Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 37
Málþing helgað verkum Péturs Gunnarssonar rithöfundar verð- ur haldið í Odda á morgun. Pétur Gunnarsson hefur skrifað tíu skáldsögur auk fjölda ritgerða og smáprósa. Hann hefur aukinheld- ur fengist við þýðingar og ljóða- gerð. Meðal þátttakenda á þinginu verða Bergljót Kristjánsdótt- ir sem ræðir um skáldsöguna Hversdagshöllin, Soffía Auður Birgisdóttir sem fjallar um rit- gerðasmiðinn Pétur og Torfi Tul- inius sem ræðir um höfundarverk Péturs í heild. Einnig taka til máls rithöfund- arnir Sigurður Pálsson og Hauk- ur Ingvarsson auk þess sem Pétur sjálfur á lokaorðin á þinginu. Þingið hefst kl. 10 í fyrramálið og fer fram í stofu 101 í Odda í Há- skóla Íslands og stendur til 16.30. Að þinginu standa Hugvísinda- stofnun, Bókmenntafræðistofnun og Edda útgáfa. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Efnt til Pétursþings Gerðar hafa verið breytingar á flokkunarkerfi bandaríska kvik- myndasambandsins (Motion Pict- ure Association of America) þar sem reykingar eru nú lagðar að jöfnu með klámi og ofbeldi þegar kvikmyndir eru flokkaðar fyrir unga áhorfendur. Vefútgáfa New York Times greinir frá þessu. Myndir sem upphefja reyk- ingar eiga því á hættu að lenda í hópi með grófari ofbeldismynd- um eða opinskárra efni en hópar sem berjast gegn tóbaksnotkun hafa um langa hríð herjað á kvik- myndaframleiðendur og hvatt þá til að draga úr lofi sínu í garð reyk- inga. Sumir hópar hafa jafnvel lagt fram kröfu um að allar kvikmynd- ir þar sem reykt er skuli bannað- ar áhorfendum undir sautján ára aldri nema viðkomandi sé í fylgd með fullorðnum. Reykingar í þar- lendum kvikmyndum hafa minnk- að að undanförnu en milli áranna 2004-2006 dró úr þeim um 8 pró- sent en þó er enn reykt í 52 pró- sentum myndanna. Nýju reglurnar beinast að allra handa reykingum, ekki aðeins reykingum ungmenna eins og áður var. Við mat á myndefni verður „listrænt gildi“ reykinganna haft til hliðsjónar sem og samhengið enda sé það afstætt hvenær verið er að upphefja athafnir og hvenær ekki. Þannig verði hinn keðjureykj- andi sjónvarpsmaður í kvikmynd- inni Good Night and Good Luck ekki klipptur út eða bannaður þar sem sem slíkar reykingar voru við- teknar á sögutíma myndarinnar. Eftirlit með bíóreykingum Nú eru uppi grunsemdir um að rithöfundurinn Ian Fleming, sem vann sér það helst til frægðar að skrifa bækurnar um hetjuna James Bond, hafi verið viðrið- inn nornaveið- ar á stríðsárun- um. Skoski vef- miðillinn STV. TV greinir frá því að Fleming hafi mögulega átt þátt í því að koma meint- um „norna- njósnara“ bak við lás og slá. Kona þessi, Helen Duncan, var hand- tekin í seinni heimsstyrjöldinni eftir að hún gaf upp of nákvæmar hernaðarlegar upplýsingar á mið- ilsfundi. Fleming er álitinn hafa hjálpað til við að koma sök á konuna vegna grunsemda um að hún væri njósn- ari sem notaði skyggnigáfu sína í þágu óvinarins. Fleming var við- riðinn bresku leyniþjónustuna á þessum tíma. Fjölskylda Duncan berst enn fyrir því að ættmóðirin fjölkunn- uga verði náðuð opinberlega og fær heimasíða tileinkuð henni fjölmargar heimsóknir á degi hverjum. Nornaveiðar FIMMTUDAGUR 17. MAI FRÁ 20:00 (MALI) (IS) Á NASA VIÐ AUSTURVÖLL LAUGARDAGUR 19. MAI FRÁ 20:00 (YUG) “Fjör fyrir brúðkaup og jarðarfarir” Í LAUGARDALSHÖLL MIÐASALA í verslunum Skífunnar, BT Akureyri & Egilstöðum og á Midi.is FIMMTUDAGUR 17. MAI FRÁ 20:00 (MALI) (IS) Á NASA VIÐ AUSTURVÖLL FÖSTUDAGUR 18. MAI FRÁ 20:00 (UK) (IS) Á NASA VIÐ AUSTURVÖLL Sigríður Klingenberg spámiðill Gæsa- og steggjapartý, konu- og karlakvöld, saumaklúbbar og aðrar almennar uppákomur Pantanasími og nánari upplýsingar í síma: 899-0889 - www.klingenberg.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.