Fréttablaðið - 05.10.2008, Page 37

Fréttablaðið - 05.10.2008, Page 37
SUNNUDAGUR 5. október 2008 17 Sími 594 5000 Sími 562 4250 www.fjarfesting.is FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF BORGARTÚNI 31 Lilja Nótt Þórarinsdóttir fer með veigamikið hlutverk í spennumyndinni Reykjavík Rotterdam sem var frum- sýnd í vikunni. Á sama tíma frumsýndi hún leikritið Gangverk í Borgarleikhús- inu. Metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason og leikstjórinn Óskar Jónasson eru handritshöfundar Reykjavík Rotterdam, sem fjallar um smygl og ýmislegt sem því tengist. Með aðalhlutverk fara Baltasar Kormákur og Ingvar E. Sigurðsson og leikur Lilja Írisi, eiginkonu áfengissmyglarans Kristófers, sem Baltasar leikur. „Þau búa saman í kjallaraíbúð við lítil efni og eiga tvo stráka. Hún er hárgreiðslukona sem beið eftir honum á meðan hann sat inni. Hún er ekkert sjúklega ánægð með að hann sé að fara á annan túr,“ segir Lilja Nótt og á þar við smygltúr til Rotterdam. Inn í söguþráðinn fléttast síðan persóna Ingvars E. sem er fyrrverandi kærasti Írisar. Lék alka og fegurðardrottningu Lilja Nótt var 25 ára þegar hún ákvað að hefja nám í Leiklistar- skóla Íslands fyrir þremur árum, sem er frekar seint miðað við það sem gengur og gerist. Fram að því hafði hún gert „allt mögulegt“ að eigin sögn, þar á meðal ferðast um útlönd, leikið í áhugaleikhúsum og starfað sem „pródúsent“, fyrir Storm, sem nú heitir Saga Film. „Ég held að maður byrji ekki fyrr en maður er tilbúinn,“ segir hún um leiklistarnámið. Reykjavík Rotterdam er þriðja kvikmynd Lilju, því hún hefur áður farið með eftirminnileg hlut- verk í 101 Reykjavík og Strákun- um okkar. „Þetta er stærsta hlut- verkið hingað til,“ segir hún. „Þetta er allt öðruvísi mynd en hinar því í þeim lék ég áfengissjúkling og fegurðardrottningu.“ Aðdáandi Jet Black Joe Í Reykjavík Rotterdam eru Íris og Kristófer miklir aðdáendur Jet Black Joe og hljómar lagið Free - dom, sem Sigríður Guðnadóttir söng, ótt og títt í henni. „Ég er alveg aðdáandi en þeir eru kannski ekki efstir á „playlistanum“,“ segir Lilja. „En þetta lag er algjört „flassback“ til baka í gelgjuna og algjört æði. Það kunnu allir þetta lag.“ Hún segist hafa skemmt sér vel við tökur myndarinnar. „Það var rosalega skemmtilegt og mjög góður andi á „settinu“. Það var allt- af jafngaman að mæta í vinnuna.“ Nokkuð heimilisleg stemning ríkti á tökustað því synir Baltasars leika syni Kristófers og Írisar í myndinni og segir Lilja þá hafa staðið sig ótrúlega vel. Móðir þeirra heitir einmitt Lilja eins og hún og hefur það eflaust ekki skemmt fyrir við að ná upp rétta andrúmsloftinu. Bekkurinn saman í bíó Næsta vor lýkur Lilja leiklistar- námi sínu en að undanförnu hefur hún eyttt miklum tíma í undirbún- ing frumsýningu Nemendaleik- hússins á Gangverkinu í Borgar- leikhúsinu. Vegna anna við þá sýningu hafði hún ekki enn þá séð Reykjavík Rotterdam þegar Fréttablaðið ræddi við hana í vik- unni. Ætlunin var þó að bæta úr því þegar allur bekkurinn í Leik- listarskólanum færi saman í bíó. Ljóst er að Lilja á framtíðina fyrir sér í leiklistinni en hún er hógvær þegar hún er spurð um næstu verkefni. „Núna er maður að einbeita sér að því að klára skól- ann og síðan tekur maður eitt verk- efni í einu.“ Hún segist vel geta hugsað sér að starfa áfram við kvikmyndir. „Áhugi minn liggur mikið þar. Þetta er allt öðruvísi vinna en í leikhúsi og bara mjög spennandi miðill.“ freyr@frettabladid.is Tvær frumsýningar á einu kvöldi LILJA NÓTT ÞÓRARINSDÓTTIR Leikkonan Lilja Nótt fer með stórt hlutverk í spennu- mynd Óskars Jónassonar, Reykjavík Rotterdam. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JK Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, er langtekjuhæsti rithöfundur heimsins. Á síðasta ári græddi hún sem nam rúmlega fimm pundum á hverri sekúndu, eða tæpar tvö hundruð krónur. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði bandaríska tímaritsins Forbes. Alls þénaði Rowling 170 milljónir punda á síðasta ári, eða 34 milljarða króna miðað við gengi íslensku krónunnar. Tekjur hennar voru sexfalt meiri en tekjur James Patterson, sem var annar á listanum. Í þriðja sæti var síðan spennusagnahöfundur- inn Stephen King, í því fjórða kom Tom Clancy, sem sló í gegn árið 1984 með skáldsögunni The Hunt For Red October og í fimmta sætinu var Danielle Steel. Bækur Rowling hafa selst í 400 milljónum eintaka og verið þýddar yfir á 67 tungumál. Að auki hafa kvikmyndirnar um galdrastrákinn knáa malað gull. Rowling er tekjuhæst JK ROWLING Höfundur bókanna um galdrastrákinn Harry Potter er langtekju- hæsti rithöfundur heimsins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.