Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 2.JÚLÍ 1983 13 menningarmál Barnabækur Æskunnar Stefán Júlíusson Kári litli og Lappi Saga handa bömum. Æskan 1983 ■ Að sjá hið stóra í hinu smáa er eitt af því sem heyrir til list skáldskaparins. Þeir sem það er gefið kunna að segja örlagasögur án þess að þar komi til undur eða býsn. Örlög okkar flestra ráðast af smámunum. Hversdagsleikinn verður okkur örlagavaldur án þess að nokkuð sérstakt gerist. Stefán Júlíusson sýndi strax með fyrstu bók sinni að hann skildi mikilvægi hins hversdagslega fyrir barnshugann. Það er enginn reyfarabragur á sögunni um Kára litla og Lappa. En hún er sögð af íþrótt sögumanns og nærfærnum skiln- ingi á barnssálinni. Því er þetta góð saga og holl til lestrar. Kári litli og Lappi kemur nú út í sjöundu útgáfu hjá Æskunni, 45 árum eftir að sagan kom fyrst út. Það mun lítil ástæða til að kynna þá sögu því að ætla verður að svo til allt fullvaxta fólk á sextugsaldri og yngra hafi lesið hana sér til ánægju. Það fer vel á því að svo þjóðleg og þjóðkunn saga er fyrsta bók í nýstofnuðum bókaklúbbi Æskunnar. Afar og ömmur sem lásu í bernsku Tekið ofan Sara eftir Kerstin Thorvald Monica Schultz myndskreytti Þorgerður Sigurðardóttir íslenskaði. Þetta er falleg bók og girnileg fyrir unga lesendur, bæði vegna máls og mynda. Kerstin Thorvald er kunnur blaða- maður og rithöfundur. Eftir þeim grein- um að dæma sem ég hef lesið eftir hana skrifar hún af siðferðilegri alvöru og leggur áherslu á heilbrigða lífshætti. Hér segir hún sögu frá sjónarmiði ungrar stúlku. Sara er fimm ára og að vonum lítur hún margt öðrum augum en gamla fólkið. Höfundurinn hefur tekið sér hvíld frá því að áminna fullorðna um holla siði og hóf í lífsvenjum og kosið að fylgja Söru litlu og njóta lífsins með henni um stund. Og með þeim er gott að fylgjast á hvaða aldri sem við erum. Sara býr með mömmu sinni en pabbi hennar í annarri íbúð með Bertu og þau eiga Lilla, hálfbróður Söru. - En mamma hennar á sér kærasta sem heitir Óli. Þetta fólk kemur allt við sögu svo sem vænta má þar sem það er nágrannar auk annarra tengda. Þessi sifjamál eru í ■ Nú er að ljúka sönghátíð þeirri miklu, sem hér varháð26. júní til 1. júlí. Fjórir nafnkunnir listamenn komu hing- að og höfðu námskeið fyrir lengra komna í söng og undirleik, og héldu auk þess þrenna einsöngstónleika; söngvar- arnir Gérard Souzay, Glenda Maurice og Elly Ameling, og undirleikarinn Dalt- on Baldwin. Allir þeir sem námskeiðin sækja, bæði þeir sem taka þátt, og hinir sem einungis hlýða á, hafa verið upp- tendraðir af hrifningu, séð smáatriði ljóðasöngsins í nýju og skýrara ljósi. Aðferðin mun hafa verið sú, að fyrst syngur söngvari Ijóð sem hann hefur æft;' síðan bendir leiðbeinandinn á sitthvað sem öðruvísi hefði mátt vera, og loks syngur nemandinn ljóðið aftur. Og undantekningarlaust urðu framfarir, stundum gríðarlegar. Sem dæmi var tækni Glendu Maurice lýst þannig, að hún spyrði nemandann gjarnan út úr efni kvæðisins. Hver er söngvarinn og hvar er hann staddur? Maður eða kona? Ungur eða gamall? Og svo framvegis, Þessir stóru kúnstnerar leggja semsagt mest upp úr túlkun textans, jafnvel þótt textameðferð sumra hinna mestu þeirra sé slík að ekkert orð sé skiljanlegt, jafnvel þótt sungið væri á þekktu tungu- máli. Sem er ekki nærri alltaf, því á tónleikum vikunnar voru ljóð á frönsku, spænsku, portúgölsku, ítölsku, rúss- nesku og ensku, auk þýsku að sjálf- sögðu. Textarnir voru prentaðir á frum- málinu og í þýðingu valinkunnra manna, þeirra Kristjáns Árnasonar og Reynis Axelssonar og efnisskráin mjög vönduð að því leyti - að hinu leytinu voru engar aðrar upplýsingar í henni, annað en sölumennskuhjal um söngvarana. Verndarar námskeiðsins eru Sparisjóður Reykjavíkur og Flugleiðir, tveir aðilar sem ætla að standa sig í menningunni