Tíminn - 15.07.1983, Síða 8

Tíminn - 15.07.1983, Síða 8
a Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gtsli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnússon. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinrt Þórarinsson, Elías Snæiand Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Tímans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv. Hermannsson, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (íþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofurog auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 230.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Förum varlega með orkulindir íslands ■ Síðastliðinn þriðjudag birtist hér í blaðinu mjög athygl- isverð grein eftir Ingvar Gíslason fyrrv. menntamálaráð- herra. Greinin fjallar um framtíðarhorfur í orkumálum og atvinnuþróun- Á síðustu áratugum hefur verið lagt mest kapp á það hjá flestum þjóðum að auka hagvöxtinn og stuðla þannig að bættum lífskjörum. En allt tekur enda og nú er það spurningin, hvort ekki er komið á leiðarenda- Um þettasegir m.a. í grein Ingvars Gíslasonar áþessaleið: „Hinu er ekki að leyna, að á undanförnum árum hefur farið að gæta efasemda meðal vísindamanna og rithöfunda um þá möguleika, sem mannkynið hefur til stórstígra framkvæmda og hagvaxtar. Vísindamenn og rithöfundar hafa m.ö.o. leyft sér þann „munað“ að vera svartsýnir á framfarirnar, ekki af því að þeir séu á móti framförum, heldur af því að þeir sjá ekki að það sé hægt öllu lengur að byggja framfarir á þeim forsendum, sem gilt hafa síðustu mannsaldra. Framfarir á 19. og 20. öld hafa byggzt áþróaðri véltækni, mikilliorkunotkun, ódýru hráefni og ýmiss konar stóriðjurekstri. En nú er svo komið að helztu orkulindir heims er að þrjóta, hraéfni gengur til þurrðar og stóriðjan, sem yfirleitt er rekin á vegum alþjóðlegra auðhringa, sem virða hvorki landamæri né þjóðerni, er af ýmsum ástæðum óæskileg og ekki eftirsóknar- verð, ef hægt er að komast hjá henni. Kjarnorka í þágu atvinnulífs er gervihugsjón enn sem komið er.“ Ingvar Gíslason vitnar síðan í grein eftir einn helzta sérfræðing á þessu sviði, Augusto Forti, forstjóra raunvís- indadeildar menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Ingvar Gíslason rekur efni hennar og segir að lokum: „Þessi stutta greinargerð heimsþekkts ráðgjafa í raunvís- inda- og iðnaðarmálum þarf ekki frekari skýringar við. Það er augljóst, hvað um er að ræða: 1. Fólksfjölgun heimsins mun á næstu áratugum fyrst og fremst eiga sér stað í þriðja heiminum. í Evropu verður hlutfallsleg fækkun. 2. Orkan er að ganga til þurrðar í heiminum. Kjarnorkan gefur litlar vonir. Hráefni eru einnig af skornum skammti. 3. Verði ekki komið á skynsamlegri samvinnu milli iðnríkja og ríkja þriðja heimsins, getur slegið í alvarlega brýnu, þegar fram í sækir. 4. Iðnþróun í núverandi skilningi er að komast á leiðarenda. Stóriðjustefnan virðist almennt vera að ganga sér til húðar. 5. Vistfræði („umhverfismál“ í víðasta skilningi) er undir- stöðugrein vísinda eins og nú er komið. 6. Lifnaðarhættir Vesturlandabúa, sem byggjast á orku- sóun og eftirsókn eftir munaði, hljóta óhjákvæmilega að breytast, þar sem hvorki verða til orku- né hráefnalindir né fé til þess að halda uppi slíkum lifnaðarháttum. Hvernig ætlar fólk að búa sig undir þá breytingu?“ Grein sinni lýkur Ingvar Gíslason með þessum orðum: „Það kann að vera að ýmsum þyki langsótt að spár af þessu tagi gildi um íslendinga. Og vonandi erum við undanþegnir alvarlegustu horfum í þessu efni. En íslendingar mega ekki loka augunum fyrir því, sem kann að gerast í öðrum löndum. Augljóst er að orkulindir íslendinga verða þeim mun dýrmætari sem orkulindir annarra þjóða (kol, olía) ganga til þurrðar. Því má ekki rasa um ráð fram, hvað varðar almenna stefnu og einstakar aðgerðir í orkumálum. Ganga má út frá því að eftirspurn eftir íslenzkri orku fari vaxandi á næstu áratugum, eða öllu heldur ásókn í að nýta orkuauðinn með sem beztum kjörum. Þess vegna ber íslendingum að fylgjast með alþjóðlegum umræðum um orkumál og atvinnuþróun og vera í hvívetna vel heima í þessum málum og vel á verði um hagsmuni sína, ekki sízt gagnvart ásókn erlendra auðhringa í íslenzka orku. í henni er ávallt mikil hætta fólgin.