Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 16.05.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is Síðastliðinn 2. maí skrifuðu náms-mannahreyfingar (BÍSN, INSÍ, SÍNE og SHÍ) og fulltrúar stjórnvalda í stjórn LÍN undir samninga sem mörkuðu tíma- mót í sögu Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Grunnframfærslan hefur aldrei hækkað jafnmikið umfram verðbólguspá, tekjuskerðing lækkaði í 10% og í fyrsta skipti geta námsmenn nú sótt um skóla- gjaldalán vegna grunnnáms erlendis. Breytingarn- ar hafa í för með sér útlánaaukningu um 970 millj- ónir sem þýðir að 10.900 milljónir verða greiddar út til 11.000 námsmanna á næsta skólaári. Þessir samningar eru því stórt skref í átt að bættum kjör- um námsmanna. Grunnframfærsla barnlausra námsmanna í leiguhúsnæði er nú um 94.000 kr. á mánuði en á síðasta námsári var hún 87.400 og er það hækk- un um 7,6%. Grunnframfærslan hefur aldrei verið hækkuð jafnmikið umfram verðbólguspá en efna- hagsdeild fjármálaráðuneytisins spáir að verð- bólga ársins 2007 verði um 2,5%. Ef sú spá reyn- ist rétt þýðir það að grunnframfærslan hækkar um 5,1% raungildi, sem kemur sér óneitanlega vel fyrir námsmenn. Tekjuskerðing námslána er nú komin í 10%. En fyrir aðeins þremur árum síðan var hún 33%. Þetta hefur leitt til þess að æ fleiri einstaklingar sem hafa verið á vinnu- markaði geta sest aftur á skólabekk án þess að hljóta alvarlegan tekjumissi vegna vinnutaps. Það markmið bergmálar í lögum sjóðsins sem leggja áherslu á að meg- inhlutverk LÍN sé að tryggja jafn- rétti til náms burtséð frá efnahags- legu baklandi viðkomandi. Í fyrsta skipti í sögu LÍN geta lánþegar nú sótt um skólagjaldalán vegna sér- náms eða grunnháskólanáms erlendis. Þetta er tímamótaskref í lánasjóðsmál- um og veitir háskólum á Íslandi aukið samkeppn- isumhverfi. Í kjölfarið þurfa námsmenn ekki leng- ur að taka markaðslán viðskiptabankanna til þess að fjármagna skólagöngu sína erlendis, viðkom- andi námsmönnum til mikillar ánægju. Stórt skref var stigið í kjarabaráttu stúdenta þann 2. maí og má það þakka góðu samstarfi námsmannahreyf- inganna (BÍSN, INSÍ, SÍNE og SHÍ) og meirihluta stjórnar LÍN. En samningarnir skiluðu sér vissu- lega í bættum kjörum námsmanna. Hafa ber þó í huga að enn mætir grunnfram- færslan ekki raunverulegum framfærslukostn- aði námsmanna og því er það verkefni næstu ríkis- stjórnar að sjá um að svo verði. Höfundur er varaformaður Stúdentaráðs HÍ og fulltrúi námsmanna í stjórn LÍN. Stórt skref í rétta átt Þessi spurning leitar upp í hug-ann, þegar ljóst er orðið að Reykjavíkurborg hyggst opna heimili fyrir útigangsmenn að Njálsgötu 74, í trássi við óskir íbúa næsta nágrennis um að finna hentugri stað fyrir starf- semina. Ítrekað hefur borgar- stjórinn fengið tölvupóst frá íbúum hverfisins sem hafa óskað svara. Hann kýs að þegja þunnu hljóði og láta undirmenn sína um að svara fyrir sig, sem sárafá- ir hafa gert. Skyldi ástæðan vera að þetta mál gæti skaðað ímynd hans sem borgarstjóra, sem hann hefur verið svo duglegur að fegra þegar honum hentar? Ég skil vel að borgarstjórinn okkar er upptekinn maður, en hann hefur samt tíma til að geys- ast fram á sjónarsviðið þegar brennur í Reykjavík og birt- ist okkur borgurum sem vernd- ardýrlingur íklæddur slökkvi- liðsbúningi með hjálm