Tíminn - 15.07.1983, Side 4

Tíminn - 15.07.1983, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ1983 GLUGGAR OG HURÐIR Vönduð vinna á hagstœðu verði. Leitið ti/boða. ÚTIHURÐIR Dalshrauni 9. Hf. S. 54595. |dn Bllaleiga PD Carrental yÆAÞJo- * Dugguvogi 23. Sími82770 Opið 10.00-22.00. Sunnud. 10.00 - 20.00 Sími eftir lokun: 84274 - 53628 Leigjum út ýmsar Þvoið, bónið og gerðir fólksbíla. gerið við bílana Sækjum og sendum ykkar í björtu og rúmgóðu húsnæði. OPIÐ ALLAN SÓLARHRINGINN MJ FINNUR F/ð#G% ÚR Ferðagræjunum Kannaðu kjörin EF verð kr. 5.480.- EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI IOA - SlMI 16995 f réttir I Sauðárkrókur Fljúgandi sumarsælu vika á Sauðárkróki ■ Flugdagur verður haldinn á Sauð- árkróki þann 16. júlí n.k., og þar með hefst Sumarsæluvika Sauðkræklinga. Flugdagurinn er haldinn í minningu Dr. Alexandcrs Jóhannessonar og hefst kl. 13.30 meðsetningarræðu Jóns E. Böðvarssonar. Á flugsýningunni verður m.a. sýnt hópflug lítilla flugvéla, listflug á svif- flugu og vélflugu, fallhlífastökk, mó- delflug, gírókopti og tvær heimasmíð- aðar flugvélar munu koma, önnur frá Akureyri en hin frá Reykjavík. Tvær vélar frá Varnarliðinu munu koma t' heimsókn, Pantom þotur, eldsneyt- isvél af Herkúlesgerð ásamt björgunar- þyrlu, er sýnir eldsneytistöku í lofti, ásamt björgunarsýningu. Allt mun þetta vera almenningi til sýnis á eftir. í ár eru liðin nákvæmlega 200 ár frá því fvrst var flogið í hitaloftbelg, en það var nálægt París 1783. Af því tilefni ákváðu félagar í flugklúbbi Sauðárkróks að fá hitaloftbelg frá Bretlandi í heimsókn og mun hann koma ásamt tveggja manna áhöfn og sýna listir sínar á flugdeginum. Loft- belgurinn er 1840 rúmmetrar og hon- um stýrir Philip Dunnington sem er einn reyndasti loftbelgjaflugmaður Breta og hefur haldið sýningar víða um heim. Um kvöldið kl. 19.00, stendurgest- um til boða að fara í ferð út í Drangey, og er áætlað að sú ferð taki um 5-6 klukkustundir. Um kvöldið verður svo dansleikur og mun Hljómsveit Ingi- mars Eydal leika fyrir dansi. - ÞB Nýtt fyrirtæki Gúmmívinnslan h/f ■ Þann 8. júlí s.l. var hlutafélagið Gúmmívinnslan h/f stofnað á Akur- eyri. Starfssvið félagsins er fólgið í endurvinnslu á gúmmíúrgangi ásamt hjólbarðasólun og tilheyrandi þjón- ustu. Eitt mikilvægasta verksvið Gúmmí- vinnslunar h/f verður framleiðsla á ýmsum gúmmívörum fyrir sjávarút- veginn, svo sem framleiðsla á gúmmí- bobbingum o.fl. Tilraunir með bobb- inga framleidda úr afgangsgúmmíi hafa þegar farið fram hjá einum togara Útgerðarfélags Akureyringa og hafa þær gefist mjög vel. Þá mun sólningar- deild fyrirtækisins annast sólningu á hjólbörðum fyrir stærri bifreiðir svo sem vöru-, steypu- og flutningabíla. Stofnendur fyrirtækisins eru Pórar- inn Kristjánsson, Birgir Eiríksson, Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar h/'f, Möl og Sandur h/f og Bandag h/f Reykja- vík. Hlutafé félagsins er tvær milljónir króna sem verður að hálfu í eign Þórarins Kristjánssonar og að hálfu í eign annarra aðila. Stofnkostnaður er áætlaður um 6 milljónir króna og árlegt framleiðsluverðmæti í fyrstu um 4 milljónir króna. Stjórn Gúmmívinnslunnar h/f sem kjörin var á stofnfundinum er skipuð eftirtöldum mönnum: Þórarni Kristj- ánssyni vélvirkja, Finnboga Jónssyni framkvæmdastjóra, Friðfinni K. Dan- íelssyni iðnráðgjafa, Hólmsteini Hólmsteinssyni framkvæmdastjóra og Pétri Rafnssyni framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri félagsins hefur ver- ið ráðinn Þórarinn Kristjánsson vél- virki. - ÞB Myndlistarsýning, „Undir Jökli“ ’83 ■ Næstkomandi laugar- dag opnar Haukur Hall- dórsson myndlistarmaður sýningu á verkum sínum í Ólafsvík, og stendur hún til 24. julí n.k. Haukur mun sýna um 50 verk og eru þau í kol, krít, tússi og silkilitum, og eru verk hans sótt í þjóðsögurnar, álfa, tröll og drauga. Haukur gerði sér sér- staka ferð til Ólafsvíkur til að teikna nokkrar myndir í túss, og verða þær með á sýningunni. Aðferð Hauks með silki- liti er nokkuð sérstök, og ekki vitað til þess að sú aðferð hafi verið reynd hér á landi áður. Þetta verður því í fyrsta skipti sem þessháttar myndir eru sýndar opinberlega. Haukur nefnir sýningu sýna „Undir Jökli ’83“, og verður hún haldin í nýja sal grunnskólans í Ólafsvík. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 2-8.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.