Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.09.2007, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 13.09.2007, Qupperneq 42
Á Ísmóti 2007 var keppt um titil- inn „Skartgripur ársins“ á vegum Félags íslenskra gullsmiða í sam- vinnu við SI og aðildarfélög þess í þjónustuiðngreinum. Auk keppn- innar kynnti félagið starfsemi sína í Höllinni og tók vel á móti gestum en félagsmenn þess er að finna á vefnum Meistarinn.is. Alls 38 skartgripir bárust í keppnina. Stigagjöf dómnefndar og niðurstaða úr símakosningu al- mennings réði úrslitum á mótinu en eftirtaldir meistarar og verk þeirra voru tilnefnd til verðlauna: Í flokknum „Skartgripur ársins fyrir dömur“: • Skartgripur nr. 139 - Dýrfinna Torfadóttir gullsmíðameistari, Stillholti Akranesi • Skartgripur nr. 155 - Páll Sveins- son gullsmíðameistari, Jóni & Óskari, Reykjavík Í flokknum „Skartgripur ársins fyrir herra“: • Skartgripur nr. 136 - Dýrfinna Torfadóttir gullsmíðameistari, Stillholti Akranesi • Skartgripur nr. 158 - Kjartan Örn Kjartansson gullsmíðameistari, OR hlutagerðarfélagi, Reykjavík Dýrfinna Torfadóttir gullsmíða- meistari kom, sá og sigraði í báðum flokkum fyrir gripi sína nr. 136 og nr. 139 og hlaut fyrir vikið veglegar verðlaunastyttur Ísmóts 2007. Það var Halla Bogadóttir, gullsmiður og fulltrúi Félags ís- lenskra gullsmiða, sem kynnti úr- slitin á hátíðarkvöldinu. 13. SEPTEMBER 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið ísmót 2007 Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður bar sigur úr býtum með skartgrip ársins fyrir dömur og herra á Ísmóti 2007. „Mér fannst þessi keppni mjög góð og þeir voru með mjög góða fagdómara í keppninni en það finnst mér skipta miklu máli,” segir Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður um Ísmót 2007, en hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga, bæði einkasýningum og samsýningum, og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Sjálf segist hún vera keppnismanneskja og stefni líkt og aðrir á sigur. „Maður keppti nú í íþróttum hérna áður fyrr og fer alltaf með því hugarfari að sigra. Samt bjóst ég ekki við þessu því það er svo mikið af góðum gullsmiðum. Ég var búin að setja tvo aðra í fyrsta sætið.“ Þá finnst Dýrfinnu ekki hvað síst mikilvægt að gullsmiður utan af landi skuli hafa unnið til verðlauna, þar sem landsbyggðin vilji oft verða útundan í keppnum sem þessum. Sjálf fæddist hún í Reykjavík en ólst upp á Ísafirði og bjó þar eftir að námi lauk, þar til hún fluttist til Akraness haustið 2001. En hvernig skyldi hugmyndin að kvenskartgripnum hafa kviknað? „Hugmyndin að baki sigurgripnum tengist heitinu á honum sem er „Vertu þú sjálf“. Skartgripurinn er breyti- legur og þú getur breytt honum úr hálsmeni í hattaprjón, bindisnælu eða hvað sem þér dettur í hug. Þú getur því verið þú sjálf og það fer bara eftir þínu eigin hugmyndaflugi hvernig þú notar hann. Skart- gripurinn hæfir því öllum á öllum aldri.“ Að sögn Dýrfinnu er herraskartið líka breytilegt þar sem bindis- nælan er með segli svo hún skemmir ekki flíkina og hægt er að færa hana yfir á hattinn, jakkalafið og fleira. „Næst á dagskrá er að fjöldaframleiða sigurgripina svo þeir verða brátt fáanlegir. Ég tek þó fram að enginn gripur er eins þar sem enginn hugsar eins.“ Margt fleira er á döfinni. Dýrfinna kemur til með að flytja stofu sína frá safnasvæðinu að Görðum yfir í Stillholt á Akranesi. Stofuna opnar hún ásamt Finni Þórðarsyni 29. september, sem verður meira í líkingu við gallerí í verslun. Á næsta ári heldur hún síðan sýning- una 55° norður í Sívala turninum í Kaupmannahöfn. hrefna@frettabladid.is Úr hálsmeni í hattaprjón Skartgripur ársins – fyrir dömur og herra Herraskartgripur nr. 158. Karlkyns kúlu- hringur í silfri. Höfundur Kjartan Örn Kjartansson gullsmíðameistari. Stofa OR hlutagerðarfélag. MYND/UNNUR ÓLÖF MATTHÍASDÓTTIR Sigurskartgripur Dýrfinnu fyrir dömur kallast Vertu þú sjálf eftir þínu höfðu – skapandi kvenskart. Sigurskartgripur Dýrfinnu fyrir herra kallast fjara og skír- skotar til fjöru Íslands og hreinleika sjávar. Dömuskartgripur nr. 155. Hvítagulls- hringur. Höfundur Páll Sveinsson gullsmíðameistari. Stofa Jón & Óskar Dýrfinna Torfadóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.