á höfði innan um vaska slökkviliðs- menn. Þegar opna átti spilasal í Mjóddinni, í hans eigin hverfi, lá ekki á honum að berjast á móti því einn og óstuddur og kunnu íbúar Breiðholts honum þakkir fyrir. Samt hafði Happdrætti Há- skóla Íslands fullan rétt á að opna þarna spilasal, en gamli góði Villi stóð fastur sem klettur og fékk þeirri ákvörðun hnekkt. Orðrétt lét hann hafa eftir sér í Frétta- blaðinu þann 7. jan. 2007: „Í það hálfa ár sem ég hef gegnt emb- ætti borgarstjóra Reykvíkinga hef ég kappkostað ásamt sam- starfsfólki mínu í meirihlutanum að innleiða metnaðarfulla fjöl- skyldustefnu sem birtist meðal annars í því að hlusta á óskir og væntingar íbúa borgarinn- ar og vinna með þeim að fram- kvæmd brýnna hagsmunamála. Mér er fyllilega ljóst hvar spila- salir í borginni hafa verið opnað- ir fyrir mína borgarstjóratíð og kunnugt um skoðanir þeirra íbúa sem nærri þeim búa. Þær skoðan- ir eru í takt við þær skoðanir sem þúsundir Breiðhyltinga setja nú fram með svo afgerandi hætti.“ Þessi fögru orð Vilhjálms um metnaðarfulla fjölskyldustefnu, að hlusta á óskir og væntingar íbúa borgarinnar og vinna með þeim að framkvæmd brýnna hagsmunamála, eru orðin tóm þegar kemur að okkur íbúum á Njálsgötunni. Skyldi íbúalýðræð- ið vega þyngra í Breiðholtinu en í miðbæ Reykjavíkur? Er það metnaðarfull fjölskyldu- stefna að opna gistiheimili fyrir útigangsmenn í einni þéttustu byggð Reykjavíkur, þar sem mikið af barnafólki hefur hreiðr- að um sig síðustu ár og þar að auki við hlið barnaheimilis? Ekki hafa íbúar á Njálsgötunni orðið varir við að hann hafi hlustað á óskir okkar. Engin grenndar- kynning fór fram þegar tekin var ákvörðun um rekstur gistiheimil- isins og lásu íbúar um þetta mál í blöðunum þegar búið var að ákveða staðsetningu heimilisins. Við íbúar höfum líka bent á að fasteignasalar hafa tjáð okkur að íbúðaverð muni að líkind- um lækka í nálægum húsum við gistiheimilið. Jórunn Frímanns- dóttir, formaður velferðarsviðs borgarinnar, telur það af og frá, því reynslan sýni annað. Ingi- björg Þórðardóttir, formaður Fé- lags fasteignasala, telur að fast- eignir í nágrenni við gistiheim- ilið muni síður vera seljanlegar. Jafnframt telur hún að það sé full ástæða fyrir riftun kaupsamn- ings ef seljandi lætur ekki vita af starfsemi borgarinnar í götunni og jafnvel ástæða fyrir kaupanda að krefjast lækkunar af kaup- verði. Þetta skilst bara á einn veg. Minnkandi eftirspurn þýðir lægra verð á máli hagfræðinnar. Hvaða reynslu er Jórunn að tala um? Hafa sambærileg gistiheimili verið í svona þéttri byggð áður? Fyrirhugað heimili er að sögn Jórunnar fyrir 10 útigangs- menn og mega þeir vera þarna undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þeim er þó óheimilt að neyta þeirra innan veggja heim- ilisins. Hvar ætli neyslan fari þá fram? Er ekki líklegt að notaðir verði bakgarðar í hverfinu og kannski lóð barnaheimilisins Bar- ónsborgar? Það er engin ástæða til að ætla annað en að þessir ein- staklingar muni geyma tæki sín og tól til fíkniefnaneyslu í næsta nágrenni, þrátt fyrir fögur fyrir- heit Jórunnar um að gæsla þarna verði mikil. Við íbúar hverfis- ins skiljum að einhvers staðar verða þessir einstaklingar að búa, en það hlýtur að vera hægt að finna hentugra húsnæði þar sem byggð er ekki eins þétt og á