Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.07.1983, Blaðsíða 7
IUGARDAGUR 2JÚLÍ1983 ■ „Úr þvi að til er fólk, sem er svo vitlaust að þykja það sniðugt að vera með níu Ijós á maganum, þá finnst mér allt í lagi með að græða svolítið á dellunni,“ sagði Ulla, þegar hún lét taka mynd af sér í blússu með villi-hlébarðamunstur og níu Ijósum á maganum! Með Ijós á maganum! ■ Hún Ulla Hjortenberg, sem er danskur lyfjafræðingur, var í barnsburðarfríi og langaði til að hafa einhverja skemmti- lega handavinnu til að grípa í. Af tilviljun sá hún enska blússu, sem gerð hafði verið fyrir unga áhugamenn um flug, og á blússunni var saumuð (applikeruð) flugvél, og var hún með Ijós í trjónunni. Það var þannig hannað að mjög lítil pera gaf frá sér ljós, ef kveikt var á litlum rafgeymi sem fylgdi. Hann mátti festa innan á blússuna, eða hafa í vasa. Nú fór Ulla að fá ýmsar hugmyndir um upplýstar, blikkandi blússur. Raffræð- ingur, vinur hennar hjálpaði henni að koma örsmáum rauð- um, gulum og bláum perum fyrir ásamt rafgeymum, en sjálf saumaði hún ýmsar myndir á einlitar blússur, sem hún keypti tilbúnar. Þetta vakti strax athygli diskótek-unn- enda, sem vilja hafa líf og fjör og Ijósagang í kring um sig, og var eftirspurnin eftir sjálflýs- andi blússunum mjög mikil. Sá þótti ekki maður með mönnum, meðan þessi dellan var að ganga yflr, nema sem hafði í það minnsta níu Ijós á maganum! Það eina sem að var, var að þetta voru nokkuð dýrar flíkur, og diskótek-fólkið var fæst mjög vel efnum búið. Blússan kostaði um 1500 krón- ur ísl., enda sagðist listakonan hafa verið dag að gera hverja og eina, en vel að merkja í hjávcrkum frá húsverkum og barnapössun. leigutaki ákveður að leigutíma loknum að kaupa leigt verk, þá dregst leigugjald frá kaupverð- inu. Ég held að starfsemi sem þessi myndi stuðla að aukinni kynningu á verkum íslenskra myndlistarmanna og gefa kaup- endum myndverka meira svig- rúm til að kynna sér nánar verk, sem áhugi er fyrir, áður en kaup fara fram,“ sagði þá Jóhann. Er ekki töluverður stofnkostn- aður þessu fylgjandi? „Jú, m.a. vegna innrömm- unar verka sem til leigu verða ásamt ljósmyndum. Ætlunin er að ganga frá í möppur ljósmynd- um af verkum sem til útleigu verða og auðvelda þannig fólki að kynna sér verkin og höfunda þeirra. Einnig er töluverður kostnaður fylgjandi breytingum sem gerðar verða á innrétting- um. Þess vegna er leitað eftir stuðningi þeirra sem áhuga hafa á að notfæra sér þessa þjónustu, með það fyrir augum að strax í byrjun verði hægt að bjóða upp á sem mest úrval myndverka. Af þessu tilefni hef ég gefið út svokölluð forgangsbréf að upp- hæð kr. 1.000 og kr. 2.500 sem einstaklingar og fyrirtæki geta keypt og um leið tryggt sér forgang að þeirri þjónustu sem Listaverkaleigan býður upp á. Forgangsbréf þetta er jafnframt fyrirframgreiðsla upp í væntan- leg viðskipti handhafa þess við fyrirtækið, en við innlausn þess veitist 20% afsláttur, vegna keyptrar þjónustu, af sömu upp- hæð og forgangsbréfið hljóðar upp á. Nánari upplýsingar um Listaverkaleiguna og söluna eru veittar á sýningu minni ásamt því að þar eru forgangsbréfin til sölu,“ sagði Jóhann. Hvað ertu að sýsla í tónlistinni núna? „Það er mest lítið eins og er. Ég hef um nóg annað að hugsa þessa stundina. En í framtíðinni hef ég mikinn áhuga á að gera ýmsar tilraunir með „original" efni, en í ballbransann fer ég ekki, það tel ég illa nauðsyn," sagði hann að lokum. erlent yfirlit ■ Frá æflngum í japönskum herforingjaskóla Sigur Nakasone varð minni en búizt hafði verið við Vafasamt að vígbúnaður Japana verði aukinn ■ Á SUNNUDAGINN var fóru fram kosningar til öldunga- deildar japanska þingsins. Að þessu sinni fór aðeins fram kosn- ing á helmingi deildarinnar, en alls er hún skipuð 252 fulltrúum. Utan Japans var fylgzt með þessum kosningum af nokkurri forvitni, því að þær þóttu líkleg- ar til að geta gefið vísbendingu um afstöðu kjósenda til Naka- sone, sem tók við forsætisráð- herraembættinu fyrir nokkrum mánuðum. Nakasone var veitt athygli er- lendis vegna þess, að hann hefur einna ákveðnast japanskra stjórnmálamanna tekið undir þau tilmæli Bandaríkjastjórnar að Japanir ykju verulega varnir sínar og tækju við gæzlu, sem Bandaríkin hafa annazt undan- farið á stórum hluta Kyrrahafs- ins. Þessi afstaða Nakasone þótti koma glöggt í Ijós á