Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 3
fréttir Sólbaösstofum lokaö þar sem ekki eru tilskilin leyfi til rekstrar: PIOFIIM ÞURFT AD TVÍLOKA SUMUM” segir Oddur E. Hjartarson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins ■ „Ef þessar sólbaðsstofur uppfylla ekki lágmarksskil- yrði um hreinlæti þá er þeim umsvifalaust lokað og það hafa komið upp nokkur slík tilfelli, en menn hafa svo þráast við og við þurft að tvfloka sumum“ sagði Oddur E. Hjartarson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins í samtali við Tímann en nokkur brögð eru að því að þær sólbaðsstofur sem hér hafa sprottið upp eins og gorkúlur að undanförnu hafa ekki tilskilin leyfí til rekstrar síns. „Menn verða að hafa baðherbergi eða sturtu til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á þegar þeir koma.“ Aðspurður um hvort ekki væri óheim- ilt að hafa þetta í heimahúsum eins og víða er sagði Oddur að sú leið hefði verið farin að þegar þetta væri í heima- húsum og aðskilið þá kæmi það til kasta byggingarnefndar. „Þá er spurningin um breytt húsnæði og byggingarnefnd verður að sam- þykkja, eða viðurkenna breytinguna og þá er oft á tíðum aflað upplýsinga, eða vottorðs, frá nærliggjandi húsum varð- andi ónæði, bílastöður og annað. Það er að sjálfsögðu ekki hægt að banna fólki að hafa sólbekki heima hjá sér fyrir vini og vandamenn en um leið og farið er að auglýsa þetta sem opinbera starfsemi verða tilskilin leyfi að vera til staðar sagði Oddur. Matthías Garðarsson fulltrúi hjá Heil- brigðiseftirlitinu hefur mest verið með þessar sólbaðsstofur á sinni könnu þar. Hann sagði í samtali við Tímann að þessar heimasólstofur væru stöðvaðar af þeim um leið og þær væru auglýstar sem opinber starfsemi og hefðu ekki tilskilin leyfi... „Ef þetta er í beinum tengslum við íbúð þá má ekki starfrækja þetta og menn fá ekki leyfi fyrir þeim“, sagði hann og taldi að tilfellin sem þeir hefðu haft afskipti af á þessu ári væru um 10 talsins. Flatlús? Matthías var spurður um hvort rétt væri að einhver tilfelli um flatlús hefðu komið upp á þessum stofum. „Ég hef heyrt þennan orðróm en við höfum ekki fengið neinar ákveðnar ábendingar um þetta. Þetta hefur tiltölu- lega nýlega komið upp og borist okkur til eyrna og hugsanlega gæti eitthvað verið til í þessu", sagði hann, og bætti því við að þetta væri alvarlegt mál ef rétt reyndist. Hvað þrifnaðinn varðaði á þessum stofum sagði Matthías: „Við leggjum hart að öllum sem reka svona starfsemi að umsjónarmenn hreinsi bekkina sjálfir en áður vildi það brenna við að viðskipta- vinirnir væru látnir um það verk. Þeir sem eiga þetta bera ábyrgð á því sjálfir og eftir að þeir hafa sótthreinsað bekkina eiga þeir að hreinsa þá með vatni því sumir hafa ofnæmi fyrir hreinsiefnun- um". Hann sagði ennfremur að í þessu sambandi hefði komið fyrir að fárán- legur misskilningur hefði komið upp þannig að maður skildi ekki að það skuli vera dagurinn í dag... „það bar á því fyrst að sumir þeirra sem voru með þetta ráðlögðu fólki að fara ekki í bað því þá gæti sólbrúnkan þvegist af“... -FRl Kjartan Lárusson á fundi með blaðamönnum. Tímamynd: Arni Sæber ríkisins: 15 Eddu-hótel rekin í sumar ■ „íslendingar kunna vel að meta Eddu-hótclin, það hefur sýnt sig“, sagði Kjartan Lárusson, forstjóri Ferðaskrif- stofu ríkisins á blaðamannafundi í gær, þar sem vakin var athvgli á starfsemi Fcrðaskrifstofu ríkisins í sumar og þá sérstaklcga Eddu-hótelanna. „í suinar verða rekin 15 Eddu-hótel víðsvegar um landið. Reksturinn verður með mjög svipuðu sniði og undanfarin sumur. Öll eru þau í skólum nema á Flókalundi v/Vatnsfjörð og Bjarkarlundi í Barðarstrandasýslu. íslendingarvirðast loks vera farnir að átta sig á að það er einnig hægt að ferðast um ísland. Nú er ég ekki að gera lítið úr utanlandsferðum, mér finnst bara að fólk ætti einnig að skoða eigið land", sagði Kjartan. „Ætli þetta séu ekki um 1000 rúm í allt á öllum Eddu-hótelunum fyrir utan svefnpokapláss. Reynt er að bjóða upp á ýmsa afþreyingarmöguleika eins og sund, badminton, hestaleigu o.fl. I sumar verður einnig boðið upp á ferðir fyrir íslendinga á kostnaðarverði um landið." Það kom fram að afkoma ferðaskrif- stofunnar hefur verið góð og á síðasta ári var nettó-hagnaður af heildarrekstri skrifstofunnar rúmar 8 millj. og þar af um 2 millj. vegna reksturs Eddu-hótel- anna. „Ég vil sérstaklega vekja athygli á starfsfólki Eddu-hótelanna. Það ber hag af góðum rekstri. Því er tryggð ákveðin prósenta af heildarveltu, fá sem sagt bónus, enda hefur það verið í hærri jaðrinum miðað við laun starfsfólk- í