafa verið dæmd til að greiða ekkju sjó- manns 1,8 milljónir, auk vaxta frá 1997 og dráttarvaxta, vegna miss- is framfæranda. Maður hennar fórst þegar skipið Dísarfell sökk í mars árið 1997. Talið var að skip- stjóri á skipinu hefði sýnt af sér saknæmt gáleysi með því að senda ekki strax út neyðarkall þegar skipið lenti í háska. Skaðinn varð með þeim hætti að skipið fékk á sig mikinn halla á bakborða og sjór komst inn í lest- ar þess. Ljóst þykir að ástandi skipsins hafi verið ábótavant, en það er ekki talið saknæmt. Ljóst þykir þó að skipstjórinn hafi verið vakinn klukkan tvö og hann hafi fyrirskipað að reynt yrði að dæla vatni úr lestum skips- ins, en þeim tilraunum hætt klukk- an fjögur þar sem þær báru engan árangur. Óútskýrt þykir hvers vegna neyðarkall var ekki gefið út fyrr en klukkan 4.52. Tveir skip- verjar af tólf létust. Samskip voru talin bera ábyrgð á tjóni konunnar á grundvelli húsbóndaábyrgðar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.