Fréttablaðið - 16.05.2007, Síða 29

Fréttablaðið - 16.05.2007, Síða 29
[Hlutabréf] Þýsk-bandaríski bílaframleið- andinn DaimlerChrysler ákvað á mánudag að taka boði bandaríska fjárfestingasjóðsins Cerberus í rétt rúman 80 prósenta hlut í Chrysler- arm fyrirtækisins. Kaupverðið nemur 5,5 milljörðum evra, jafn- virði 477 milljarða íslenskra króna. Nokkur ásókn var í hlutinn en bandaríski milljarðamæringur- inn Kirk Kerkorian bauð jafnvirði 302 milljarða íslenskra króna í fé- lagið í apríl auk þess sem viðræð- ur við kanadíska íhlutaframleið- andann Magna International voru komnar langt á veg. Að sögn forsvarsmanna Daim- lerChrysler er stefnt að því að kaupin gangi í gegn á þriðja árs- fjórðungi en félagið heldur eftir tæplega 20 prósenta hlut. Chrysler selt til Cerberus Icebank hf. hagnaðist um rétt tæplega 1,8 milljarða króna eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2007. Samkvæmt innanhússuppgjöri nam hagnaður á sama tíma árið áður 473 milljónum króna. Hagnaður á hlut þrefaldaðist og nam 2,4 krónum borið saman við 80 aura í fyrra, samkvæmt til- kynningu bankans. Á fjórðungn- um var innleystur hálfs milljarðs króna hagnaður af sölu á fjórðungi eignar bankans í Exista. Þá kemur fram að á ársgrund- velli nemi arðsemi eigin fjár á ársfjórðungnum 55,7 prósent- um í samanburði við 31,7 prósent á sama tíma í fyrra. Er þetta sagt ein mesta arðsemi meðal innlendra og erlendra fjármálafyrirtækja. Icebank birti í gær ársfjórð- ungsuppgjör í fyrsta sinn, en birt- ingin er sögð liður í að búa bank- ann undir skráningu í kauphöll. Uppgjörið er unnið samkvæmt al- þjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS). Icebank hagnast um 1,8 milljarða Heildartekjur Icelandair Group á fyrsta fjórðungi ársins voru 11,9 milljarðar króna og jukust um 24 prósent frá sama tímabili í fyrra samkvæmt árshlutauppgjöri sem birt var í gær. Eftir skatt skilar fé- lagið tapi upp á 1,2 milljarða króna á fjórðungnum. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group, segir afkom- una í samræmi við áætlanir sem geri ráð fyrir góðum hagnaði á árinu í heild og betri afkomu en í fyrra. „Miklar árstíðasveiflur eru í starfsemi innan félagsins, og af- koma fyrsta ársfjórðungs er jafn- an neikvæð,“ segir hann og bend- ir á að félagið stækki hratt og að fyrri hluti ársins komi til með að einkennast af umtalsverðum fjárfestingum í vexti í áætlunar- flugi Icelandair og í leiguflugi. Þá gætir í fjórðungnum nei- kvæðra gengisáhrifa, en um leið jákvæðra áhrifa af söluhagnaði í flugvélaviðskiptum. EBITDA á fyrsta ársfjórðungi er neikvæð um 81 milljón króna og EBIT er neikvæð um 833 millj- ónir, en það er sagt 26 prósentum betra en á sama tíma í fyrra. Eign- ir Icelandair Group nema sam- kvæmt uppgjörinu 76 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs og eiginfjárhlutfall er sagt vera 32 prósent. Handbært fé frá rekstri er 686 milljónir króna. Tap eftir skatta 1,2 milljarðar H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 7 -0 3 5 3 ÆSKAN OG HESTURINN Á morgun, 17. maí, bjóða á annan tug hestamannafélaga börnum og unglingum að kynna sér hestamennsku og starfsemi félaganna. Dagskráin er mismunandi eftir félögum en m.a. verða hestasýningar, opin hesthús, teymt undir börnum, grill og gleði. Tímasetningar: Andvari Kópavogi kl. 14.00–16.00 Geysir Hellu kl. 14.00 (Vorhátíð á Gaddstaðaflötum) Stormur Þingeyri kl. 13.30–16.00 Stormur Bolungarvík kl. 13.30–16.00 Hending Ísafirði kl. 14.00–17.00 Sameiginleg stórsýning Léttis Akureyri, Glæsis Siglufirði, Hrings Dalvík, Stíganda Skagafirði, Léttfeta Sauðárkróki og Þyts Hvammstanga í reiðhöllinni á Svaðastöðum, Sauðárkróki, verður haldin kl. 13.00 og kl. 17.00. Nánari upplýsingar um einstök félög er að finna á www.lhhestar.is. Glitnir er aðalstyrktaraðili Landssambands hestamannafélaga.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.