Fréttablaðið - 23.11.2008, Page 8

Fréttablaðið - 23.11.2008, Page 8
8 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Þessi þjóð eyðir þegar hún getur og sparar þegar hún þarf,“ segir Haukur Oddsson, forstjóri Borgunar, um miklar breytingar á kortanotkun Íslendinga að undanförnu. Hann segir kortaviðskiptajöfnuð Íslend- inga við útlönd vera fjórum sinnum betri nú en í fyrra. „Reiknað á gengi dagsins var jöfn- uður á Mastercard-kortum 80 milljónir á dag sem við eyddum meira en útlendingarnir. Í dag er hann 18 milljónir,“ segir Haukur og bætir við að vöxtur á eyðslu útlendinga á Íslandi teljist hæfilegur. Haukur segir ótrúlegt að sjá hversu hraðar breytingar urðu á neyslumynstri Íslendinga. Hugsunarháttur landsmanna hafi breyst snögglega upp úr miðjum september. „Við sjáum líka mjög miklar tilfærslur á kortanotkun innanlands. Hún er breytist hægar en er að færast úr debetkortum yfir í kreditkort,“ segir Haukur. Sumir velji þó að nota reiðufé. „Við vitum að það er tvöfalt meira af reiðufé í umferð núna en bara í sumar. Sumir vilja spara með því að vera með peninga í höndunum.“ Hauki sýnist sem fólk sé að gera hag- kvæmari innkaup og kaupa meira í einu en áður. „Þetta er allt rökrétt hvernig fólk bregst við en það kemur okkur á óvart hvað vanskil hækka lítið. Fólk reynir að standa í skilum og það er sameiginlegt verkefni okkar að gera allt til að fólk geti staðið í skilum,“ segir Haukur. Hann segist alveg eins hafa búist við meiri og hraðari vexti vanskila. „Fólk er meira meðvitað um hvað peningar kosta,“ segir Haukur. - ovd DAGSKRÁ UMFERÐARÞINGS 8.30 SKRÁNING OG AFHENDING ÞINGGAGNA 9.00 ÞINGSETNING Karl V. Matthíasson, formaður Umferðarráðs ÁVARP Kristján L. Möller, samgönguráðherra AFHENDING UMFERÐARLJÓSSINS Verðlaunagripur Umferðarráðs veittur í áttunda sinn þeim aðila, einstaklingi, samtökum eða stofnun, sem unnið hefur sérstaklega árangursríkt og/eða eftirtektarvert starf á sviði umferðaröryggismála STUTT HLÉ 10.00 UMFERÐARÖRYGGISÁÆTLUN TIL ÁRSINS 2016 Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu og formaður umferðaröryggisráðs 10.15 GETTING ORGANIZED TOWARDS ZERO ROAD DEATHS? John Dawson, Chairman of EuroRAP and iRAP, Director of FIA Foundation for Automobile and Society 11.15 UMFERÐARÖRYGGI SVEITARFÉLAGA Lárus Ágústsson, Cowi, Danmörku 11.30 EuroRAP Á ÍSLANDI HVAÐA EINKUNN FÆR ÍSLENSKA VEGAKERFIÐ? Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður FÍB og verkefnastjóri EuroRap á Íslandi 11.45 FYRIRSPURNIR OG UMRÆÐUR 12.00 MATARHLÉ 13.00 ENDURSKOÐUN UMFERÐARLAGA Róbert R. Spanó, prófessor í lagadeild við Háskóla Íslands og formaður nefndar um endurskoðun umferðarlaga 13.15 Á AÐ TAKA UPP HLUTLÆGA ÁBYRGÐ EIGENDA? Kolbrún Sævarsdóttir, lögfræðingur hjá Ríkissaksóknara 13.30 AKSTUR UNDIR ÁHRIFUM Valgerður Rúnarsdóttir, fíknsjúkdómalæknir hjá SÁÁ 13.45 Á AÐ LÆKKA LEYFILEG MÖRK ÁFENGISMAGNS Í BLÓÐI? Ágúst Mogensen, forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa 14.00 HVAÐA KRÖFUR Á AÐ GERA TIL ELDRI BORGARA VARÐANDI AKSTUR? Hallgrímur Magnússon, doktor í öldrunargeðlækningum 14.15 FYRIRSPURNIR OG UMRÆÐUR 14.30 KAFFIHLÉ ÖRUGGARI ÖKUMENN – UNGIR