“ Undir þessi varnaðarorð ber vissulega að taka. Þ.Þ. FOSTUDAGUR 15. JULI1983 Kaupmátturinn verður ekki aukinn með vinnudeilum ■ Stefán Valgeirsson alþingismaður ræðir efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar í Degi og bendir á að kaupmáttar- skerðingin. sé ekki að kenna ráðstöfununum, heldur séu þær liður til að tryggja atvinnuöryggi og bæta kjörin þegar til lengdar lætur, en hefði ekki verið gripið í taum- ana stefndi í efnahags- öngþveiti. Stefán skrifar: „Margt er nú rætt og ritað um efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar og sýnist sitt hverjum eins og vænta má. Það athygl- isverðasta við þessa um- ræðu er að allir viður- kenna að efnahagsmál okkar hafi verið komin á það stig að ekki hafi mátt dragast öllu lengur að taka á þessum málum. Að óbreyttu ástandi hafi atvinnuöryggi margra starfsstétta verið komið í verulega hættu. En þó stjórnarandstaðan og forysta launþega viður- kenni þessar staðreyndir þá eru þessir aðilar ekki samkvæmari sjálfum sér en það að þegar þeir fara að ræða um kaupmáttar- skerðinguna sem orðin er og við blasir þá túlka þeir málin á þann veg að kaupmáttarskerðingin sé afleiðing efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar. En hvernig getur það farið saman að brýn nauðsyn hafi verið á því að gera efnahagsaðgerð- ir, þar sem framleiðslan myndi að öðrum kosti stöðvast og hins að kaup- máttarskerðingin sé fyrst og fremst afleiðing efna- hagsaðgerðanna? Kaup- máttarskerðing var orðin staðreynd löngu fyrir síð- ustu kosningar. Þjóðar- tekjur minnkuðu veru- lega á síðasta ári og einn- ig í ár. Ekki náðist sam- staða innan fyrrverandi ríkisstjórnar um nauð- synlegar aðgerðir til að verja þjóðarbúið fyrir þessum áföllum. Af- leiðinginvarðört vaxandi verðbólga og verulegir fjárhagserfiðleikar í mörgum framleiðslu- greinum. Það var andspænis þessum staðreyndum sem ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar var mynduð og gerði um- ræddar efnahagsráðstaf- anir. Menn ættu að festa sér það vel í minni að Þjóðhagsstofnun spáði a.m.k. 130% verðbólgu á næsta ári ef engar efna- hagsaðgerðir næðu fram að ganga. Hætt er við að lítið hefði farið fyrir at- vinnuöryggi í slíkri verð- bólgu. Það er hollt fyrir hvern og einn að hug- leiða það, ekki síst fyrir þá sem nú virðast stefna að því að fylkja liði til að brjóta niður efnahagsað- gerðir ríkisstjórnarinnar. Slíkir menn verða krafnir til ábyrgðar þó síðar verði. Þjóðin hlýtur að gera kröfu til ríkisstjórnar og Alþingis að atvinnuöryggi verði tryggt en slíka tryggingu er ekki hægt að gefa nema okkur tak- ist að ná föstum tökum á verðbólgunni og hún verði talin niður. Þess vegna verður ekki hjá því komist að halda fast um þá málaflokka sem efnahags- og atvinnumál varða. Öllum ætti að vera það ljóst að kaupmáttur launa verður ekki aukinn með vinnudeilum og því síður með verkföllum eins og nú er ástatt í þjóðfélaginu. Eina raun- hæfa leiðin til þess er að auka verðmætasköpun- ina í landinu en það næst ekki nema við náum föstum tökum á verð- bólgunni. Ef við eyðum meiru en við öflum til langframa er hætta á að við glötum fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Hver vill taka slíka áhættu?