Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 2.JÚLÍ 1983 Fræðslumiðstöð iðnaðarins: Þrjátíu námskeið eru haldin árlega ■ „Við erum með um 30 námskeið í gangi árlega. Þetta er námskeið í frxs- ingu sem hér stendur yfir nú og þeir sem sækja það aöallega málmiðnakennarar úr iðnfræðsluskúlunum, sem við höfum boðið forgang að þessum námskeiðum vor og haust“, sagði Þuríður Magnús- dóttir, forstöðumaður Fræðslumið- stöðvar iðnaðarins, sem kynnti frétta- mönnum starfsemina. Fræðslumiðstöð iðnaðarins er ætlað það meginverkefni að efla eftirmenntun í iðnaði. Hún tók til starfa haustið 1981 og hefur til þessa staðið að 29 námskeið- um með á tólfta hundrað þátttakendum. Áhugann og þörfina á þessari starfsemi kvað Þuríður nokkuð mega marka af því að í upphafi vetrar hafi legið fyrir 130 beiðnir og hugmyndir að nýjum nám- skeiðum. Meirihluti námskeiða FMl og sam- starfsaðila hennar hafa verið á sviði löggiltra iðngreina. En ætlunin er að bjóða fram fleiri námskeið fyrir ófag- lærða starfsmenn í iðnaði. Þau námskeið sem nú eru í boði eru í byggingargrein- um, fataiðnaði, málmiðnaði, bílgreinum og rafiðngreinum auk nokkurra annarra. Fræðslumiðstöðin hefur aðsetur í húsi Rannsóknastofnunar byggingariðnaðar- ins að Keldnaholti. -HEI Sigurður Erlendsson málmsmíða- kennari: vera i ■ Þuríður Magnúsdóttir Þeir voru sammála um að nemendurn- ir sem þeir eru að kenna á veturna sé það besta fólk sem þeir vinni með náist gott samband við þá. „Ég held að þetta margumrædda kynslóðabil sé ekki eins breitt og af er látið, og kannski að mestu búið til, t.d. í fjölmiðlum", sagði Jón. Jafnframt eru þeir sammála um að þótt fjármagn sé af skornum skammti megi síst spara það í búnaði skólaverkstæð- anna. Þau þurfi að verafyrirmyndannar- ra verkstæða til þess að unnt sé að undirbúa nemendur sem allra best fyrir störf sín úti í þjóðfélaginu. „Menn mega t.d. hafa í huga hve þjóðarhagur byggist á þessari grein - málmsmíðunum. Skip fara ekki á sjó og frystihúsum verður ekki haldið gangandi nema að við eigum færa menn til að þjóna þeim“, sagði Sigurður. Forsendur framfara í öðrum iðngreinum kváðu þeir einnig felast í því að innan skólanna gefist iðnaðarmönnum kostur á að fylgj- ast með hinum öru breytingum sem eiga sér stað í öllum greinum. -HEl ■ Sigurður Erlendsson og Jón Valdimarsson, málmiðnakennarar í Fjölbrautaskóla Suðumesja, em hér að fræsa stálbita, í vél þar sem 5 hjólum er beitt samtímis. Þeir kváðu þetta nokkuð algenga verkstæðisvél. En nýjustu slíkar vélar á markaðinum geti unnið sama verk með tíföldum hraða. Spurðir um nákvæmnina kváðu þeir mælieiningarnar miðaðar við hundruðustu hluta úr millimetra. í sumum tilvikum þurfi mæling þó að vera ennþá nákvæmari. -Tímamynd G.E. ORION I ■ „Þettaerstórkostlegframföraðeiga ■ þess kost að sækja svona námskeið. Maður finnur það alltaf betur og betur 1 hve nauðsynlegt það er að fá tilsögn til viðbótar því sem maður fékk í smiðj- unni. Ég hef kennt í 7 ár, en vcriö í járnarusli alla starfsæfina, eða síðan ég fór að læra í smiðju 16 ára gamail, enda orðinn ryðgaður," sagði Sigurður Er- lendsson, sem við hittum ásamt Jóni Valdimarssyni á fræsingarnámskeiði á vegum Fræðslumiðstöðvar Iðnaðarins á smíðaverkstæði Fjölbrautaskólans í Breiðholti. En þeir Sigurður og Jón eru báðir kennarar í málmiðnum við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. „Þótt ég hafi lært í góðri smiðju á sínum tíma eru breytingarnar á öllum sviðum svo gífurlegar síðan, að þar er enginn samanburður til“, sagði Jón. „Því lengur sem við erum við kennsluna finnum við meira fyrir þörfinni á að bæta við þá þekkingu sem maður hefur og því að fylgjast sem allra best með þeim framförum og nýjungum sem alltaf eru að bætast við og sérstaklega hafa orðið stórstígar á undanförnum árum“ sagði Sigurður. TTBúinn að járna- rusli alla æfi enda orðinn ryðgað- ur” Sumargetraun Tímans: Getraun ** ^ðill II ■ Hér er endurbirtur getraunaseðillinn í öðrum áfanga hinnar glæsilegu sumargetraunar Tímans, en eins og lescndur muna var drcgið 16. júní í fyrsta áfanga um ferð fyrir tvo til Rimini og dvöl þar í þrjár vikur. Að þessu sinni verður dregið 15. júlí um viðleguútbúnað: Hús.tfald með öllu frá versluninni Sportval. Fyrirkomulag sumargetraunarinnar er hið sama og áður. Síðasti getrauna- seðillinn verður birtur á laugardaginn. Aðeins þeir sem eru skuldlausir áskrifendur þegar drátturinn fer fram gcta tekið þátt í getrauninni. Dregið verður í þriðja áfanga gctraunarinnar 19. ágúst n.k., en þá verður vinningurinn ferð fyrir tvo til Amsterdam. 16. september verður svo dregið í Ijórða áfanga um húsbúnaðarúttekt frá J.L. Iiúsinu. í hvaða sýslu er Skaftafell? □ Vestur-Skaftafellssýslu f □ Austur-Skaftafellssýslu □ Strandasýslu, □ Snæfellssýslu Nafn Heimilisfang 0 Ég er áskrifandi að Tímanum D Ég vil gerast áskrifandi að Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.