leiðtoga- fundinum í Williamsburg, þegar hann lýsti fylgi sínu við þá yfirlýsingu fundarins, að vestræn ríki myndu framfylgja áætlun Nató frá 1979 um staðsetningu bandarískra meðaldrægra kjamavopnaflauga í Evrópu, ef ekki hefðu náðst samnirigar við Rússa um takmörkun slíkra vopna í Evrópu fyrir næstu ára- mót. Andstæðingar hans í Japan gripu þetta á iofti og töldu það merki um, að Japan væri á leið inn í Atlantshafsbandalagið. Nakasone bar á móti því og dró úr tali sínu um aukinn víg- búnað eftir því, sem kosningarn- ar nálguðust. Jafnframt komust svo önnur mál, sem snertu ástandið innan- lands, meira á dagskrá. Sennilegt er því talið, að kosningarnar hafi ekki nema að litlu leyti snúizt um varnarmálin. Nakasone gaf hvað eftir annað þá yfirlýsingu, að hann myndi ekki verja meiru en 1% af þjóð- artekjum til vígbúnaðar. Þetta er mark, sem fylgt hefur verið að undanförnu, en auðvelt er talið að komast framhjá því með breyttum reikningsaðferðum. KOSNINGABARÁTTAN einkenndist mjög af því, að al- menningur virtist gefa henni lít- inn gaum. Sumir fréttaskýrendur töldu þetta stafa af því, að flokk- arnir tefldu nú ekki fram á fundum sínum söngvurum, leik- urum og trúðum, eins og áður var venja. Samkomulag hafði orðið um það milli flokkanna að leggja þennan sið á hilluna. Það mun hafa átt verulegan þátt í því, að dró úr aðsókn á kosningafund- ina. ■ Nakasone Kosningaþátttakan gaf hins vegar til kynna, að ástæðurnar væru fleiri og þó einkum þreyta og áhugaleysi hjá kjósendum. Þátttaka í kosningunum hefur aldrei orðið minni í Japan. Kosn- ingaþátttakan varð um 57%. Flokkur Nakasone, Frjáls- lyndi flokkurinn, fékk nú minni hlutdeild í greiddum atkvæðum en áður eða 35.3%, en fékk 43% í kosningunum 1980, en þá var útkoma hans þó verri en oftast áður. Það bætti Frjálslynda flokkn- um þetta upp, að tveir næst- stærstu flokkarnir töpuðu enn meira. Kommúnistar, sem eru fjórði stærsti flokkurinn, bættu aðeins stöðu sína og fengu tveim- ur þingmönnum fleiri en áður. Utanflokkamenn héldu hins veg- ar velli og nýir smáflokkar hafa bætzt við, sem fengu 1-2 þingmenn, en aðrir gengu líka úr skaftinu. Eftir kosningarnar er staða stærstu flokkanna nú þessi í öldungadeildinni, en 252 full- trúar eiga þar sæti, eins og áður segir: Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn 137 (134 áður), Sósíalistaflokk- urinn 44 (48 áður), flokkur Búddhista, Komeito, 26 (27 áð- ur), kommúnistar 14 (12 áður) og lýðræðissósíalistar 12 (óbreytt). Til viðbótar koma svo nokkrir smáflokkar og utanflokkamenn, samtals 19 þingmenn, og er það óbreytt tala. Frjálslyndi flokkurinn heldur þannig áfram góðum meirihluta í deildinni og hefur bætt við sig þremur þingmönnum. Fyrir kosningarnar hafði því yfirleitt verið spáð, að hann bætti við sig 10-12 þingmönnum. ÞVÍ var einnig spáð fyrir kosn- ingarnar, að Nakasone myndi nota tækifærið, ef hann fengi hagstæða útkomu, til að rjúfa fulltrúadeildina, sem er aðal- deildin, og láta kjósa til hennar. Nú er þetta talið vafasamara. í fulltrúadeildinni eiga 511 þingmenn sæti og eru 284 þeirra tilheyrandi Frjálslynda flokkn- um eða einhverjum af örmum1 hans. Frjálslyndi flokkurinn er í reynd bandalag nokkurra hópa, sem hafa myndazt um helztu foringja flokksins. Þegar forsætisráðherra Japans hefur efnt til kosninga, hefur ástæðan oft ekki verið sú, að tilgangurinn væri að ná þingsæt- um af stjórnarandstæðingum. Miklu oftar hefur tilgangurinn verið sá, að reyna að vinna þingsæti af keppinautunum inn- an flokksins. Sennilegast er talið, að eftir þessi úrslit hafi Nakasone hægt um sig um hríð og haldi vígbún- aðinum í svipuðum skorðum og áður. Þegar frá líður kunni hann hins vegar að hugsa sér til hreyf- ings. Hann hefur verið og er mikill áhugamaður um samvinnu við Bandaríkin og Vestur-Evrópu- ríkin. Hann hefur jafnframt lagt áherzlu á, að þessi samvinna yrði að vera á jafningjagrundvelli, en þau ummæli hans hafa verið skilin á þann veg, að hann vildi láta Japani vera jafningja ann- arra á vígbúnaðarsviðinu. Þess vegna hafa hvorki Rússar né Kínverjar gefið honum gott auga. Kínverjum stendur frá fornu fari beygur af vígbúnaði Japana. Það eykur tortryggni þeirra í garð Bandaríkjamanna, að þeir hvetja Japani til vígbún- aðar. Þórarinn Þóra rinsson, ritstjóri, skrifar KTI -Jól.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.