Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 31

Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 31
Í Keramikgallery við Dal- brekku í Kópavogi má finna allt sem viðkemur föndri á keramik og postulíni. Stöllurn- ar Kristín Ottesen og Þórunn Hafdís, sem reka Keramik- gallery, eru einu keramikfram- leiðendur landsins í dag. „Við erum með allt sem viðkemur keramik og postulíni, eins og liti, pensla og slíkt fyrir þá sem vilja föndra úr slíkum efnum,“ segir Kristín. Hún bætir því við að félagasamtök, saumaklúbbar, vinnustofuhópar og aðrir sem vilji föndra saman versli mikið við þær, enda megi segja að Keramik- gallery sé nokkurs konar föndur- búð. „Við höfum alltaf verið með keramik en erum nýfarnar að flytja inn postulín að auki,“ segir Kristín. „Sjálfar erum við engar listakonur heldur steypum við bara úr mótum sem við kaupum frá Ameríku,“ bætir hún við. „Við erum með keramikbolla og -diska auk þess sem við erum með leir til að nota sem glerbrennslu- mót fyrir þá sem eru að vinna með glerlistina heima við. Keramikið er svo bara málað og lakkað og látið þorna, nema það sé leirtau því þá setur maður glerjung utan á það svo hægt sé að láta það í upp- þvottavél,“ segir Kristín. Um 4.000 vörutegundir af keramik fást í galleríinu og nokkur hundruð af postulíninu. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni keramik- gallery.is. Allt fyrir keramikföndrið

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.