Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 72

Fréttablaðið - 13.09.2007, Side 72
 KR og Valur mætast í kvöld á KR-vellinum í opinberum úrslitaleik um Íslandsmeistaratit- ilinn í Landsbankadeild kvenna. Liðin eru jöfn að stigum þegar tvær umferðir eru eftir og sigur- vegari kvöldsins verður því með pálmann í höndunum. „Það er frábært að fá svona hreinan úrslitaleik og bara skemmtilegt að mótið skuli þróast svona. Auðvitað hefðum við í Breiðabliki vilja eitthvað kroppa í þessi lið en það er gott fyrir kvennafótboltann að fá svona leik í lok mótsins,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks, sem spáir spennandi leik. „Þetta eru mjög jöfn og áþekk lið. Það verður því mjög spenn- andi að sjá hvernig þessi leikur fer og synd að við hin í deildinni skulum ekki fá að fylgjast með,“ segir Jörundur Áki sem mun stjórna Breiðabliki á móti Fjölni á sama tíma. Jörundur Áki á erfitt með að spá um úrslit en segir Vals- liðið vera sigurstranglegra. „Fyrir fram myndi maður ætla að Valur væri sigurstranglega liðið ekki síst þar sem Margrét Lára virðist vera alveg óstöðvandi. Margrét Lára hefur kannski skorað lung- ann úr mörkum Valsliðsins þá dreifist skorunin meira hjá KR- liðinu og það er helst það sem er einn helst ólíkt með þessum liðum. Margrét Lára hefur oft verið sá leikmaður sem klárar leikina fyrir Valsliðið og KR-ingar þurfa að ein- beita sér að því að stoppa hana,“ segir Jörundur en það er annað sem háir KR-liðinu. „KR-ingar eru á heimavelli en hafa á móti misst Katrínu Ómars- dóttur sem ég tel vera mikinn missi fyrir þær. Það gæti sett svolítið strik í reikninginn að hafa hana ekki þar sem hún var klárlega einn af betri ef ekki besti leikmaðurinn í fyrri viðureign þessara liða í sumar. Það getur samt vel verið að KR-ingar þjappi sér saman og þá er aldrei að vita hvað gerist. Valur er búinn að missa Dóru Maríu út til Bandaríkjanna og það skiptir miklu máli fyrir Valsliðið þar sem hún er lykilmaður í liðinu. Það eru því sterkir leikmenn fjarverandi í báðum liðum,“ segir Jörundur Áki sem býst ekki við að Elísabet Gunn- arsdóttir, þjálfari Vals, spili upp á jafnteflið. „Val nægir svo sem jafntefli en ég á ekki von á að Valsliðið spili upp á jafnteflið. Ég trúi ekki öðru en að Elísabet vilji vinna leikinn. Valsliðið er í hörku formi, var í Evrópukeppni og er að fara í Evr- ópukeppni. Þær eru hundfúlar með að vera ekki lengur inni í bikar- keppninni og KR er komið með aðra höndina á bikarinn,“ segir Jörundur en KR á möguleika á að vinna tvöfalt en eini titillinn í sumar er undir hjá Valsliðinu í þessum leik. Leikurinn er á KR-vellinum og hefst klukkan 17.00. Fyrri leik lið- anna lauk með 1-1 jafntefli. Fréttablaðið fékk fulltrúa frá hinum sjö liðum Landsbankadeild- ar kvenna til að spá fyrir um úrslit leiksins og þar hafði KR betur 4-3. Spá þeirra fylgir hér með. KR og Valur spila óopinberan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvennafótboltanum í kvöld. Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari Breiðabliks, segir Valsliðið vera sigurstranglegra fyrir fram en fleiri fulltrúar félaga í Landsbankadeild kvenna hafa trú á KR-sigri. Græt mig nánast í svefn á kvöldin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.