ÖKUMENN 15.00 EFLING UMFERÐARFRÆÐSLU Í SKÓLUM – MARKMIÐ OG LEIÐIR Birna Hreiðarsdóttir, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu og formaður starfshóps um útfærslu og tilhögun umferðarfræðslu í skólum landsins 15.15 „STELPUR Í BLEIKU – STRÁKAR Í BLÁU“ HVAÐ MÓTAR HUGMYNDIR KYNJANNA UM BÍLA OG UMFERÐ? Ragnheiður Davíðsdóttir, forvarnarfulltrúi VÍS 15.30 AKSTURSBANN UNGRA ÖKUMANNA OG ÁRANGUR AF ÞVÍ Holger Torp, verkefnastjóri ökunáms hjá Umferðarstofu 15.45 ENDURSKOÐUN ÖKUNÁMS, NIÐURSTÖÐUR STARFSHÓPS Arnaldur Árnason, formaður starfshóps 16.00 ER RÉTT AÐ HÆKKA ÖKULEYFISALDURINN Í 18 ÁR? Sigrún Hlín Sigurðardóttir, háskólanemi mælir með hækkun ökuleyfisaldurs. Sveinn Guðberg Sveinsson, framhaldsskólanemi mælir gegn hækkun ökuleyfisaldurs 16.30 FYRIRSPURNIR, UMRÆÐUR OG ÁLYKTANIR 17.00 ÞINGSLIT Karl Ragnars, forstjóri Umferðarstofu FUNDARSTJÓRAR: Óli H. Þórðarson, fyrrverandi formaður Umferðarráðs Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar Vegagerðarinnar UMFERÐARÞING 2008 GRAND HÓTEL REYKJAVÍK 26. NÓVEMBER 2008 Umferðarþing er öllum opið. Þátttökugjald er 6.900 kr. Innifalið er jólahlaðborð í hádeginu og kaffiveitingar. Skráning er á heimasíðu Umferðarstofu, www.us.is, til 24. nóvember. Þar er að finna nánari upplýsingar um þingið. Einnig í síma 580 2000. 1. Hvað heitir kvikmyndin sem Gísli Örn Garðarsson leikur í og frumsýnd verður sumarið 2010? 2. Hver mun leiða dómnefnd- ina í nýju Idol-þáttunum? 3. Hver er nýskipaður utanríkisráðherra Bandaríkj- anna? Endi bundinn á verkfall Öldungadeild Chileþings samþykkti samhljóða á fimmtudag að ríkisstarfs- menn fái tíu prósenta kauphækkun. Þar með lauk fjögurra daga verkfalli um 400.000 opinberra starfsmanna. CHILE Níræður ók á sjötuga Ekið var á konu á sjötugsaldri sem var að ganga yfir gangbraut á móts við Suðurver um sex leytið í fyrrakvöld. Maður á níræðisaldri ók bílnum. Hann sá ekki konuna sem var dökk- klædd og sást illa í rökkrinu. Konan var flutt á slysadeild og var ekki talin alvarlega slösuð. LÖGREGLUFRÉTTIR Neyslumynstur Íslendinga breyttist hratt þegar efnahagsþrengingarnar skullu á: Tvöfalt meira reiðufé í umferð núna Við vitum að það er tvöfalt meira af reiðufé í umferð núna en bara í sumar. Sumir vilja spara með því að vera með peninga í höndunum.“ HAUKUR ODDSSON FORSTJÓRI BORGUNAR EFNAHAGSMÁL Finnski fjármálasér- fræðingurinn Kaarlo Vilho Jännäri, sem forsætisráðuneytið hefur ráðið til að endurskoða regluverk um fjármálastarfsemi og framkvæmd bankaeftirlitsins hér á landi, fær 60 þúsund evrur, eða sem jafngildir tæplega 11 milljónum króna, fyrir að vinna verkið og er ekki gert ráð fyrir að hann megi stofna til neins kostnaðar utan þess. Jännäri er á eftirlaunum. Hann hefur reynslu bankakreppum og var forstjóri finnska Fjár- málaeftirlitsins á árunum 1996-2006. Hann var mjög áberandi í því starfi í opinberri umræðu í Finnlandi enda hefur Fjármálaeft- irlitið miklu hlutverki að gegna þar í landi. Fyrir þennan tíma starfaði hann meðal annars í Seðlabanka Finnlands og svo hefur hann sinnt ýmsum trúnaðarstörfum, til dæmis hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Allan tímann hefur