Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 13.09.2007, Síða 40
 13. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR8 fréttablaðið ísmót 2007 Á ÍSMÓTI 2007 var keppt um titilinn „Klæð- skeri og/eða kjólameistari ársins“ á vegum Klæðskera- og kjólameistarafélagsins (KK) í samvinnu við SI og aðildarfélög þess í þjón- ustuiðngreinum. Auk keppninnar kynnti félagið starfsemi sína í Höllinni en félags- menn er að finna á vefnum Meistarinn.is. Keppni KK var hluti af keppni Tískuteyma-SI á mótinu og réði stigagjöf dómnefndar og niður- staða úr símakosningu almennings úrslitum en eftirtaldir meistarar voru tilnefndir til verð- launa: • Berglind Magnúsdóttir, klæðskeri og kjóla- meistari, Klæðskerahöllinni • Berglind Ómarsdóttir klæðskeri, Kjólum og klæði • Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri og kjólameist- ari, Listauka Titilinn „Klæðskeri ársins“ hlaut Berglind Ómarsdóttir klæðskeri, Kjólum og klæði, en það var Hólmfríður Ólafsdóttir úr stjórn Klæðskera- og kjólameistarafélagsins sem kynnti úrslitin á hátíðarkvöldinu. Klæðskeri ársins Innan Samtaka iðnaðarins og aðildarfélaga í þjónustuiðngreinum starfa hundruð fag- manna við hársnyrtingu, snyrtingu, gullsmíði, klæðskurð, kjólasaum og ljósmyndun. Auk þeirra eru innan SI nokkur þekkt fyrirtæki í hönnun og framleiðslu á fatnaði og fylgihlutum ýmiss konar. Þótt margt virðist í fljótu bragði ólíkt með þessum þjónustuiðngreinum er eitt mikilvægt atriði sem sameinar krafta, hugvit og menntun þessa fagfólks í eina heild: Óskin um gott útlit og aukna vellíðan ein- staklingsins sem til þess leitar. Tískuteymi-SI endur- spegla þessa ósk þegar þau koma saman til að veita viðskiptavinum heildræna ráðgjöf og þjónustu. Á Ísmóti 2007 kepptu sjö tískuteymi um titilinn Tískuteymi ársins. Stigagjöf dómnefndar og niður- staða úr símakosningu almennings réði úrslitum á mótinu en eftirtalin þrjú teymi voru tilnefnd til verðlauna: • Tískuteymi-1 á vegum Berglindar Ómarsdóttur, Kjólum og klæði • Tískuteymi-2 á vegum Eddu Hrannar Atladóttur, Leðuriðjunni Atson • Tískuteymi-7 á vegum Selmu Ragnarsdóttur, List- auka Titilinn „Tískuteymi ársins“ hlaut teymi nr. 1 fyrir framlag sitt „Runaway Bride 07.07.07.“ en í því eru: • Klæðskeri: Berglind Ómarsdóttir, Kjólum og klæði • Hársnyrtir: Magnús Þór Reynisson, Hjá Jóa og félögum • Snyrtifræðingur: Berglind Alfreðsdóttir, Com- fort snyrtistofu • Gullsmiður: Helga Jónsdóttir, Gullkúnst Helgu • Ljósmyndari: Ágústa Kr. Bjarnadóttir, Barna- og fjölskylduljósmyndum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra kynnti úrslitin á hátíðarkvöldi Ísmóts. Nánar er fjallað um hvert teymi á si.is/ismot. Tískuteymi ársins TÍSKUTEYMI-2: Kvenleg og sterk. TÍSKUTEYMI-7: Ævintýralegur draumur. Berglind og teymi hennar hugðu að hverju smáatriði. Hér má sjá þær stöllur Berglindi Ómarsdóttur og Hólm- fríði Ólafsdóttur baksviðs eftir verðlaunaafhendinguna. TÍSKUTEYMI ÁRSINS - TÍSKUTEYMI-1. THE RUNAWAY BRIDE 07.07.07 Klæðskeri Berglind Ómarsdóttir, Kjólum og klæði. Hársnyrtir Magnús Þór Reyn- isson, Hjá Jóa og félögum. Snyrtifræð- ingur Berglind Alfreðsdóttir, Comfort snyrtistofu. Gullsmiður Helga Jónsdóttir, Gullkúnst Helgu. Ljósmyndari Ágústa Kr. Bjarnadóttir, Barna- og fjölskylduljós- myndum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.