Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.11.2008, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 23.11.2008, Qupperneq 34
18 23. nóvember 2008 SUNNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Þetta er Sara. Daginn Sarah. Ég heiti Sara, það er ekki H í því. Nú, fyrirgefðu. Ég þoli ekki þegar fólk segir nafnið mitt vitlaust. Kjartan!! Fólkið fer að koma og maturinn er að verða til. Og það er ekki einu sinni búið að teikna þig almennilega!! Litli ljósrauði sokkur Litli ljósrauði sokkur Mjási! Hvað er með þig og þennan sokk? Við eigum bara eitthvað svo vel saman. Mmm... Úff! Börn eru svo heppin. Hvenær datt þér síðast í hug að borða heilan kleinuhring með glassúr... og gerðir það síðan? Ég held að það hafi verið eldsnemma í morgun. Karlmenn og börn eru svo heppin! Og síðan aftur um kaffileytið... Það vill oft verða þannig, þegar aðrar aðferðir til að leysa úr málunum virðast vera komnar í þrot, að umræðan og skoðanaskiptin fari á lægra og lægra plan. Það hefur sannarlega gerst nú og sandkassa- leikir hafa farið fram um allan bæ síðustu daga. Mig minnti alltaf að fólk sem notast við tólf spora kerfið byrjaði lífið hálfpartinn upp á nýtt. Það er einmitt það sem auðmenn og ráðamenn, þeir sem bera ábyrgð á ástandinu, þurfa að gera. Þess vegna fór ég að kynna mér tólf spora kerfið, til að sjá hvort það sé ekki hægt að nota ýmislegt úr því til þess að hjálpa þessu fólki. Reyndar er margt frekar trúartengt í sporunum, sem mér finnst svo sem óþarfi að vera að troða upp á fólkið. Enda held ég að lausnin í þessu máli felist varla í því að kristna fólkið. Samt má margt gott taka úr þessum tólf skrefum, þótt skrefin gætu þurft að vera ansi stór hjá mörgum. Hvernig væri til dæmis að viðurkenna vanmátt sinn gagnvart þessu öllu saman? Það er fyrsta skrefið. Svo væri ágætt ef ýmsir gætu tileinkað sér fjórða skrefið, að gera rækilega og óttalaust siðferðileg reikningsskil. Nú, fimmta skrefið er líka gott, að játa misgjörðirnar fyrir sjálfum sér og öðrum og nákvæmlega hvað í þeim fólst. Í áttunda skrefi felst að skrá misgjörðir sínar og verða fús til að bæta fyrir þær. Níunda skrefið gæti reynst hvað erfiðast, að bæta fyrir brot sín. Það væri ágætt að sjá þessi fimm af tólf skrefum tekin. Tólf spor fyrir þau sem klúðruðu NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir „Mig minnti alltaf að fólk sem notast við tólf spora kerfið byrjaði lífið hálfpart-inn upp á nýtt. Það er einmitt það sem auðmenn og ráðamenn, þeir sem bera ábyrgð á ástandinu, þurfa að gera.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.