hann sinnt verk- efnum sem snerta banka- og fjár- málamarkaði. Jännäri var stjórnarformaður finnska bankans Skopbanki sem varð gjaldþrota í bankakreppunni í Finnlandi árið 1993. Von er á Jännäri til Íslands í vik- unni og hefst þá strax vinna hans. Jännäri segist lítið vita um verk- efnið á Íslandi og ekki vita hvenær hann byrjar. Ekki sé tímabært að veita nein viðtöl strax. Jännäri á að skila skýrslu sinni í lok mars og verður hún strax gerð opinber, að sögn forsætisráðuneyt- isins. - ghs Finnski sérfræðingurinn sem á að endurskoða fjármálastarfsemi og bankaeftirlit: Með reynslu af bankakreppu STJÓRNARRÁÐIÐ Forsætisráðuneytið hefur ráðið Kaarlo Vilho Jännäri til að endurskoða regluverk um fjármálastarf- semi. SVEITARSTJÓRNIR Akureyringar vilja að fjármálaráðuneytið heimili rekstur dreifingarstöðvar ÁTVR á Akureyri. Bæjarstjórnin segir jafnframt nauðsynlegt að koma á flutningsjöfnunarkerfi til að jafna flutningskostnað fyrir- tækja sem starfa á höfuðborgar- svæðinu og landsbyggðinni. „Nú þegar fyrirtæki standa frammi fyrir erfiðari rekstrarskil- yrðum en áður er þörfin á að hrinda þessu réttlætismáli í framkvæmd brýnni en nokkru sinni,“ segir bæjarstjórn Akureyr- ar sem enn fremur leggur til að Alþingi láti gera athugun á hagkvæmni strandsiglinga. - gar Bæjarstjórn vill jöfnun: Dreifing ÁTVR sé á Akureyri FERÐALÖG Norska ferðaskrifstofan Islandsferder hefur fengið greiðslustöðvun. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að hætt hafi verið við jólahlaðborðs- ferðir til Íslands sem átti að fara frá völdum stöðum í Noregi fyrir utan Ósló. Engar breytingar verði á ferðum frá höfuðborginni. Viðskiptavinum hefur verið tilkynnt að ferðirnar fáist endurgreiddar að fullu. Ekki er tekið fram hversu margir hafi þegar pantað sér miða í ferðirnar. Islandsferder hefur starfað í Ósló um árabil og sérhæft sig í ferðum til Íslands. - kg Hætt við ferðir til Íslands: Islandsferder í greiðslustöðvun Vegna húsleitar efnahagsdeildar embættis Ríkislögreglustjóra hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu hf. föstudaginn 21. nóvember sl. vill fyrirtækið árétta að aðgerðin og yfirstandandi lögreglurann- sókn beinist ekki að Virðingu og starfsemi fyrirtækisins. Enginn grunur er um að Virðing hafi brotið lög heldur beinist rannsóknin að mögulegri misnotkun markaðsupplýsinga eins starfsmanns fyrirtækisins í málum sem Virðing á engan hlut að. Ekki var hróflað við sjóðum Virðingar, engum fjármunum skotið undan og viðskiptavinir fyrirtækisins hafa engan skaða hlotið. Virðing er löggilt verðbréfa- fyrirtæki sem leggur áherslu á að þjóna fag- og stofnanafjárfestum. Stjórn og starfsmenn Virðingar hafa aðstoðað lögreglu við rannsókn málsins og munu gera það áfram, verði þess óskað. Fyrirtækið leggur áherslu á að um er að ræða opinbert lögreglu- mál sem er óviðkomandi starf- semi Virðingar og vegna rann- sóknarhagsmuna mun fyrirtækið ekki tjá sig frekar um málið meðan rannsókn efnahagsbrota- deildar Ríkislögreglustjóra fer fram. Fyrir hönd stjórnar Virðingar, Þröstur Olaf Sigurjónsson, stjórnarformaður. Yfirlýsing frá Virðingu hf. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.