“ Er fólki íþyngt um of andlega? Hugmyndir um að endurskipuleggja eia- staka þætti stjórnkerfisins og létta á miðstýringu og ríkisrekstri hafa vakið mikið umtal og og deilur. Menn skiptast mjög í tvo hópa og ræður gjarnan sú grundvallarskoðun þeirra, hvort miðstýring sé æskileg og í þágu fjöldans, eða hvort ein- staklingar og frjáls sam- tök stjórni betur og veiti ódýrari þjónustu en Hið Opinbera. Heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra hefur farið þess á leit við oddvita þeirra málaflokka að þeir skili hugmyndum um hvort ekki sé möguleiki á hagkvæmari rekstri á þessum sviðum, en sem kunnugt er, eru þetta þeir málaflokkar sem meira er kostað til en annarra af hálfu ríkisins, og fer hlutdeild þeirra sívaxandi. Ráðherra tók fram í erindi sínu. að ekki stæði til að skerða þjónustu þótt leitað sé leiða til hagkvæmari reksturs heilbrigðis- og tryggingakerfisins. Ekki stóð á sósíalistum að hártoga óskirnar um hagkvæmni, heldur var því slegið föstu að ef hrófla ætti við miðstýr- ingunni þýddi það hið sama og að leggja heil- brigðisþjónustuna niður. Brynleifur H. Stein- grímsson héraðslæknir fjallar um þessi mál í grein í Morgunblaðinu og segir þar að stefna miðstýringar og ríkis- rekstrar hafi ráðið á undanförnum árum og ofurkapp verið lagt á að ná öllum þáttum þjónust- unnar undir heilbrigðis- ráðuneytið. Hann sannar mál sitt með skýrum dæmum. ígreinarlok set- ur hann fram tillögur til úrbóta og skrifar: „Ef gera á tilraun til endurbóta á núverandi heilbrigðiskerfi er auð- sýnt mál að endurskoða þarf fyrst og fremst það stjórnkerfi sem nú er við lýði. Það eru skiptar skoðanir í landinu um það hvort hér eigi að ríkja miðstýring og sós- íalismi eða minni rekstr- areiningar, sem eru í betri tengslum við fólkið. Við sem búum á lands- byggðinni höfum mörg persónulega reynslu af því Soviet-íslandi sem ríkt hefur í stjórnun heil- brigðismála undanfarin ár. Þessi miðstýring hef- ur þróast þrátt fyrir það að mikill meirihluti landsmanna er henni andvígur. Hér þarf að snúa við blaði. 1. Alþingi á að veita ákveðnu fjármagni til sveitarfélaganna þar til þeim hefur verið veittur sérstakur tekjustofn til þess að sjá um rekstur heilbrigðisstofnana sinna. Fari síðan rekstur þessara stofnana fram úr áætlun er það sveitarfél- aganna, eða þeirra ein- staklinga sem sjá um reksturinn að greiða þann halla sem verður. Þetta virðist vera mjög einföld aðgerð, en gæfi þeim sem þekkja best til aðstæðna heima í héraði, kaupstað og borg, tæki- færi til þess að verja þess- um miklu fjármunum á þann hátt sem þarfir krefjast hverju sinni. 2. Setja þarf reglugerð- ir fyrir sjúkrahúsin hvert og eitt, þar sem starfsemi og markmið þeirra eru í aðalatriðum mörkuð. Það sætir furðu að svo skuli ekki enn vera gert og gefur satt að segja tilefni til þess að halda að verið sé vísvitandi að brjóta eina grundvallar- reglu stjórnunar. En fyrsta regla skrifræðisins takmarkar ekki síður vald yfirboðarans en undirsátans. 3. Rekstur læknamót- töku eða heilsugæslu- stöðvar er eðlilegast að hafa í höndum þeirra sem í rauninni bera ábyrgð á þeim. Rann- sóknarstofur, minni sjúkrahús og heilbrigðis- stofnanir er áreiðanlega ódýrast að reka sam- kvæmt samningi. 4. Eftirlit, bæði faglegt og rekstrarlegt eiga svo heilbrigðisráðuneyti og landlæknir að hafa með höndum. Læknisfræði telst til raunvísinda. Engin raun- grein mun þó eins blönduð andlegum efn- um og einmitt hún. Læknislist voru lækning- ar lengi kallaðar og það vegna þess að þetta starf snertir svo ótal margt annað en það sem sann- reyna má með prófum og rannsóknum. Heilbrigðisþjónustan er nú tæknivædd og það svo að mörgum finnst nóg að gert. Þessari þjón- ustu er eignað langlífi landsmanna, þó að lík- legra sé að þar ráði lífs- kjörin fyrst og fremst ferðinni. Það er íhugunarefni hvort að þeim sem heil- brigðir eru í landinu í dag og vinnandi sé um of íþyngt og þá fyrst og fremst andlega. Hin aukna tíðni streitusjúk- dóma bendir óneitanlega til þess. Þarfir fólks eru breyti- legar, bundnar tíma og kjörum. Heilbrigðis- þjónustan þarf því að vera sveigjanleg og í nán- um tengslum við þessar þarfir. Miðstýrð heilbrigðis- þjónusta getur aldrei orðið það.“

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.