sömu stöðum á öðruin hótelum. Nú hótelstjórarnir okkar eru í annarri vinnu 2/3 hluta ársins þannig að þeir koma ferskir til starfa og slíkt er ómetanlegt", sagði Kjartan að lokum. -Jól TVonum að flug- vallarskatf urinn leggist niður” - segir Heimir Hannesson formaður Ferðamálaráðs ■ Fjármálaráðherra Albert Guð- skatt, sem innheimtur hefur verið á mundsson, hefur lýst áhuga sínum á að Keflavíkurflugvelli um árabil. lækka eða afnema með öllu flugvallar- „Þessi skattur er með þeim hæstu sem þekkist í vestrænum heimi og innheimtur er sérstaklega án þess að vera innifalinn í fargjaldi. Innheimta hans hefur oft og tíðum vakið ómælda gremju ferðamanna og jafnvel orðið til þess að erlendar ferðaskrifstofur hafa hætt við sölu á ferðum til íslands, þannig að það er von ráðsins að hann verði lagður niður,“ sagði Heimir Hannesson, formaður ferðamálaráðs, þegar Tíminn innti hann álits á þessari hugmynd. Heimir sagðist ennfremur viss um að skatturinn, sem innheimtur er við brott- för erlendra ferðamanna, hefði orðið til þess, að hætt hefði verið við innkaup í Fríhöfninni og í íslenska markaðnum á Keflavíkurflugvelli. -Sjó Nær 30 árekstrar ■ Það voru miklar annir hjá lögregl- unni í Reykjavík í gær. Hvorki meira né minna en 27 árekstrar urðu. Að sögn lögreglunnar er langt síðan svona margir árekstrar hafa komið á einum og sama deginum. í gær var útborgunardag- ur plús föstudagur og það virðist hafa stressað fólk með þessum afleiðingum. Sem betur fer urðu engin alvarleg meiðsl á farþegum bifreiðanna. - Jól ■ Reynir Jónasson organisti í Neskirkju heldur orgeltónleika í kirkjunni á sunnudagskvöldið, 3. júlí kl. 20.30. A efnisskrá verða verk eftir J.S. Bach, Georg Böhm og Poul Hindemith. Reynir hefur nýlokið 8. stigi í orgelleik við tónskóla þjóðkirkjunnar, en það er hæsta stig á þetta hljóðfæri sem hægt er að taka hérlendis. Alþjódlega samvinnu- dagsins minnst í dag ■ Alþjóðlegs samvinnudags er minnst í 61. skipti í dag. Af því tilefni hefur framkvæmdanefnd Alþjóðasamvinnu- sambandsins, ICA, sent frá sér ávarp til samvinnumanna um allan heim: „Til alþjóðlega samvinnudagsins var stofnað til að gefa samvinnumönnum um allan heim tækifæri til að staðfesta árlega sameinaðan vilja sinn til framfara fyrir allt mannkyn, og til að undirstrika, jafnt í heimalöndum sem á alþjóðavett- vangi, tilgang þeirrar alþjóðasamvinnu sem á sér vettvang innan Alþjóðasam- vinnusambandsins," eru upphafsorð ávarpsins. Einnig er talað um samþykkt Alþjóða- samvinnusambandsins sem nefnist „Stefna ICA í þróunarmálum samvinnu- félaga". Hinar 364milljónirfélagsmanna aðildarsambanda ICA eru hvattar til að dreifa innihaldi samþykktarinnar sem víðast og styðja framkvæmd hennar, jafnframt því sem alþjóðlega samvinnu- dagsins er minnst. Samþykktin er fáan- leg á öllum hinum 5 opinberu tungumál- um ICA. Banaslys f Grímsey Fimm ára drengur hrapaði fram af klettum — 12 til 15 metra fall ■ Einn þríhurunna í Grímsey lést í Reykjavík kl. fjögur í nótt. Lést hann af völdum meiðsla þeirra er hann hlaut þcgar hann hrapaði í klettum í Grímscy í fyrrakvöld. Tildrög slyssins voru þau að þribur- arnir voru að leika sér í klettunum og hætti einn þeirra sér of framarlcga á klettabrúnina ineð þcim alleiðingum að hann hrapaði. Þegar bræðurnir tveir sem voru með honum komu síðan hlaupandi og létu vita hvað gerst hafði var brugðið skjótt við og farið á staðinn. Fallið var 12-15 metrar. Drengurinn lá þá rænulaus og grcini- legt var að hann haföi hlolið töluverö höfuðmeiðsl, en virtist óbrotinn að öðru leyti. Varöskiptið Þór var statt í sundinu fyrir utan Grímsey með þyrlu innan- borðs og var lil taks ef llugvél frá Akureyri gæti ekki lent í Grímsey. En sú vél gat lent og drengurinn fluttur til Akureyrar en þaðan var flogið meö hann til Rcykjavíkur og þar lést liann af völdum meiðslanna um fjögurleytið í nótt. Nafn drengsins var Konráð Gylfason og var hann 5 ára. - Jól Krafla: SKlÁLFlflVIRKNIN HELDUR ÁFRAM ■ „Þetta hefur verið rólegt hjá okkur síöustu tvo daga, skjálftavirknin heldur áfram en dregiö hefur úr henni og landris minnkað“ sagði Hjörtur Tryggva- son rannsóknarmaður í samtali við Tím- ann cn hann hefur eftirlit með skjálfta- mælunum í Kröflu. „Nú koma svona 1-2 Skjálftar á sólarhring sem menn finna fyrir en smáskjálftarnir sem koma fram á mælun- um eru margir“. Norræna eldfjallastöðin hefur nú sent mann til Kröflu og er ætlunin, af hálfu stofnunarinnar að hafa mann staðsett- an þarna þar til séð verður hvort eitthvað komi út úr þessari auknu virkni á svæðinu. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.