þótt hart sé í ári. Gérard Souzay söng í Austubæjarbíói mánudagskvöldið 27. júní við undirleik Daltons Baldwin. Souzay hefur verið hér alltíður gestur „gegnum árin“ og mun nú vera um hálfsjötugur. Á tónleik- unum fór hann ekki sérlega vel af stað í verkum fornmannanna Jacopo Peri (sem fann upp óperuformið árið 1600, að því mér var sagt), Rafaello Rontani, Gius- eppe Giordani og Alessandro Scarlatti. Röddin var ekki sérlega stöðug, og söngurinn loðinn. En hann sótti sig í fjórum söngvum Schuberts og öðrum fjórum eftir Richard Strauss. Eftir hlé komu ljóðasöngvar eftir Gabriel Fauré og síðan Tsjækofskí, og þá hafði Souzay náð sér verulega á strik og söng sem þrítugur væri. Síðast komu þrír söngvar eftir Henri Duparc, og loks þrjú eða fjögur aukalög. Þótt hér sé það nefnt, að Souzay tók dálítinn tíma til að komast á fullan skrið, samræmi við nútíma mannlíf jafnt í Svíþjóð og á íslandi. Sagan um Söru er samtímasaga. Og börnin geta alltaf sagt eins og Örn Arnarson er hann minntist berskunnar: „Mér varð margt að tárum, rnargt þó vekti kæti“. Það er alltaf söguefni fyrir þá sem kunna að verða börnunum samstíga. Og það er gott að kunna sem lengst. Því er enginn of gamall til að njóta góðrar barnabókar. H.Kr. ■ Halldór Krístjáns- son skrifar um bækur og að rödd hans hefur dökknað með árunum þannig að henni hentar kannski best hetjulegur stíll rússneskra tónskálda (svo dæmi sé nefnt), þá verður ekki kringum það komist, að hann er svo dæmalaus listamaður, svo áhrifamikill túlkandi og flytjandi þessarar ljóðasöng- listar, að hann sveiflarsér himinhátt yfir slík smáatriði. Enda er söngtækni hans vafalaust fullkomin; og við getum ekki annað en tekið ofan fyrir svo stórkost- legum kúnstner, sem hingað kemur hvað eftir annað til að víkka sjóndeild- arhring vorn. Því það hefur hann sannar- lega gert, og í ósmáum mæli: Hver hefði þekkt nokkuð til söngljóða Debussys, Fauré eða Duparc nema fyrir tilstiili Souzays? Það er nefnilega eins með listina og með vísindin, að hinn skapandi hluti hennar fer fram við landamærin: miklir listamenn flytja ekki alltaf sama prógrammið, heldur víkka þeir sífellt út sitt eigið svið og áheyrenda sinna. Gérard Souzay og lið hans hefur unnið mikið starf að því að útvíkka vitundarsvið íslenskra áhugamanna um ljóðasöng, og að auki flutt okkur hið besta á þessu sviði, sem til er í heiminum. Tónleikar Souzays sjálfs eru jafnan stór- kostlegir og eftirminnilegir, eða eins og einn hrifinn áheyrandi sagði í lokin: „Ég hélt að svona lagað gæti ekki gerst nema á plötum". Þetta var auðvitað röng hugsun, þótt velmeint væri: plötur eru aldrei jafnskemmtilegar og tónleikar. Dalton Baldwin spilaði með af alkunnri snilli sinni og kurteisi. 29. 6. Sigurður Steinþórsson Sigurður Steinþórsson skrifar um tónUst I SmÍNJÚLtUSSON KáriHtliT ogLappi sinni fyrstu útgáfu Kára litla munu unna barnabörnum sínum þess að njóta sam- fylgdar Kára og Lappa og síðan hver aldursflokkur af öðrum. Hér mun því nóg að minna á þessa útgáfu. Myndir eftir Halldór Pétursson skreyta hana og prýða. TIL AFGREIÐSLU STRAX í H ; mm-. wm ■* -■■■■>■ KRONE RÚLLUBINDIVÉLAR framti'ðin í hevskap Kostir rúllubindivélanna eru margir fram yfir hinar heföbundnu baggavélar sem nú eru í notkun hér á landi. Rúllubindivélin bindur heyiö í stærri einingar, um 250 - 300 kg. bar af leiöandi verða færri einingar á túninu, og með moksturstæki á traktornum verður heimflutningurinn auöveldur. Þegar aðeins gefast fáeinir þurrkdagar í heyskapnum, er gott aö hafa hraðvirka og örugga hirðingu á heyinu, það getur gert gæfumuninn. Eins gefur rúlluþindivélin fleiri möguleika á votheysverkun. Með því að pakka í plast, eykst nýtingin á heyinu og ekkert tapast af fóðurgildinu. Leitið nánari upplýsinga. Veldu þér vandaða vél HAMAR HF

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.