Fréttablaðið - 16.05.2007, Page 34

Fréttablaðið - 16.05.2007, Page 34
Það er gaman að vera nörd. Æðsti óopin- beri hátíðardagur nördanna kom og fór síðastliðinn laugar- dag, þegar hver stíf- málaður Evrópubúinn á fætur öðrum steig á svið í Hels- inki og þandi raddbönd, sem voru starfi sínu misvel vaxin, fyrir alla álfuna. Ég veit ekki hvort ég geti sagt að ég hafi komið út úr skápn- um sem nörd síðastliðinn laugar- dag, mig grunar að fólk hafi alla tíð vitað af nördhneigð minni, en Eurovisionhneigð mín fór ekki framhjá neinum sem deildi með mér mat og drykk á laugardag- inn. Ég gat svarað öllum spurning- um sem varpað var fram í hálf- kæringi: frá hvaða landi er aftur lagið með blævængjunum? Hver í ósköpunum er Ola Salo? Hvað heitir söngkonan frá Kýpur? (Portúgal, forsprakki sænsku sveitarinnar The Ark, Evridiki). Það þykir ekki mjög smart að lifa sig inn í Eurovision af sömu ákefð og ég geri. Á tímabili bognaði ég undan álaginu og reyndi að skella skuldinni á starf mitt – ég hefði hreinlega neyðst til að fylgjast vel með keppninni í ár. Það var ófor- skömmuð lygi. Mér finnst Euro- vision skemmtilegt. Ég hef alltaf verið nörd. Eins og svo margir aðrir í sömu spor- um reyndi ég þó að berjast á móti hneigðum mínum um hríð, jafn- vel leyna þeim. Þetta tímabil teyg- ir sig ótrúlegt nokk yfir gaggó- aldurinn óþægilega og aðeins inn á menntaskólaár. Þar fékk nörd- inn hins vegar að blómstra fyrir alvöru. Ég fallbeygði latneskar sagnir á gangi í skólanum, hlust- aði á sænskan tvíbura FM eins og mér væri borgað fyrir það og gat varla sofið af spenningi margar vikur fyrir Eurovision. Lífið er bara miklu skemmti- legra sem nörd. Þannig fær maður nefnilega að tapa sér algjörlega í einhverjum viðburðinum, sama hvort um Eurovision eða alþjóð- legt skákmót er að ræða. Ég er ekki frá því að hægt sé að kalla sálarástandið nirvana. Nördískt nirvana. Hver vill það ekki?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.