Njálsgötunni. Enn og aftur skora ég á borg- arstjórann í Reykjavík að end- urskoða staðsetningu heimilis- ins og hlusta á rök okkar íbúa í hverfinu. Höfundur er íbúðareigandi við Njálsgötu. Hlustar Vilhjálmur á borgarbúa?L istaháskóli Íslands var meðal þeirra fjölmörgu aðila sem nutu mikils áhuga ráðherra ríkisstjórnarinnar til að ljúka góðum verkum síðustu dagana fyrir kosningar. Fimm dögum fyrir kjördag skrifaði menntamálaráðherra undir viljayfirlýsingu um framtíðarrekstrarframlag frá ríkinu til skólans og til að fullkomna ljósmyndatækifærið gáfu flokksfé- lagar ráðherrans í borgarstjórn Listaháskólanum lóð í Vatnsmýr- inni sama dag. Sá galli er á gjöfinni að stjórnendur Listaháskólans vilja ekk- ert sérstaklega reisa skólanum nýtt húsnæði í Vatnsmýrinni. Hugur þeirra stendur til þess að skólinn verði í miðbænum, og hefur stjórn skólans lengi leitað að heppilegri lóð á þeim slóðum. Þetta kemur hins vegar ekki að sök því gjöf borgarstjórnar fylgja engar kvaðir um að Listaháskólinn byggi í Vatnsmýrinni, heldur má skólinn ráðstafa lóðinni að vild. Til dæmis má skipta á henni og annarri lóð, „ef aðrir kostir bjóðast“ eins og Hjálmar H. Ragn- arsson, rektor skólans, orðaði það. Nýr meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur, á þeim stutta tíma sem hann hefur verið við völd, sýnt að hann umgengst þau verðmæti sem felast í byggingarlandi í eigu Reykjavíkur- borgar með frjálslegri hætti en hefur viðgengist í seinni tíð. Borgarstjóri notaði dýrmæta lóð við Starhaga í Vesturbænum til að kaupa sig út úr vandræðum sem hann kom sér í með hótun- um um að koma í veg fyrir opnun spilasalar Háspennu í Mjódd- inni. Sjálfur sagði borgarstjóri að þær skaðabætur mætti meta á tuttugu til þrjátíu milljónir króna. Það verður fróðlegt að sjá hvernig sá herkostnaður verður færður í bókhaldi borgarinnar. Verður lóðin þar metin út frá gatnagerðargjöldum eða endanlegu söluverði þegar Háspenna er búin að ráðstafa henni? Að sama skapi er það undarlegur gjörningur að gefa Lista- háskólanum lóð á einhverjum eftirsóttasta stað borgarinnar, ekki til að byggja á, heldur braska með. Hins vegar er ekki hægt annað en að dáðst að taflmennsku Hjálmars H. Ragnarssonar, rektor skólans, sem tók þátt í sjón- arspilinu í síðustu viku án þess þó að binda hendur sínar á nokk- urn hátt. Fyrir vikið standa stjórnendur Listaháskólans uppi með pálmann, eða öllu fremur rándýra byggingarlóð, í höndunum, og geta nú byrjað af krafti að semja um kaup á lóð sem er þeim meira að skapi. Meðal þeirra möguleika sem hafa verið nefndir fyrir staðsetn- ingu skólans í miðbænum er reiturinn sem markast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu. Ekki þarf að hafa mörg orð um að það yrði frábær lyftistöng fyrir Laugaveg ef af þeim áætlunum verður. Skóla af þessu tagi fylgir líf og fjör og ekki síður viðskipti fyrir verslanir og veit- ingastaði í bænum. Meirihluta borgarstjórnar til hróss má því segja að þótt aðferð- in hafi verið stórundarleg, þá var að minnsta kosti höggvið á þann hnút sem var kominn á lausn húsnæðismála Listaháskólans. Stjórnendur skólans hafa nú frjálsar hendur til að finna honum framtíðarstaðsetningu í hjarta miðbæjarins. Vonandi rætist sá draumur þeirra. Listaháskólann við Laugaveg

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.